Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 47

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
27.04.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Klara Öfjörð Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar óskar forseti eftir því að varaforseti taki við stjórn fundarins.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203119 - Landamerki - Kaldaðarnes - Flóagaflstorfa
Beiðni eiganda Kaldaðarness, dags. 28. febrúar 2022, um breytingu á skráningu landamerkja milli Kaldaðarness og Flóagaflstorfunnar við endurskoðun aðalskipulags Árborgar.

Lagt er til að bæjarstjórn samþykki yfirlýsingu um landamerki Flóagaflstorfunnar og Kaldaðarness í samræmi við þær lýsingar sem fram koma í landamerkjabréfum jarðanna:

Landamerkjabréf Kaldaðarness nr. 127, dags. 26. maí 1886:
„ ... en frá Markhólnum ræður bein stefna Vestur í „Kálfhagaútgarð“, frá honum aptur sjónhending útyfir „Kálfhagaopnu“ þar sem skurðurinn skerst úr henni og allt vestur í miðja Ölvesá; þar sem téð sjónhending fellur yfir eyjuna er nú hlaðin „Markavarða“.
Frá ofangreindri Hábeinsstaðaborg ræður að Ölvesá sjónhending í bæinn Gljúfur í Ölveshreppi; síðan ræður Ölvesá allt fram að Flóagaflsmörkum. Í Ölvesá liggja nokkrir hólmar og eyjar sem tilheyra Kaldaðarnesi, skv. framanrituðum landamerkjum. ... “

Landamerkjabréf Flóagaflstorfunnar, dags. 3. júní 1886:
„ ... Úr Markhólnum ræður sjónhending út í „Kálfhagaútgarð“ og er þá stefnan frá téðum Markhól í Norðanverðan Meitil. Frá Kálfhaga-Útgarði ræður sjónhending yfir „Kálfhagaopnu“ þar sem skurðurinn skerst úr henni og ræður sama stefna fram í miðja Ölvesá. Frá greindri stefnu ræður Ölvesá fram að „Vörðu“ sem stendur við ána, þar sem Hallskostsengjar (í Flóagaflstorfunnar landi) mæta Einarshafnar-ítakinu(í Óserjarneslandi).“

Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista taka, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Forseti leggur til að málinu verði frestað og er sú tillaga borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Beiðni um draga rétt mörk milli Kaldaðarness og Flóagaflstorfu.pdf
merkjauppdráttur.pdf
2. 2203388 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss - stækkun World Class
Tillaga frá 145. fundi bæjarráðs frá 12. apríl, liður 2. Viðbygging við Sundhöll Selfoss - stækkun World Class

Erindi frá Kjartani Sigurbjartssyni f.h. Í Toppformi ehf, dags. 29. mars, þar em óskað var eftir formlegu samþykki meðeigenda að Tryggvagötu 15 (Sundhöll Selfoss) á breytingum á 2. hæð húsnæðisins.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að erindi um breytingar á 2. hæð Sundhallar Selfoss yrði samþykkt.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Helgi S. Haraldsson, B-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil hvetja bæjaryfirvöld til að taka upp viðræður við eigendur World Class um það hvort þarna gætu skapast möguleikar til að sveitarfélagið fengi leigða aðstöðu eða nýtt með öðrum hætti til afnota fyrir taekwando og júdó deildina sem eru á ákveðnum hrakhólum með húsnæði.
WC_Selfossi_ Ósk um samþykki meðeiganda.pdf
Stækkun WC Selfossi_29.03.2022.pdf
3. 2204005 - Beiðni um veitingu stofnframlags
Tillaga frá 145. fundi bæjarráðs frá 12. apríl, liður 9. Beiðni um veitingu stofnframlags

Beiðni frá Bergrisanum bs., dags. 1. apríl, um samþykki sveitarfélagsins fyrir veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðarkjarna við Nauthaga 2 á Selfossi.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðakjarna við Nauthaga 2.

Vakin er athygli á að í bókun bæjarráðs var ranglega vísað til dagsetningarinnar 1. apríl en beiðnin frá Bergrisanum bs. var raunverulega dagsett 8. apríl.

Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls

Í beiðninni er farið fram á 12% stofnframlag sveitarfélags vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Nauthaga 2 í formi lækkunar eða niðurfellingar á gjöldum ásamt beinu fjárframlagi.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðakjarna við Nauthaga 2.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Beiðni um stofnframlag vegna Nauthaga 2 8. apríl.pdf
4. 2202205 - Húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Undirskriftarlistar, dags. 11. apríl frá aðgerðarteymi um skólamál á Eyrarbakka, þar sem farið var fram á að bráðabirgðastarfsstöð barnaskólans verði á Eyrarbakka auk þess að fullbúinn skóli rísi á Eyrarbakka eins fljótt og auðið er.
Lagt fram til kynningar.
Undirskriftarlisti fyrir hönd aðgerðarteymis um skólamál á Eyrarbakka.pdf
5. 2201102 - Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Tillaga frá 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. apríl sl. liður 1. Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 16. febrúar 2022 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu að Engjalandi 2 og 4 Selfossi. Breytingin fól í sér hækkun húsa um eina hæð þannig að heimilt yrði að byggja 4. hæða hús í stað 3. hæða á lóðunum. Einnig var óskað eftir fjölgun íbúða á hvorri lóð um 2 íbúðir. Megin ástæða hækkunar var að gert yrði ráð fyrir að koma fyrir bílageymslum á hluta af 1. hæð húsanna.
Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 23. febrúar 2022, til og með 13. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Nú var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi eftir að auglýsingatíma lauk. Í breytingu eftir auglýsingu fólst að gert var ráð fyrir bílakjallara undir húsin.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti óverulega breytingu eftir að auglýsingartíma lauk, og taldi nefndin breytinguna til verulegra bóta.
Nefndin taldi ekki nauðsynlegt að auglýsa tillöguna að nýju þar sem um óverulega breytingu var að ræða.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti breytinguna og var skipulagsfulltrúa falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010, að lokinni staðfestingu bæjarstjórnar Árborgar.

Lagt var til við bæjarstjórn að staðfesta deiliskipulagsbreytingu - Engjaland 2-4.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Engjaland 2_4_ Breytt skipulag eftir auglýsingu.pdf
DSK. br. - Aðstöðumynd og greinargerð.pdf
6. 1902208 - Tillaga að deiliskipulagi - Vonarland
Tillaga frá 93. fundi skipulas- og byggingarnefndar, frá 20. apríl sl. liður 2. Tillaga að deiliskipulagi - Vonarland

Lögð var fram deiliskipulagstillaga fyrir Vonarland L192498 í Árborg.
Deiliskipulagstillagan tók til byggingar tveggja íbúðarhúsa, skemmu og gestahúss auk núverandi húsa. Landeigandi hafði undanfarin ár verið með nokkur frístundahús til útleigu og einnig tjaldsvæði. Stefnt var að frekari uppbyggingu og fastri búsetu með byggingu íbúðarhúss. Aðkoma að svæðinu er af Gaulverjabæjarvegi nr. 33 og Grundarvegi nr. 3145. Í
gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 er svæðið skilgreint sem frístundasvæði og landbúnaðarsvæði, en í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 er svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna til auglýsingar og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Vonarland. DSK. Greinargerð dags. 13.4.2022.pdf
Vonarland. DSK. Uppdráttur dags. 13.4.2022.pdf
7. 2204120 - Deiliskipulagsbreyting - Byggðarhorn
Tillaga af 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 20. apríl sl., liður 3. Deiliskipulagsbreyting - Byggðarhorn

Oddur Hermannson f.h. landeigenda, lagði fram til kynningar, tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða í Byggðarhorni, Árborg. Deiliskipulagið var upphaflega staðfest í B-deild Stjórnartíðinda nr. 482, 16. maí 2007 og hafa tvær deiliskipulagsbreytingar verið staðfestar síðan; þann 13.12.2007 og 12.05.2014. Áformuð breyting nú er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þar sem gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúðarbyggðar og landbúnaðar, svokallaðri búgarðabyggð. Breyting þessi stuðlar að áframhaldandi uppbyggingu íbúðarbyggðar í Byggðarhorni, með stórum íbúðarlóðum. Lóðarstærðir samræmast viðmiðum sem fram koma í aðalskipulagi Árborgar.
Deiliskipulagsbreytingin nær til sjö lóða, nr. 5, 9, 13, 15, 17, 19 og 50.
Lóðum 5, 9 og 13 er skipt upp í 3 lóðir og lóðum 15, 17 ,19 og 50 er skipt upp í 2 lóðir. Heimilt er að byggja eitt íbúðarhús á hverri lóð eftir breytingu. Fyrir breytingu var fjöldi íbúðarhúsa á þessum lóðum samtals
14 talsins en verður eftir breytingu 17 talsins og fjölgar því um 3 hús. Á öðrum lóðum haldast ákvæði óbreytt um fjölda íbúðarhúsa á hverri lóð.

Skipulags og byggingarnefnd taldi sig geta samþykkt breytinguna sem verulega breytingu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna til auglýsingar og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt skv. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og skuli því auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Byggðarhorn - DSK.br. dags. 20.4.2022.pdf
8. 2201312 - Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fatlaðra
Tillaga frá 32. fundi félagsmálanefndar frá 19. apríl sl., liður 2. Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fatlaðra

Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fyrir fatlaða í Sveitarfélaginu Árborg.

Félagsmálanefnd samþykkti endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu með breytingum á að ekki verði innheimt gjald fyrir börn, og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tekur til máls

Forseti leggur fram þá breytingartillögu að 8. grein verði færð til samræmis við það sem gildir hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og verði þá svohljóðandi:
Fargjöld notenda fyrir akstursþjónustu, þ.e. fyrir fasta ferð, tilfallandi ferð og aðra farþega, taka mið af hálfu almennu fargjaldi Strætó bs. hverju sinni. Ef ferð er ekki afbókuð með sólarhringsfyrirvara er sveitarfélaginu heimilt að innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá af notanda.

Breytingartillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Þá eru reglur um akstursþjónustu fyrir fatlaða með samþykktum breytingum bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.

Drög að reglum um ferðaþjónustu samþykkt af félagsmálanefnd.pdf
9. 2010150 - Heimsendur matur í Árborg
Tillaga af 32. fundi félagsmálanefndar frá 19. apríl sl., liður 3. Heimsendur matur í Árborg

Félagsmálanefnd samþykkti tillögu að breytingum á gjaldskrá og fyrirkomulagi á heimsendum og framreiddum mat í þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Grænumörk, málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
10. 1812045 - Viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 5. fundi Almannavarnarráðs frá 25. apríl, liður 1. Viðbragðsáætlun vegna samfélagslegra áfalla í Sveitarfélaginu Árborg

Almannavarnaráð Árborgar samþykkir framlögð drög að skipulagi vegna samfélagsröskunar. Skipulag Árborgar vegna samfélagsröskunar lýsir skipulagi og viðbrögðum vegna samfélagsröskunar s.s. náttúruhamfara, farsótta eða annarra viðburða sem krefjast viðbragða sveitarfélagsins, hvort sem um er að ræða almannavarnaástand eða viðburði sem einskorðast við nærsamfélagið.

Almannavarnaráð Árborgar lagði til að bæjarstjórn samþykki Skipulag vegna samfélagsröskunar. Jafnframt yrði samþykkt skipulagt kynnt opinberum aðilum svo fljótt sem auðið er.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Almannavarnarð Árborgar - Skipulag vegna samfélagsröskunar.pdf
11. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Kosning í kjörstjórnir
Kjördeild 1 Selfossi

Lagt er til að Berglind Sigurðardóttir verði aðalmaður í stað Írisar Böðvarsdóttur, og að Steinar Hermannsson verði varamaður í stað Guðmundar Sigmarssonar.

Kjördeild 2 Selfossi

Lagt er til að Grétar Páll Gunnarsson, verði aðalmaður í stað Sesselju Sumarrósar Sigurðardóttur og að Guðbjörg Svava Sigþórsdóttir verði varamaður í stað Grétars Páls, lagt er til að Dagbjört Sævarsdóttir verði varamaður í stað Ingveldar Guðjónsdóttur.

Kjördeild 3 Selfoss

Lagt er til að Kristjana Hallgrímsdóttir verði aðalmaður í stað Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og að Agnes Ýr Stefánsdóttir verði varamaður í stað Kristjönu.

Kjördeild 4 Selfossi

Lagt er til að Svava Júlía Jónsdóttir verði aðalmaður í stað Magnúsar J. Magnússonar og Björg Maggý Pétursdóttir verði varamaður í stað Svövu Júlíu og að Þorsteinn Tryggvi Másson verði varamaður í stað Þorgríms Óla Sigurðssonar.


Kjördeild 5 Eyrarbakka

Lagt er til að Íris Böðvarsdóttir verði aðalmaður í stað Lýðs Pálssonar að Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir verði aðalmaður í stað Maríu Gestsdóttur og að Vigdís Jónsdóttir verði aðalmaður í stað Birgis Edwalds.

Lagt er til að Víglundur Guðmundsson verði varamaður í stað Arnars Freys Ólafssonar, og að Guðmundur Magnússon verði varamaður í stað Arnrúnar Sigurmundsdóttur.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista víkur af fundi.
12. 2201175 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Viðauki nr. 3


Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Hlé gert á fundi kl. 18.40
Fundifram haldið kl. 18.43

Viðauki, nr. 3, við fjárhagsáætlun ársins 2022 er borin undir atkvæði og samþykktur með fjórum atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 3.pdf
Tómas Ellert Tómasson, M-lista kemur aftur inn á fundinn.
13. 2204214 - Ársreikningur 2021
Fyrri umræða.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri fylgir ársreikningi úr hlaði.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls

Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum að vísa umræðu um ársreikning 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn 11. maí nk.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta bæjarfulltrúa:

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 1790 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu að fjárhæð kr. 1184 m.kr.

Heildartekjur A og B hluta eru 12.640 m.kr. og heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta 12.582 m.kr.

Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er neikvæð um 2.145 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu upp á 1.446 m.kr.

Helstu ástæður þessa munar er að hækkun vísitölu var mun meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en slíkar hækkanir á vísitölu hafa gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu allra sem skulda. Þrátt fyrir áhrif hækkunar vísitölu þá hefur þó enn meiri áhrif á rekstrarniðurstöðuna sú ákvörðun tryggingastærðfræðinga og fjármálaráðuneytis að nú skuli með einskiptisfærslu færð til bókar breyting á lífeyrisskuldbindingu. Áhrif þeirrar aðgerðar hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga almennt og hér nemur sú breyting 583 m.kr. Það jákvæða er þó að hér er um einskiptis aðgerð að ræða sem ekki mun falla til á næstu árum.

Einnig má nefna að tekjur sveitarfélagsins úr jöfnunarsjóð sem hlutfall af heildartekjum hefur lækkað töluvert á milli ára á undanförnum árum. Ríkissjóður er ábyrgur fyrir því. Ýmsar lagasetningar Alþingis s.s. málefni fatlaðra og farsældarlögin valda nú sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti.

Ljóst er að kjarasamningar og ýmsar breytingar sem í þeim eru hafa haft mikil áhrif á rekstur sveitarfélaga sem erfitt var að sjá fyrir í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar.

Fjárfestingar á árinu 2021 voru miklar. Stekkjaskóli fór í byggingu, lokið var við Selfosshöllina og leikskólann Goðheima auk þess sem að gatnagerð er í gangi í Björkustykki svo nefndar séu nokkrar af helstu fjárfestingum.

Í árslok er hlutfall skulda af tekjum að frádregnum lífeyrisskuldbindingum sem falla til eftir 15 ár eða síðar, eða hið svokallaða skuldaviðmiðið 138,4%. Samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga má það ekki fara yfir 150%.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Klara Öfjörð, S-lista
Helgi S. Haraldsson, B-lista og
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista
Sveitarfélagið Árborg_Samantekinn ársreikningur 2021_fyrri umræða.pdf
Greinargerð með ársreikningi 2021.pdf
Fundargerðir
14. 2202028F - Skipulags og byggingarnefnd - 89
89. fundur haldinn 9. mars
15. 2202025F - Félagsmálanefnd - 31
31. fundur haldinn 7. mars
16. 2203028F - Frístunda- og menningarnefnd - 32
32. fundur haldinn 28. mars
17. 2203031F - Bæjarráð - 144
144. fundur haldinn 31. mars
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið nr. 2- Reglur um heimild til launaðs leyfis vegna íþróttastarfs.
Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 15- Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista- tíðni þrifa á fjölskylduklefa Sundhallar Selfoss.
18. 2203033F - Umhverfisnefnd - 21
21. fundur haldinn 5. apríl
19. 2203024F - Skipulags og byggingarnefnd - 92
92. fundur haldinn 6. apríl
20. 2204005F - Bæjarráð - 145
145. fundur haldinn 12. apríl
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tekur til máls undir lið nr. 1- Nafnabreyting á leikskólanum við ströndina.
21. 2204009F - Eigna- og veitunefnd - 62
62. fundur haldinn 13. apríl
22. 2204010F - Fræðslunefnd - 43
43. fundur haldinn 13. apríl
23. 2204003F - Félagsmálanefnd - 32
32. fundur haldinn 19. apríl
24. 2204004F - Skipulags og byggingarnefnd - 93
93. fundur haldinn 20. apríl
Ari B. Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri taka til máls undir lið nr. 9 - Uppbygging innviða-byggingarhæfi lóða.
25. 2204021F - Bæjarráð - 146
146. fundur haldinn 22. apríl
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica