Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 23

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
05.01.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2212138 - Viðbrögð við skemmdarverkum á mannvirkjum sveitarfélagsins
Tillaga frá 6. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 13. desember, liður 4. Viðbrögð við skemmdarverkum á mannvirkjum sveitarfélagsins.
Borið hefur á aukningu á skemmdarverkum á íþróttamannvirkjum í eigum sveitarfélagsins. Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir viðbrögðum frá Árborg varðandi hvort sveitarfélagið vilji beita refsi- eða bókakröfuaðgerðum í þesskonar málum.
Nefndin lagði til við bæjarráð að skoða bótakröfurgerð í samskonar málum.

Bæjarráð felur mannvirkja- og umhverfissviði að koma með tillögu að verkferlum vegna skemmdarverka á mannvirkjum sveitarfélagsins.

2. 2212224 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 1162006 (orkuskipti), 537. mál.
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 16. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál. Umsagnafrestur er til 10. janúar.
Bæjarráð tekur undir álit lögfræðings sem telur að frumvarpið hafi ekki áhrif á hagsmuni bæjarfélagsins.
Þingskjal 679 -537. mál.pdf
Til umsagnar 537. mál frá nefndasviði Alþingis.pdf
3. 2212242 - Umsögn - frumvarp til lagaum breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79-1997 (aflvísir), 538. m mál.
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 16. desember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál. Umsagnafrestur er til 10. janúar.
Bæjarráð tekur undir álit lögfræðings sem telur að frumvarpið hafi ekki áhrif á hagsmuni bæjarfélagsins.
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 791997 (aflvísir), 538. mál..pdf
Þingskjal 680 - 538. mál. - Frumvarp til laga
um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79-1997 (aflvísir). -.pdf
4. 2212233 - Samstarf - opnun og rekstur opins leikskóla í Árborg
Erindi frá Félagasamtökunum Memm Play, dags. 16. desember, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um opnun og rekstur opins leikskóla á svæðinu.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til umfjöllunar í fræðslunefnd og félagsmálanefnd.
Opinn leikskóli Memmm Play í Árborg.pdf
5. 2212280 - Tækifærisleyfi - herrakvöld Karlakórs Selfoss í félagsheimili Karlakórs Selfoss Eyrarvegi 67
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 27. desember, þar sem óskað er eftir tækifærisleyfi til áfengisveitinga 13. janúar 2023 frá kl. 20:00 - 2:30 aðfaranótt 14. janúar vegna Herrakvölds Karlakórs Selfoss í Félagsheimili Karlakórs Selfoss, Eyravegi 67, Selfossi.
Umsækjandi er Karlakór Selfoss kt. 670779-0259.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að tækifærisleyfið verði veitt þann 13. janúar 2023 frá kl. 20:00 - 2:30 aðfaranótt 14. janúar vegna Herrakvölds Karlakórs Selfoss.
6. 2212308 - Ársskýrsla 2021 - Orkídea samstarfsverkefni
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.
Orkídea samstarfsverkefni um nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi.pdf
arsskyrsla-orkidea-2022-highres.pdf
7. 2301004 - Styrkbeiðni - utanlandsferð kórs ML til Ítalíu 2023
Erindi frá kór Menntaskólans á Laugarvatni, dags. 31. desember, þar sem óskað er eftir styrk vegna tónleikaferðar og halds á Ítalíu.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni.


Styrkbeiðni utanlandsferð kórs ML til Ítalíu 2023.pdf
8. 2301008 - Styrkbeiðni - íslensk leikin heimildarmynd - Draumar konur og brauð
Erindi frá Gant Rouge Films ehf, dags. 26. desember, þar sem óskað er eftir stuðningi við gerð bíómyndarinnar Draumar, Konur, Brauð.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni en bendir á Uppbyggingarsjóð SASS.
Ný íslensk bíómynd, Draumar, Konur og Brauð.pdf
Fundargerðir
9. 2212013F - Eigna- og veitunefnd - 11
11. fundur haldinn 13. desember.
10. 2212012F - Frístunda- og menningarnefnd - 6
6. fundur haldinn 13. desember.
11. 2212018F - Félagsmálanefnd - 7
7. fundur haldinn 20. desember.
12. 2212022F - Fræðslunefnd - 6
6. fundur haldinn 21. desember.
Fundargerðir til kynningar
13. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
588. fundur haldinn 26. október.
589. fundur haldinn 4. nóvember.
590. fundur haldinn 2. desember.

Lagt fram til kynningar.
589. fundur stj. SASS .pdf
590. fundur stj. SASS.pdf
588. fundur stj. SASS.pdf
14. 2209163 - Ársþing SASS 2022
Aðalfundur haldinn 27. - 28. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundar SASS 2022.pdf
15. 2211174 - Fundargerðir samráðshóps um uppbyggingu miðbæjar Selfoss
2. fundur haldinn 30. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Samráðshópur miðbær Selfoss 30.nóv´22 (1).pdf
16. 2201299 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2022
316. fundur haldinn 12. desember.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 12.12.2022 316. fundur.pdf
17. 2201237 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
916. fundur haldinn 14. desember.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 916 (3).pdf
18. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
22. fundur haldinn 22. nóvember.
23. fundur haldinn 15. desember.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 23.fundur.pdf
Fundargerð 22.fundur.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica