Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 112

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
29.04.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Bæjarráð ákvað að tekið yrði á dagskrá ósk Fuglaverndar um bann við eggjatínslu vestan við Eyrarbakka.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 21043032 - Umsögn - frumvarp til laga umhverfismat framkvæmda og áætlana
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál.
Lagt fram til kynningar
Umsögn - frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.pdf
2. 21043029 - Umsögn - frumvarp til laga um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.pdf
3. 21043031 - Umsögn - frumvarp til laga grunnskóla og framhaldsskóla, fagráð eineltismála
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.pdf
4. 21043028 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48-2011, málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr.48-2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.pdf
5. 21043033 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald, 708. mál.pdf
6. 21042803 - Umsögn - frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nikótínvörur
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.pdf
7. 21044046 - Umsögn - frumvarp til laga um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 21. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.pdf
8. 21043817 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra
Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 21. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingarskyldu þeirra (nr. 162-2006), 668. mál.pdf
9. 21043027 - Umsögn - frumvarp til laga um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.pdf
10. 21043030 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála, öflun sakavottorðs
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.pdf
11. 21044135 - Umsögn - frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 23. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð, 702. mál.pdf
12. 2005206 - Upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga vegna Covid-19
Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 13. apríl 2021 varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
Til allra sveitarstjórna.pdf
13. 21041153 - Rekstur upplýsingamiðstöðvar á Selfossi
Rekstur upplýsingamiðstöðvar á Selfossi.

Minnisblað unnið af Braga Bjarnasyni, deildarstjóra frístunda- og menningardeildar og Ólafi Rafnari Ólafssyni, atvinnu-og viðburðarfulltrúa, um viðtöl við umsækjendur um rekstur upplýsingamiðstöðvar lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Pennann í framhaldi af auglýsingu um rekstur upplýsingamiðstöðvar. Tillaga að samningi verði lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
14. 21044178 - Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
13. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála, dags. 23. apríl 2021, í kjölfar Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
13. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 23.4.2021 - RA (002).pdf
15. 21043061 - Miðtún - Umsókn um framkvæmdaleyfi til nýtingar borholu
Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 22. Miðtún - umsókn um framkvæmdaleyfi til nýtingar borholu.

Jón Sæmundsson f.h. Selfossveitna bs. sækir um framkvæmdaleyfi vegna virkjunar á borholunni SE-35, lagfæringar á aðkomuvegi, framkvæmdir við borholuhús og tilheyrandi framkvæmdir vegna lagna, að og frá, fyrir væntanlega heitavatnsvinnsluholu Selfossveitna skv.
meðfylgjandi erindi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn yrði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Miðtúns 1, 3, 5, 7, 9, 9a, 11, 11a, 13, 15 og 17.

Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Miðtúns 1, 3, 5, 7, 9, 9a, 11, 11a, 13, 15 og 17.
C43.001.pdf
16. 21043665 - Byggingaráform - stækkun húsnæðis Austurvegi 42 yfir á Vallholt 15
Erindi frá Sigfúsi Kristinssyni byggingarmeistara, dags. 17. apríl, um stækkun húsnæðis að Austurvegi 42.
Þann 21. apríl sl. ályktaði skipulags- og byggingarnefnd um sama mál:
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun lóðarinnar Austurvegur 42. Nefndin samþykkir einnig að byggingarleyfisumsókn fyrir stækkun húsnæðis verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Austurvegar 40b, Valholts 11 og 13. Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd hefur þegar heimilað stækkun lóðarinnar Austurvegar 42 yfir á Vallholt 15 og þannig komið til móts við hluta af óskum bréfritara. Að öðru leyti er erindinu hafnað.
Fúsi - A42 Nettó.pdf
17. 21042952 - Framkvæmdaleyfisumsókn vegna niðurrifs - Hrísholt 9
Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 18. Framkvæmdaleyfisumsókn vegna niðurrifs - Hrísholt 9.

Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna niðurrifs á viðbyggingu að Hrísholti 9 Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að Eignadeild Árborgar yrði veitt framkvæmdaleyfi til niðurrifs viðbyggingar við Hrísholt 9.

Bæjarráð samþykkir framkvæmdarleyfi vegna niðurrifs á viðbyggingu að Hrísholti 9 Selfossi.
18. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
Rekstraryfirlit - 2ja mánaða uppgjör.
Bæjarráð óskar eftir að myndræn framsetning gagna verði nýtt til að varpa skýrara ljósi á frávikagreiningar og milliuppgjör í framtíðinni.
2 mánaða uppgjör - frávikagreining.pdf
19. 21044867 - Samningur um atvinnuhúsnæði - Tryggvaskáli
Samningur Sveitarfélagsins Árborgar við Tómas Þóroddsson um Tryggvaskála um leigu á Tryggvaskála.
Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög. Bæjarstjóra falið að undirrita samning þegar félag leigutaka hefur verið stofnað og nafn og kennitala liggur fyrir.
20. 21046798 - Eggjataka í nágrenni Friðlands við Flóa
Óseyrarnes, sunnan Eyrarbakkavegar og vestan Eyrarbakka, er varpland ýmissa fuglategunda, meðal annars hettumáfs, jaðrakans, tjalds og andfugla. Áhugi er fyrir því að Friðland í Flóa verði stækkað í náinni framtíð og nái yfir Óseyrarnes. Fuglavernd hefur vakið athygli á að gerðar eru út ferðir til að tína egg hettumáfs á svæðinu með skipulegum hætti.
Bæjarráð samþykkir bann við eggjatöku í Óseyrarnesi, sunnan Eyrarbakkavegar og vestan Eyrarbakka, nema með sérstöku leyfi landeiganda, sem er Sveitarfélagið Árborg.
Mannvirkja- og umhverfissviði er falið að setja upp skilti á svæðinu þannig að bannið komist skýrt til skila.
Fundargerðir
21. 2103027F - Eigna- og veitunefnd - 43
43. fundur haldinn 14. apríl.
22. 2104015F - Frístunda- og menningarnefnd - 22
22. fundur haldinn 20. apríl.
23. 2104013F - Fræðslunefnd - 32
32. fundur haldinn 21. apríl.
24. 2104003F - Skipulags og byggingarnefnd - 66
66. fundur haldinn 21. apríl.
25. 2104014F - Eigna- og veitunefnd - 44
44. fundur haldinn 21. apríl.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica