Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 115

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
27.05.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Formaður óskaði eftir að tekið yrði á dagskrá með afbrigðum tilboð sem bárust í landspilduna Nýlendu.

Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105888 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 18. maí þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umsögn um þingsályktun um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál..pdf
2. 21051024 - Umsögn - frumvarp til laga tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 19. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraða, 720. mál.
Bæjarráð felur fjölskyldusviði að yfirfara tillöguna og veita umsögn.
Tillaga til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál..pdf
3. 21051026 - Umsögn - frumvarp til laga tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 19. maí þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál
Lagt fram til kynningar.
Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál.pdf
4. 21051028 - Umsögn - frumvarp til laga tillaga til þingsályktunar um matvælaframleiðslu- og menntunarklasa á Árborgarsvæðinu
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 19. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um matvælaframleiðslu- og menntunarklasa á Árborgarsvæðinu, 672. mál.
Lagt fram til kynningar.
Tilaga til þingsályktunar um matvælaframleiðslu- og menntunarklasa á Árborgarsvæðinu.pdf
5. 2105974 - Lóðakaup og skipulag á baklóð við Miðtún 13
Erindi frá Brynju Davíðsdóttur, dags. 18. maí, þar sem óskað var eftir að kaupa lóð til viðbótar við land Miðtúns 13.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem sveitarfélagið mun koma til með að nýta lóðina sjálft.
6. 2009832 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2020 - 2021
Boð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga sem haldinn verður 3. júní á Hótel Selfossi.
Bæjarráð tilnefnir Gunnar Egilsson sem fulltrúa sveitarfélagsins.
Aðalfundarboð júní 2021.pdf
7. 2105456 - Umsókn um framkvæmdarleyfi malbiksyfirlagnir Árborg 2021
Tillaga frá 68. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 19. maí, liður 2. Umsókn um framkvæmdarleyfi malbiksyfirlagnir Árborg 2021.

Sigurður Ólafsson f.h. framkvæmda- og tæknideildar óskaði eftir framkvæmdaleyfi vegna malbiksyfirlagna í Árborg 2021 skv. meðfylgjandi erindi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að gefa út leyfið í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfisumsóknina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi í samræmi 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi.
2105440_umsókn um framkvæmdarleyfi_malbiksyfirlagnir 2021_070521.pdf
8. 2002136 - Eignasala Mundakotsskemma Eyrarbakka
Tillaga af 45. fundi eigna og veitunefndar frá 5. maí sl. Eignasala Mundakotsskemma Eyrarbakka.

Nefndin samþykkti gagntilboð lóðarhafa upp á 400.000,- Kaupsamningur verður með þeim skilyrðum að viðunandi lagfæringar verði gerðar á húsinu innan 3 ára.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarritara að útbúa kaupsamning og afsal með tilgreindum skilyrðum um lagfæringu. Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra að undirrita kaupsamning, afsal og önnur skjöl tengd sölunni.
9. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Fundargerð starfshóps frá 30. apríl sl.
Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis lagt fram til samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis.
210430 Fundargerð frá fundi starfshóps 03 05 2021.pdf
Svæðisskipulag Suðurhálendis - starfsreglur 30 04 2021.pdf
10. 2105980 - Velferðarverkefni í Árnessýslu - verkferlar félagsþjónustu vegna náttúruhamfara
Tillaga frá vorfundi HÁ frá 18. maí sl.

Framkvæmdaráð Almannavarna leggur til við Héraðsnefnd Árnesinga að veitt
verði úr sjóðum Almannavarnanefndar Árnessýslu allt að 1,5 millj.kr. í
velferðarverkefni í Árnessýslu. Verkefnið er að efla þekkingu, verkferla og færni starfsmanna veðferðarþjónustunnar í Árnessýslu vegna almannavarnaástands og annara aðstæðna sem raska daglegu lífi skjólstæðinga velferðarþjónustunnar þannig að hefðbundnir verkferlar starfsmanna duga ekki til eða hætta skapast á að þjónusturof verði hjá velferðarþjónustu sveitarfélaga í Árnessýslu. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Bæjarstjóri leggur til að fjölskyldusvið taki málið til skoðunar og úrvinnslu.

Bæjarráð vísar tillögu um velferðarverkefni í Árnessýslu til fjölskyldusviðs til skoðunar og úrvinnslu.
Almannavarnarnefnd_tillaga og greinargerð um velferðarverkefni í Árnessýslu maí 2021.pdf
11. 1910082 - Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnessýslu
Tillaga af vorfundi HÁ frá 18. maí sl.

Ákveðið var að bjóða verkið út og vann Efla öll gögn fyrir útboðið. Einungis eitt tilboð barst frá Akurhólum ehf. upp á 389 millj.kr. fullbúið húsnæði án húsgagna, afhendingartími í október 2022.

Tillaga framkvæmdastjórnar er að taka tilboði Akurhóla ehf. og er stjórn falið að semja við Akurhóla ehf. að fengnu samþykki aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar um að fara í verkefnið. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Í verkefninu fellst umtalsverð skuldbinding fyrir Sveitarfélagið Árborg og því nauðsynlegt að bæjarstjórn taki það til sérstakrar afgreiðslu.


Undirritaðir fagna því að loks skuli vera komin fram niðurstaða í húsnæðismálum Héraðsskjalasafns Árnesinga.

Það hefur legið fyrir lengi að húsnæðismál safnsins hafa staðið starfseminni fyrir þrifum.

Samstaða sveitarfélaganna í Árnessýslu á vettvangi Héraðsnefndar hefur nú skilað þeim árangri að hafin verður bygging á framtíðarhúsnæði fyrir safnið á Selfossi, sem ætti að uppfylla 1.grein reglugerðar nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn „að þess skuli gætt að fyrir hendi sé fullnægjandi húsnæði héraðsskjalasafna“. Einnig ætti framkvæmdin að uppfylla ákvæði laga um að skjalageymslur opinberra skjalasafna þurfi að vera þannig úr garði gerðar að tryggt verði örugga varðveislu skjala og það tryggt eins og mögulegt er að lágmarka tjón sem getur orðið á skjölum.

Undirritaðir leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði þátttaka Svf Árborgar að uppbyggingu húsnæðis Héraðsskjalasafnsins samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarskiptingu.

Jafnframt leggja undirritaðir til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdarinnar gerist þess þörf.

Eggert Valur Guðmundsson S -lista

Tómas Ellert Tómasson M-lista

Gunnar Egilsson, D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Áætlaður kostnaður pr. sveitarfélag v. lántöku fyrir húsnæði Héraðsskjalasafns maí 2021.pdf
Minnisblað Eflu um niðurstöðu tilboðs.pdf
Tilboð Akurhóla ehf í húsnæði Héraðsskjalasafns maí 2021.pdf
Vorfundur Héraðsnefndar 22. fundur 18.maí 2021.pdf
12. 21051032 - Breyting á kjördeildum í Sveitarfélaginu Árborg
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og af þeim ástæðum er orðið æskilegt að gerðar verði breytingar á kjördeildum. Gott væri að ná niðurstöðu um slíkar breytingar á fundi bæjarstjórnar þann 9. júní næstkomandi þannig að þær taki gildi fyrir komandi alþingiskosningar. Mikilvægt er að breytingar á kjördeildum verði auglýstar mjög vel og tímanlega fyrir kosningar.
Tillaga lögð fram á breytingu á kjördeildum. Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í yfirkjörstjórn.
Tillaga um breytingu á kjördeildum í Sveitarfélaginu Árborg.pdf
13. 21051037 - Sala á lóð - Þykkvaflöt 8
Kauptilboð, dags. 25. maí, í Þykkvaflöt 8 á Eyrarbakka.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning, afsal og öll skjöl tengd sölunni.
14. 2103103 - Eignasala á landspildunni Nýlendu landnr. 222620
Þrjú tilboð hafa borist í landspilduna Nýlendu L22620.




Bæjarráð hafnar öllum tilboðunum.
Fundargerðir
15. 2105005F - Skipulags og byggingarnefnd - 68
68. fundur haldinn 19. maí.
16. 2105014F - Fræðslunefnd - 33
33. fundur haldinn 19. maí.
17. 2105017F - Eigna- og veitunefnd - 46
46. fundur haldinn 19. maí.
Fundargerðir til kynningar
18. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
894. fundur haldinn 29. janúar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 894.pdf
19. 2105473 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf. 2021
13. aðalfundur haldinn 19. maí.
Adalfundur_HfSu_2021_fundargerd.pdf
20. 2101373 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2021
210. fundur haldinn 12. mars
211. fundur haldinn 23. apríl

210_fundargerd-HS.pdf
211_fundargerd_HS.pdf
21. 2105889 - Fundargerðir stjórna Listasafns Árnesinga 2021
Stjórnarfundur haldinn 14. apríl.
Adobe Scan 14 Apr 2021.pdf
22. 2102216 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu 2021
Vorfundur haldinn 18. maí sl.


Vorfundur Héraðsnefndar 22. fundur 18.maí 2021.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica