Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
14.04.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra,
Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2104009 - Vesturmúli 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen hönnunarstjóri f.h. Eggerts smiðs ehf kt. 610499-2369 sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílageymslu. Brúttóstærðir 169,1 m2 og 617,7 m3.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Samþykkt.
2. 2104008 - Heiðarstekkur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Snorri ehf. f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að byggja færanlegar kennslustofur við Stekkjaskóla, mhl. 06.
Brúttóstærðir 1221,0 m2 og 4817,4 m3.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um skil á greinargerð aðalhönnuðar.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Samþykkt.
3. 2104004 - Tryggvaskáli - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skálafélagið sækir um leyfi til að byggja geymslu hjá Tryggvaskála í eldri stíl sbr. eldra hús og teikningar.
Brúttóstærðir: 45,0 m2 og 128,0 m3.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Einnig liggur fyrir samþykki Minjastofnunar Íslands dags.17.03.2021 en Tryggvaskáli var friðlýstur árið 2012.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um skil á uppfærðum aðaluppdráttum sbr. ábendingar Brunavarna Árnessýslu.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Samþykkt.
4. 2008081 - Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þorvaldsson sækir um leyfi til að byggja geymslu og bílskúr.
Brúttóstærðir: 250 m2 og 1309,0 m3

Erindið var á m.a. á dagskrá 67. fundar skipulagsnefndar. Nefndin leggst ekki gegn útgáfu byggingarleyfis.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um skil á gátlista vegna aðaluppdrátta.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Samþykkt.
5. 2012091 - Norðurleið 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
NOR15 ehf. sækir um leyfi til að byggja stálgrindarhús fyrir léttan iðnað.
Helstu stærðir 494,4m² 2952,5m³

Erindið var á m.a. á dagskrá 67. fundar skipulagsnefndar. Nefndin leggst ekki gegn útgáfu byggingarleyfis.

Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögnum skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar hefur verið skilað ásamt undirrituðum aðaluppdráttum.

Samþykkt.
6. 2101383 - Heiðarstekkur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
A-hús leggur fram uppfærðan lóðaruppdrátt og tilkynnir um u.þ.b. 15 m2 kalda sameiginlega geymslu sbr. gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð.


Byggingaráform voru samþykkt á 58. fundi með fyrirvara um samþykki skipulagsnefndar á lóðaruppdrætti sbr. skilmála deiliskipulags.
Skipulagsnefnd hefur samþykkt lóðaruppdrátt og staðsetningu smáhýsis.

Gögn liggja fyrir skv. 2.- og 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Samþykkt að gefa út byggingarleyfi.

Samþykkt.
7. 2101156 - Gagnheiði 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Kristinn Ingvarsson sækir um leyfi til að byggja um 97,5 m2 viðbyggingu á einni hæð.
Erindið hefur verið grenndarkynnt. Skipulagsnefnd samþykkti á 65. fundi að byggingarleyfi verði gefið út.
Erindið verður tekið til afgreiðslu þegar tilskilin gögn hafa borist.

Frestað.
8. 2104003 - Mýrarland 18 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi
Stefán Þór Hólmgeirsson tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi á lóð.
Tilkynnt er um smáhýsi á lóð.
Byggingarfulltrúi óskar eftir að gert verði grein fyrir áformaðri staðsetningu.

Frestað.
9. 21041421 - Þúfulækur 11 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi
Kjartan Ingvason og Sigrún Guðmundsdóttir tilkynna framkvæmd undanþegna byggingaleyfi á lóð.
Tilkynnt er um uppsetningu 9 m2 smáhýsis sem liggur nærri mörkum lóða Þúfulækjar nr. 11 og 9 og Urriðalækjar nr 14.
Fyrir liggja undirritað samþykki lóðarhafa Þúfulækjar 11, Urriðalækjar 12 og Urriðalækjar 14.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði kröfur byggingarreglugerðar gr. 2.3.5 g. uppfylltar.
10. 2104027 - Norðurgata 18 - Ósk um stöðuleyfi
Hildur Þ. Eggertsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir kaffiskúr.
Samþykkt að veita stöðuleyfi 30.03.2021 - 30.03.2022.

11. 2104525 - Víkurheiði 6 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Ræktunarsamband Flóa og Skeiða að Víkurheiði 6
Starfsleyfisumsóknin er vegna breytinga á húsnæði.
Umsögn frestað þar til úttekt hefur farið fram.

Frestað.
12. 2104598 - Eyrarvegur 51 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir bifreiðasprautun
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Bílakallinn ehf, viðgerðir og málun að Eyravegi 51.
Starfsleyfisumsóknin er vegna breytingar á húsnæði.
Umsögn frestað þar til úttekt hefur farið fram.

Frestað.
13. 21041101 - Víkurheiði 6 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Borgarverk
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Borgarverk að Víkurheiði 6.
Starfsleyfisumsóknin er vegna breytingar á húsnæði.
Umsögn frestað það til úttekt hefur farið fram.

Frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica