Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 6

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
05.10.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð sérstaklega velkomna fulltrúa ungmennaráðs Árborgar.

Fulltrúar ungmennaráðs:
Ásrún Aldís Hreinsdóttir
Ársæll Árnason
Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir
Elín Karlsdóttir
Bjarni Gunnarsson
Ásta Dís Ingimarsdóttir
Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir
Hjördís Katla Jónasdóttir

Ásrún Aldís Hreinsdóttir, frá ungmennaráði, tók til máls og sagði frá verkefnum ungmennaráðs og því sem áunnist hefur hjá ráðinu og framundan er.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2209290 - Tillaga frá UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum vaðrandi málefni ungs fólks
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.

Ungmennaráðið leggur til að í undirbúnings- og starfshópum sem varða ungmenni á einn eða annan hátt séu alltaf fulltrúar ungmennaráðs. Okkur finnst þetta sérstaklega vanta þegar unnið er að undirbúningi að skólastarfi, uppbyggingu skóla eða í frístundastarfi. Þá eru fulltrúar úr viðeigandi nefndum, starfsfólk og bæjarfulltrúar. Við viljum að það verði fulltrúi ungmennaráðs í undirbúnings- og starfshópum í náinni framtíð. Sjónarhorn ungmenna verður því framfylgt frá upphafi til enda.

Ásrún Aldís Hreinsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Tillaga UNGSÁ um að fulltrúi ungmennaráðs sitji í undirbúnings- og starfshópum varðandi málefni ungs fólks.pdf
2. 2209291 - Tillaga frá UNGSÁ um lengri opnunartíma Sundhallar Selfoss
Ungmennaráð Árborgar leggur til að opnunartími Sundhallar Selfoss verði lengdur.

Ungt fólk nýtir sér sundlaugina oftast á kvöldin t.d. eftir æfingar eða þegar að dagskrá þeirra yfir daginn hefur klárast. Ef að opnunartímar yrðu lengdir gætu notendur líkamsræktarinnar World Class einnig nýtt sér aðstöðu sundlaugarinnar eftir lokunartíma líkamsræktarinnar. Það hefur forvarnarlegt gildi að hafa opið lengur um helgar þar sem að engin skipulögð dagskrá er í boði fyrir ungmenni á laugardagskvöldum. Okkar upplifun frá samtölum við jafnaldra er að mikil eftirspurn er fyrir lengdum opnunartíma í sundlauginni, sérstaklega um helgar í ljósi þess að félagsmiðstöðin sé lokuð á þeim tíma. Þetta ýtir undir samveru fjölskyldna, við teljum að fjölskyldur nýti sér frekar sundlaugar um helgar og þess vegna væri sniðugt að lengja opnunartíma þá daga.

Bjarni Gunnarsson tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til frístunda- og menningarnefndar.
Tillaga frá UNGSÁ um lengri opnunartíma Sundhallar Selfoss.pdf
3. 2209292 - Tillaga UNGSÁ um að tíðarvörur verði aðgengilegar á salernum stofnanna í Árborg
Ungmennaráð Árborgar leggur til að tíðarvörur verði aðgengilegar á salernum stofnana í Árborg gjaldfrjálst.

Ungmennaráð telur aðgengi að tíðarvörum nauðsynlegt inn á salerni skóla- og íþróttastofnanna ásamt félagsmiðstöðva innan sveitarfélagsins. Erfitt er fyrir ungt fólk að tala um þetta málefni og enn fremur að þurfa að biðja um tíðarvörur þegar þeim vantar þær nauðsynlega. Þegar að blæðingar hefjast er algengt að þær séu óreglulegar og getur það aukið verulega kvíða og streitu ungra einstaklinga að óttast að byrja á blæðingum í skólanum eða á æfingu eða að þurfa að nota salernið og hafa ekki tíðarvörur meðferðis. Það er mjög þægilegt og einfalt að hafa tíðarvörur inn á salernum. Tíðarandinn í samfélaginu er sá að tíðarvörur eru almennar hreinlætisvörur og ættu að vera aðgengilegar á salernum stofnana gjaldfrjálst. Okkur finnst að sveitarfélagið eigi að vera í takt við þennan tíðaranda.

Elín Karlsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umsagnar í fræðslunefnd, félagsmálanefnd og frístunda- og menningarnefnd.
Tillaga UNGSÁ um að tíðarvörur verði aðgengilegar á salernum stofnanna í Árborg.pdf
4. 2209293 - Tillaga frá UNGSÁ um að gróðursett verði tré í nýjum íbúahverfum sveitarfélagsins
Ungmennaráð Árborgar leggur til að gróðursett verði tré í nýju íbúahverfum sveitarfélagsins.

Ungmennaráðið leggur til að gróðursett verði tré í nýju hverfunum sem eru í framkvæmdum. Svæðin sem við höfum í huga eru Löndin, Lækirnir og Stekkirnir. Það gerir mikið fyrir umhverfi að hafa gróður í kring, bæði verður það hlýlegra og fallegra.

Einnig mynda þau skjól sem hjálpar mikið þegar það er vont veður. Það er gott fyrir vistkerfið og það hækkar hitastig að vera með tré í kring.

Ársæll Árnason tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.
Tillaga frá UNGSÁ um að gróðursett verði tré í nýjum íbúahverfum sveitarfélagsins.pdf
5. 2209294 - Tillaga frá UNGSÁ um bætt aðgengi að skólasálfræðingum
Ungmennaráð Árborgar leggur til að bætt verði aðgengi að skólasálfræðing.

Ungmennaráðinu finnst nauðsynlegt að bæta aðgengi skólasálfræðinga innan grunnskóla Árborgar. Núna er enginn fastur skólasálfræðingur innan skólanna. Oft lenda nemendur í því að þurfa tala við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða unglingaráðgjafa, okkar reynsla er sú að það hefur ekki sömu afleiðingar og ef talað er við sálfræðing. Það sárvantar aukið aðgengi fyrir ungmenni að sálfræðiaðstoð. Við í Ungmennaráðinu viljum sjá skólasálfræðinga með opna viðtalstíma í skólum sveitarfélagsins þar sem aðgengi er greitt og nemendur geta nýtt sér aðstoðina.

Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.
Tillaga frá UNGSÁ um bætt aðgengi að skólasálfræðingum.pdf
6. 2209295 - Tillaga frá UNGSÁ um að aukið verði við frístundastrætó
Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukið verði við frístundastrætó.

Ungmennaráði finnst nauðsynlega vanta frístundaakstur frá Stokkseyri og Eyrarbakka, í gegnum sveitirnar og uppá Selfoss. Þetta myndi auka bæði aðgengi að tómstundum ásamt því að létta virkilega á forráðamönnum einnig eykur það öryggi barnanna á að taka strætó í framtíðinni. Með þessu gæti þátttaka og áhugi barna á að stunda tómstundirnar farið í aukana. Við erum stórt og dreift sveitarfélag og ekki er í lagi að mismuna milli byggðarlaga. Til viðbótar myndi það menga minna ef að færri ferðir verði farnar á einkabílum.

Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til frístunda- og menningarnefndar.
Tillaga frá UNGSÁ um að aukið verði við frístundastrætó.pdf
7. 2209296 - Tillaga frá UNGSÁ um að hækkuð verði laun ungmennaráðsmeðlima
Ungmennaráð Árborgar leggur til að hækkað verði laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full nefndarlaun.

Ungmennaráðið fundar tvisvar í mánuði og hefur síðustu ár bara fengið greidd hálf nefndarlaun fyrir annan fundinn. Við óskum eftir því að hækka laun ungmennaráðsmeðlima úr hálfum nefndarlaunum í full ásamt því að fá greitt fyrir báða fundi í mánuði. Við erum alveg jafn mikilvæg og aðrar nefndir sveitarfélagsins og þess vegna ættu launin að vera í samræmi við það. Ungmennaráðið leggur jafn mikinn tíma, vinnu og metnað í starf sitt líkt og meðlimir annara nefnda. Við erum til dæmis að halda fjóra viðburði í menningarmánuðinum.

Hjördís Katla Jónasdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Tillaga frá UNGSÁ um að hækkuð verði laun ungmennaráðsmeðlima.pdf
8. 1912054 - Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b
Bókun frá 8. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. september:

Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b - 1912054
Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Heiðarbrún 6-6b, hafði verið til meðferðar hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 4.4.2022 tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðin og að tillagan skyldi auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 13.4.2022, með athugasemdafresti til 25.5.2022. Athugasemdir bárust, þar sem byggingaráformum um byggingu parhúss á lóð var mótmælt, og þar með talið að hús skv. skuggavarpi væri helst til of hátt. Skipulags- og byggingarnefnd hafði tekið málið til afgreiðslu dags. 27.7.2022, eftir að auglýsingatíma lauk, og bókaði að athugasemdir teldust ekki þess eðlis að með byggingu parhúss á lóðinni Heiðarbrún 6-6b, sé gengið á rétt nágranna vegna skerðingar á útsýni eða annars. Bæjarráð staðfesti bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi dags. 28.7.2022. Komin er fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, á málsmeðferð deiliskipulagsins þar sem því er haldið fram að gögn sem nágrannar fengu sent vegna skuggavarps hafi verið röng.
Nú hefur það verið staðfest að gögn sem send voru nágrönnum voru röng, þ.e. með heldur hærra og stærra húsi en því sem að endingu átti að leggja fram. Með vísan til þess að fyrri afgreiðsla byggði á röngum gögnum er lagt til að málið sé endurupptekið með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að málið yrði endurupptekið.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða með 11 atkvæðum að málið verði endurupptekið.

Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri víkur af fundi undir lið nr. 9 og Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varabæjarfulltrúi tekur sæti í hennar stað.
9. 2107030 - Samkomulag um Austurbyggð II
Fagraland ehf. hefur óskað eftir undanþágu frá samningi félagsins og Sveitarfélagsins Árborgar frá 9. september 2021, varðandi lokaúttekt og afhendingu byggingarlóða, samninga við veitufyrirtæki og framlagningu tímaáætlana, og reglum Árborgar um byggingarhæfi lóða, vegna nánar tilgreindra lóða við Hæðarland, Selfossi. Um er að ræða lóðirnar Hæðarland 10-16, 24-30 og 32-42.
Lagt er til að Sveitarfélagið Árborg samþykki beiðni félagsins varðandi framangreint vegna þriggja lóða í landi Dísarstaða 2, nánar tiltekið, lóðirnar Hæðarland 10-16, 24-30 og 32-42 enda er Fagraland ehf. í samningaviðræðum við Selfossveitur og sveitarfélagið um áfangaskiptinu framkvæmda vegna m.a. framangreindra lóða í landi Dísastaða 2.

Bragi Bjarnason, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, S-lista taka til máls.


Hlé var gert á fundi kl. 17:47

Fundi fram haldið kl. 17:53

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggur til að málinu verði frestað. Tillagan er borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum D-lista gegn 5 atkvæðum Á-, S- og B-lista

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum D-lista en bæjarfulltrúar Á-, S- og B- lista sitja hjá.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Axel Sigurðsson, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Bragi Bjarnason, D-lista gera grein fyrir atkvæði sínu.

Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, varabæjarfulltrúi D-lista víkur af fundi og Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri tekur sæti.
10. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs kjörtímabilið 2022-2026
Lagt var til að fundartími bæjarstjórnar yrði kl. 16:00 fram að áramótum.
Axel Sigurðsson, Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Fundargerðir
11. 2209012F - Eigna- og veitunefnd - 4
4. fundur haldinn 13. september.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 2 - Viðræður Selfossveitna og Veitna um samstarf í orkuöflun.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista tekur til máls undir lið nr. 4- styrkir til fráveituframkvæmda - gagnaskil og umsóknir og lið nr. 5- Fjölgun rafhleðslustöðva í Svf. Árborg.
12. 2208037F - Fræðslunefnd - 3
3. fundur haldinn 14. september.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls undir lið nr. 3- Faghópur um leikskóla.

13. 2209005F - Skipulags og byggingarnefnd - 7
7. fundur haldinn 14. september.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir liðum nr. 2 og 3.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista og Bragi Bjarnason, D-lista taka til máls undir lið nr. 10 -úthlutunarreglur lóða.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista tekur til máls undir lið nr. 2, 3, 4 og 9.
14. 2209019F - Bæjarráð - 11
11. fundur haldinn 22. september.
Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir liðum nr. 3, 7 og 9.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista tekur til mál undir lið nr. 9.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica