Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 9

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
08.09.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Niðurstaða útboðs í 2. áfanga Stekkjaskóla.
Bæjarráð felur sviðstjóra að semja við lægstbjóðanda svo fremi að hann standist kröfur útboðsgagna.
Niðurstaða útboðs_Stekkjaskóli 2 áfangi alútboð.pdf
2. 2208032 - Minnisblað um skólaþjónustu Árborgar
Tillaga frá 2. fundi fræðslunefndar frá 25. ágúst sl. liður 1. Minnisblað um skólaþjónustu Árborgar.

Margrét Björk Brynhildardóttir, deildarstjóri skólaþjónustu, kynnti stöðuskýrslu um skólaþjónustu og minnisblað. Til að mæta mikilli þörf fyrir þjónustu var lagt til að bætt yrði við einu stöðugildi talmeinafræðings og einu stöðugildi kennsluráðgjafa/hegðunarráðgjafa hjá skólaþjónustu strax í ársbyrjun 2023.

Fræðslunefnd vísaði þessum tillögum til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023.

Bæjarráð vísar þessum tillögum til fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2023
3. 2106113 - Beiðni - óskað eftir tilnefningum í samráðsnefnd um samræmda móttöku flóttafólks
Bókun frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. ágúst, um ramma að samkomulagi um samræma móttöku flóttafólks, þar hvatti stjórnin sveitastjórnir til þess að kynna sér efni samkomulagsins og taka afstöðu til þess hvort sveitarfélögin gætu tekið þátt í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu hjá deildarstjóra félagsþjónustu og til umfjöllunar í félagsmálanefndar.
Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.pdf
4. 2203355 - Samkomulag um framkvæmd KIA gullhringsins í Árborg 2022-2024
Erindi frá Vegagerðinni, dags. 30. ágúst, þar sem að óskað var eftir afnotaleyfi fyrir hjólreiðakeppninni KIA Gullhringurinn á vegsvæðum Vegagerðarinnar í Sveitarfélaginu Árborg dagana 10. september frá kl. 15:00 til 21:00 og 11. september frá kl. 09:00 til 12:30.

Bæjarráð hafði áður veitt afnotaleyfi á 2. fundi en dagsetningu keppninnar var breytt.

Bæjarráð samþykkir að veita hjólreiðakeppninni KIA Gullhringurinn tilheyrandi afnot á vegsvæðum Vegagerðarinnar í Sveitarfélaginu Árborg dagana 10. september frá kl. 15:00 til 21:00 og 11. september frá kl. 09:00 til 12:30.
Afnotaleyfi fyrir hjólreiðakeppninni KIA Gullhringurinn á vegsvæðum Vegagerðarinnar-Sept.pdf
5. 2112006 - Breyting á skipulagi barnaverndar
Erindi til kynningar, frá Múlaþingi, dags. 26. ágúst, um stofnun umdæmisráðs á landsvísu.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari upplýsingum frá starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarráð leggur einnig til að máið fari til kynningar í félagsmálanefndar.
Bréf v. umdæmisráðs.pdf
6. 2209036 - Framfaravog sveitarfélaga 2022
Niðurstöður Framfaravogar sveitarfélaga 2022
Sjá skýrslu:
https://www.socialprogress.is/2022

Bæjarráð samþykkir að niðurstöður skýrslunnar verið rýndar áfram hjá Þróunarteymi Framfaravogar Sveitarfélagsins Árborgar og leggi í framhaldinu til hugmyndir að aðgerðum. Bæjarráð felur Bæjarstjóra að endurskipa í teymið og endurskoða erindisbréfið.
Fundargerðir
7. 2208020F - Skipulags og byggingarnefnd - 5
5. fundur haldinn 31. ágúst.
8. 2208010F - Félagsmálanefnd - 2
2. fundur haldinn 31. ágúst.
Fundargerðir til kynningar
9. 2203055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2022
220. fundur haldinn 26. ágúst
220_fundur_fundargerd.pdf
10. 2209043 - Fundir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2022 - 2026
1. fundur haldinn 1. september.
220901 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr. 1.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica