Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 58

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
03.02.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra,
Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2101305 - Víkurmói 2 - Fyrirspurn um breytingu á byggingarleyfi
Kjartan Björgvinsson spyrst fyrir um breytingu á stigahúsi á fjölbýli á 4 hæðum. Númer gildandi byggingarleyfis er 1707179

Tekið er jákvætt í erindið.
Umsækjandi er beðinn um að skila breyttum hönnunargögnum á gildandi byggingarleyfi nr. 1707179.
2. 2101308 - Eyrargata 16C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórey Gylfadóttir sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við íbúðarhús.
Helstu stærðir
126,5m²
469,9m³

Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
3. 2101383 - Heiðarstekkur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Möl og sandur ehf. sækir um leyfi til að byggja steinsteypt hús á tveimur hæðum með 10 íbúðum ásamt tæknirými.
Helstu stærðir
865m²
2764,2m³

Gögn liggja fyrir skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2. Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um samþykki byggingarnefndar á hönnun lóðar sbr. gr. 5.6.1 í greinargerð deiliskipulags. Leggja þarf fram samþykki lóðarhafa nágrannalóðar varðandi smáhýsis.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr.2.4.4 í byggingarreglugerð, með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum eldvarnareftirlits.
4. 2101384 - Urðarmói 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eðalbyggingar ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri.
Helstu stærðir
160m²
638,1m³

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá brunavörnum og skil á skráningartöflu.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
5. 2001045 - Byggingarleyfisumsókn - Gagnheiði 53d
GBS- Gröfuþjónusta ehf. sækir um leyfi til stækkunar á iðnaðarhúsnæði.
Helstu stærðir:
90,3 m²
485,0m³

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá brunavörnum og skil á gátlista.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron Fasteignir sækir um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishús úr steyptum einingum.

Helstu stærðir 375,3m² 1239,2m³

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
7. 2101388 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi - Laufhagi 4
Johnny Símonarson tilkynnir um byggingu viðbyggingar við íbúðarhús skv. gr. 2.3.5 h. í byggingarreglugerð.
Helstu stærðir á breytingu
9,5m²
24,9m³

Grenndarkynning var gerð vegna viðbyggingarinnar og voru áformin samþykkt af skipulagsnefnd.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina með fyrirvara um skil á skráningartöflu.
Skv. gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð skal eigandi senda leyfisveitanda stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdarinnar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um
framkvæmdina eða breytinguna.
8. 2101328 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi í Dísarstaðalandi.
Rarik ohf. sækir um leyfi til að setja niður smáspennistöð sem er hluti af dreifikerfi Rarik.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina með fyrirvara um skil á skráningartöflu.
Skv. gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð skal eigandi senda leyfisveitanda stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdarinnar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um
framkvæmdina eða breytinguna.
9. 2101336 - Umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis leikskóla að Engjalandi 21
Heilbrigðiseftirlit Suðurland óskar umsagnar vegna útgáfu starfsleyfis leikskóla.
Öryggisúttekt hefur ekki farið fram.
Málinu er frestað.
10. 2101353 - Umsagnarbeiðni vegna útgáfu starfsleyfis fyrir gistingu - Norðurgata 3
Heilbrigðiseftirlit Suðurland óskar umsagnar vegna útgáfu starfsleyfis fyrir gistingu.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
11. 2101338 - Rekstrarleyfisumsögn - Guesthouse near Selfoss - Gestahús
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Norðurgötu 3 Tjarnarbyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.
12. 2102007 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir sjúkraþjálfun Austurvegi 9
Heilbrigðiseftirlit Suðurland óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir sjúkraþjálfun að Austurvegi 9
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun starfsleyfis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica