Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 107

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
04.03.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2102425 - Umsögn - frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð)
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 24. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.pdf
2. 2103011 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5-1998, með síðari breytingum (kosningaaldur)
Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 2. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5-1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.pdf
3. 1811024 - Umsókn um stofnframlag til viðbótar vegna fjölgunar íbúða að Heiðarstekk
Umsókn Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til viðbótar vegna fjölgunar leiguíbúða um tvær íbúðir.

Í hönnunarferlinu fyrir húsin við Heiðarstekk kom í ljós að það var hægt að fjölga íbúðum um tvær, úr 26 í 28.
Bjarg hefur sent inn umsókn til HMS vegna þessara viðbótaríbúða.
Það bættust við 2 stk af 5 herbergja íbúðum en stofnframlag Árborgar vegna þeirra yrði um 10,6 millj.


Meðfylgjandi er umsóknin en samhliða er sótt um stofnframlag vegna þessara tveggja íbúða til Árborgar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði umsókn Bjargs um aukið stofnframlag vegna tveggja viðbótaríbúða. Jafnframt felur bæjarráð fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna útgjaldanna, að upphæð 10,6 m.kr, til að leggja fyrir bæjarstjórn. Einnig fer bæjarráð fram á að lagt verði fyrir bæjarstjórn minnisblað um heimildir sveitarfélagsins til að setja skilyrði um endurgreiðslu stofnframlags að lokinni uppgreiðslu lána vegna húsnæðisins.
Minnisblað Bjarg íbúðafélag 2021.pdf
4. 2102349 - Deilskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi
Tillaga frá 62. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. febrúar sl., liður 5. Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi.

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina íbúðarlóð fyrir nýjan íbúðarkjarna á Selfossi, þar sem gert er ráð fyrir 6-9 íbúðum á vegum Bergrisans / Ás styrktarfélags. Staðsetning íbúðarkjarnans við Nauthaga hefur verið valin með þær forsendur í huga, sem eru m.a.
aðgengi, nálægð við þjónustu og útivistarsvæði, gott aðgengi o.fl.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að deiliskipulagslýsing yrði kynnt fyrir almenningi og óskað umsagna umsagnaraðila í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagslýsingin verði auglýst.
Nauthagi-sambyli-skipulagslysing-01-TIL-YFIRLESTRAR.pdf
5. 2103002 - Áskorun HRFÍ um styrkveitingar til kaupa á leiðsöguhundum
Áskorun frá Hundaræktarfélagi Íslands um styrkveitingar til kaupa á leiðsöguhundum.
Lagt fram til kynningar.
Áskorun HRFÍ FÁH.pdf
6. 2103005 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Eyrarbraut 21 á Stokkseyri
Beiðni Örnu Mathiesen, kt. 190465-5869 og Eyjólfs Kjalar Emilssonar, 251153-3619 um vilyrði fyrir lóðinni Eyrarbraut 21 á Stokkseyri, dags. 1. febrúar 2021.
Í ljósi þess að verið er vinna endurskoðun á heildarskipulag svæðisins er erindinu hafnað.
Beiðni um vilyrði fyrir Eyrarbraut 21.pdf
7. 2103010 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - á viðræðum um bílastæðahús í miðbæ Selfoss
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um viðræður um bílastæðahús í miðbæ Selfoss.
Óformlegar viðræður hafa átt sér stað við Sigtún þróunfélag um aðkomu sveitarfélagsins að bílastæðahúsi miðsvæðis á Selfossi, með þeim hætti að stofnaður verði bílastæðasjóður og bílastæðin verði gjaldskyld. Bæjarráð óskar eftir tilboði frá Sigtúni þróunarfélag um kaup eða leigu þannig að leggja megi mat á hugsanlega skuldbindingu sveitarfélagsins vegna aðkomu þess.
Fyrirspurn á viðræðum um bílastæðahús í miðbæ Selfoss.pdf
Fundargerðir
8. 2102014F - Skipulags og byggingarnefnd - 62
62. fundur haldinn 24. febrúar.
9. 2102027F - Eigna- og veitunefnd - 40
40. fundur haldinn 24. febrúar.
Fundargerðir til kynningar
10. 2102216 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu 2021
20. fundur, aukafundur 20. janúar.
Aukafundur Héraðsnefndar 20. fundur 20.janúar 2021.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica