Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 141

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.03.2022 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203042 - Umsögn - um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.
Tillaga frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. mars, þar sem óskað var eftir tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál..pdf
2. 2203087 - Umsögn - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.
Erindi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 7. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál..pdf
3. 2203047 - Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. febrúar, um hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021.
Lagt fram til kynningar.
Hækkun lífeyrisskuldbindinga 2021.pdf
4. 2203051 - Áskorun til sveitarfélaga - frumvarp um Suðurnesjalínu 2
Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga, dags. 2. mars, vegna frumvarps til laga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi til lagningar Suðurnesjalínu 2.
Lagt fram til kynningar.
Bókun bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga Suðurnesjalína 2 áskorun til sveitarfélaga.pdf
5. 2111321 - Greining - þjónustuveiting og tilkostnaður í móttöku og aðlögun barna flóttafólks í skóla og frístundastarfi
Í febrúar 2021 undirritaði Sveitarfélagið Árborg, ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum, þjónustusamning við félags- og barnamálaráðuneytið um móttöku, aðstoð og þjónustu við hóp flóttafólks. Í þeim samningi er sérstaklega fjallað um hlutverk velferðarþjónustu og kostnað sem þjónustunni fylgir fyrir sveitarfélögin. Í þeim samningum var hinsvegar ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni vegna menntunar- og frístundastarfs líkt og gert var í fyrri samningum um móttöku kvótaflóttafólks.
Sveitarfélögin kalla nú eftir því að nýir samningar við sveitarfélögin um samræmda móttöku innihaldi sérstakar greiðslur vegna skólaþjónustu, frístunda-, félags- og tómstundarþáttöku barna með flóttabakgrunn svo að sveitarfélögunum sé gert kleift að stuðla að farsælum uppvexti þeirra og jafnframt farsælli aðlögun og inngildingu barnanna að íslensku menntakerfi og samfélagi.

Bæjarráð Árborgar óskar eftir því við Alþingi og ríkisstjórn að nýir samningar við sveitarfélögin um samræmda móttöku innihaldi sérstakar greiðslur vegna skólaþjónustu, frístunda-, félags- og tómstundarþáttöku barna með flóttabakgrunn svo að sveitarfélögunum sé gert kleift að stuðla að farsælum uppvexti þeirra og jafnframt farsælli aðlögun og inngildingu barnanna að íslensku menntakerfi og samfélagi.
Samræmd móttaka flóttafólks og menntun barna á leik- og grunnskóla.pdf
6. 2201055 - Samráðsgátt - breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138 2011
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 4. mars, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga.pdf
7. 2203075 - Stefna og aðgerðaráætlun í málefnum sveitarfélaga
Kynning frá innviðaráðuneytinu um stefnu og aðgerðaráætlun í málefnum sveitarfélaga - Ellefu skref inn í framtíðina.
Lagt fram til kynningar.
Stefna og aðgerðaráætlun 11 skref 21 01 2022.pdf
8. 2203089 - Aðalfundur Samorku 2022
Fundarboð á aðalfund Samorku 2022. Fulltrúi Árborgar í stjórn Samorku er Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum, og hefur sú tenging skipt sveitarfélagið miklu máli.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundur Samorku 2022.pdf
12. 2202205 - Húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Verkefnistillaga RR Ráðgjöf. \Markmið samráðs \Markmiðið með samráðinu er að gefa íbúum, notendum þjónustunnar og starfsmönnum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum um málefni skólans á framfæri og leita eftir hugmyndum þeirra að lausn þess vanda sem uppi er. Lagt er til að samráðið verði í þremur liðum, þ.e. opið samráð við íbúa, samráð við nemendur og forráðamenn og samráð við starfsfólk.
Efnið frá samráðsfundum nýtist stjórnendum og bæjarstjórn við mótun stefnu í húsnæðismálum skólans og ákvörðunartöku um aðgerðir. \Skipulag verkefnisins \Verkefnishópur \Skipaður er verkefnishópur verkkaupa til að vinna að nánari mótun samráðsfunda og undirbúningi með ráðgjöfum. Stjórnun verkefnisins er í höndum ráðgjafa. \Undirbúningsfundir verkefnishóps \Haldnir eru undirbúningsfundir með verkefnishópi þar sem samráðsfundir eru skipulagðir. Verkefnishópurinn tekur ákvarðanir um tímasetningu funda, kynningu í upphafi funda, orðalag spurninga o.þ.h. \Samráðsfundir \Gert er ráð fyrir þremur samráðsfundum, þ.e. opnum íbúafundi þann 8. mars 2022, samráðsfundi með nemendum og forráðamönnum og samráðsfundi með starfsmönnum.
Í upphafi fundar verður staða mála kynnt og farið yfir þær tímabundnu lausnir sem unnið er að. Þá verður farið yfir ástand húsnæðis skólans á grundvelli úttektar. Að kynningu lokinni eru umræður í hópum þar sem framtíðarlausnir eru ræddar. Gert er ráð fyrir að hver fundur taki 2,5 klst.
Á fundunum skrifa ritarar niður þau sjónarmið og tillögur sem fram koma í umræðunum. Að auki verður þátttakendum boðið að senda inn ábendingar, athugasemdir og tillögur með rafrænum hætti. Að fundi loknum þarf að vinna úr þeim upplýsingum sem koma fram. \Lagt er til að verkefnishópinn, af hálfu Svf. Árborgar, skipi bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Arna Ír Gunnarsdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Brynhildur Jónsdóttir.

Bæjarráð samþykkir tilhögun verkefnis. Verkefnishópinn skipi bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Arna Ír Gunnarsdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Brynhildur Jónsdóttir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna fjárheimildir fyrir verkefninu.
Fundargerðir
9. 2202031F - Eigna- og veitunefnd - 60
60. fundur haldinn 2. mars.
Fundargerðir til kynningar
10. 2203055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2022
216. fundur haldinn 25. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
216_fundur_fundargerd.pdf
11. 2201197 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2022
37. fundur haldinn 1. mars.
Lagt fram til kynningar.
37. stjórnarfundur Bergrisans bs .pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica