Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 35

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
28.04.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Þá óskar forseti eftir því að tekin verði á dagskrá, með afbrigðum, tillaga um að fundartíma bæjarstjórnar í maí verði flýtt.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2101333 - Umsókn um lögbýlisrétt - Hoftún 1
Tillaga frá 60. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 27. janúar sl., liður 5. Umsókn um lögbýlisrétt - Hoftún 2. Guðbergur Guðbergsson sótti fyrir hönd landeiganda um lögbýlisrétt á Hoftúni 2 - lnr. 230897.

Skipulags- og byggingarnefnd setti sig ekki upp á móti því að stofnað yrði lögbýli að Hoftúni 2, lnr. 230897. Nefndin lagði til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 1909188 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði
Tillaga frá 64. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. mars, liður 15. Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði.

Lagður fram nýr uppdráttur þar sem hefur verið tekið tillit til umsagna sem bárust.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Víkurheiði var auglýst frá 1. október 2020, með athugasemdafresti til og með 25. nóvember 2020. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá
lögboðnum umsagnaraðilum og hefur verið brugðist við þeim með óverulegri breytingu á auglýstri tillögu.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2839-100-DSK-001-V07 Víkurheiði eftir auglýsingu feb 2021.pdf
3. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga frá 64. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. mars, liður 14. Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu Árbakka.

Lögð voru fram skipulagsgögn þar sem búið var að taka tillit til umsagna sem bárust.
Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka var auglýst þann 19. ágúst 2020, með athugasemdafresti til og með 30. september 2020.
Einnig voru tillögurnar senda til umsagnar lögbundinna umsagnaraðila.
Alls bárust 2 athugasemdir og 7 umsagnir við tillögurnar. Gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunum í samræmi við innsendar athugasemdir og umsagnir. Yfirlit yfir innsendar umsagnir og athugasemdir og viðbrögð við þeim verða sendar þeim sem athugasemdir gerðu.
Varðandi athugasemd við tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem barst eftir að athugasemdafrestur rann út, verður því vísað til heildarendurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir, þar sem verður tekið tillit til þeirrar athugasemdar.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
1715-01-DEILISKIPULAGSBREYTING-03.pdf
1715-Greinargerð með deiliskipulagi-03.pdf
4. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.
Tillaga frá 64. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. mars, liður 17. Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.

Lögð fram ný tillaga af deiliskipulagi Hjalladælar Eyrarbakka.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að
deiliskipulagstillaga yrði samþykkt til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Hjalladæl-01_DSK-br-05-A2.pdf
5. 2103094 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Göngustígur
Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 1. Óveruleg breyting á deiliskipulagi - göngustígur.

Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Fosslands og varðar göngustíg milli Lækjarbakka og Starmóa. Erindið hefur verið grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til og með 7. apríl. Ein athugasemd barst við tillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd við grenndarkynningu. Athugasemdin snýr að breyttri legu göngustígar um opið svæði og lagst er gegn því að því verði raksað. Einnig tekur athugasemd yfir aukna umferð fólks um svæðið sem muni valda ónæði fyrir aðliggjandi húseigendur. Skipulagsnefnd fellst ekki á rökfærslur í athugasemd. Í þéttbýli eru lagðar gönguleiðir víðsvegar um íbúðarhverfi og ólíklegt er að umferð um gönguleiðir valdi ónæði fyrir íbúa. Með breyttri legu göngustígs og aðkomu frá Kjarrmóa og Starmóa er verið að auka möguleika íbúa til heilbrigðrar útivistar og góðra gönguleiðatenginga. Til að koma til móts við hluta af athugasemd, samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að lega göngustígs verði færð lítillega til austurs, nær miðju svæðisins.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi yrði samþykkt í samræmi við 43. gr.2 skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
gongustigur_DSK-br-2021-A1.pdf
6. 2101332 - Deiliskipulag - Austurbyggð II
Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 6. Deiliskipulag - Austurbyggð II.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Austurbyggðar II. Megináhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan svæðisins. Á
skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsalóðum.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að
deiliskipulagstillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr.3 skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir kynningu frá hönnuði skipulags á næsta fundi nefndarinnar.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8428-001-GRG-001-V05-Greinargerð-Austurbyggð_docx.pdf
8428-001-DSK-001-V09-A1L.pdf
7. 1910179 - Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.
Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 7. Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu var auglýst og var athugasemdafrestur til og með 10. mars 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögurnar, en umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum.
Í umsögn Umhverfisstofnunar kemur fram að stofnunin telji mikilvægt að það komi fram í tillögunni hvaða leiðir verði farnar til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum á vistgerðir og búsvæði fugla á svæðinu. Í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar hefur verið brugðist við ábendingu stofnunarinnar. Hestamannafélagið Sleipnir lýsir yfir áhyggjum sínum í umsögn um aðalskipulagsbreytinguna m.t.t framtíðar uppbygingu
hestamannafélagsins. Sveitarfélagið Árborg hefur nú þegar átt fundi með hestamannafélaginu. Ákveðið hefur verið að stofna vinnuhóp um framtíðarskipulag svæðisins og verður óskað eftir fulltrúa úr skipulagsnefnd Sleipnis til þátttöku í hópnum. Í umsögn Flóahrepps kemur fram að sveitarfélagið sé tilbúið til viðræðna um skilgreiningu svæðis fyrir hestamannafélagið austan Gaulverjabæjarvegar.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar samstarfsvilja Flóahrepps og óskar eftir frekara samráði. Skipulags- og byggingarnefnd skorar á Vegagerðina að hámarkshraði á Gaulverjabæjarvegi næst Selfossi verði lækkaður.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Greinargerd_Austurbyggð_ASK_breyting_.pdf
Austurbyggd_ibuasv_ASK_br__ask_01.pdf
Greinargerd_Austurbyggð_ASK_breyting_samth.pdf
Austurbyggd_ibuasv_ASK_br_samth_ask_01.pdf
8. 2101310 - Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss
Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 8. Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Selfoss var auglýst frá 24. febrúar 2021, með athugasemdafresti til og með 7. apríl 2021. Alls bárust sex athugasemdir við tillögun og 4 umsagnir lögboðinna umsagnaraðila.
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar athugasemdir og umsagnir vegna deiliskpulagsbreytingarinnar. Gerðar eru óverulegar
breytingar á tillögunni til að koma á móts við athugasemdir og umsagnir.
Skipulagsnefnd samþykkir skjalið "Umsagnir og athugasemdir" þar sem fjallað er um allar innkomnar athugasemdir og viðbrögð við þeim og verða svör við athugasemdum send þeim sem athugasemdir gerðu.

Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
1502-deiliskipulag-breyting A0.pdf
1502-Miðbær-Selfoss-Húsakönnun.pdf
1502-deiliskipulag-skýringaruppdráttur-breyting A1.pdf
1502-Greinargerð með deiliskipulagi-breyting.pdf
9. 2103365 - Starfsreglur Barnaverndarnefndar
Tillaga frá 110. fundi bæjarráðs, frá 8. apríl, liður 2. Starfsreglur Barnaverndarnefndar.

Tillaga frá 24. fundi félagsmálanefndar, frá 30. mars, liður 6. Starfsreglur Barnaverndarnefndar.

Félagsmálanefnd samþykkti starfsreglur og vísaði til bæjarráðs.
Heiða Ösp Kristjánsdóttir og Guðrún Svala Gísladóttir frá félagsþjónustu Fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið og kynntu starfsreglur Barnaverndar.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að reglurnar yrðu samþykktar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um verkaskiptingu milli félagsmálanefndar Árborgar og starfsmanna Barnaverndar Árborgar.pdf
10. 2103104 - Tillaga að heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð
Tillaga frá 110. fundi bæjarráðs, frá 8. apríl, liður 1. Tillaga að heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð.

Tillaga frá 24. fundi félagsmálanefndar, frá 30. mars, liður 5. Tillaga að heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð.

Félagsmálanefnd samþykkti samhljóða heildarendurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð hjá Sveitarfélaginu Árborg og vísaði þeim til bæjarráðs.
Heiða Ösp Kristjánsdóttir og Guðrún Svala Gísladóttir frá félagsþjónustu Fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið og kynntu breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að reglurnar yrðu samþykktar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tillögur lagðar fyrir félagsmálanefnd 30. mars 2021.pdf
11. 21041561 - Innritun leikskólabarna í Árborg
Tillaga frá 32. fundi fræðslunefndar, frá 21. apríl, liður 7. Innritun leikskólabarna í Árborg.

Minnisblað sviðsstjóra o.fl. frá 14. apríl 2021 til kynningar.

Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að laus pláss í Brimveri/Æskukoti og Álfheimum verði nýtt frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða pláss fyrir u.þ.b. 30 börn. Áætlaður kostnaður er um 29 milljónir króna sem kallar á viðauka við fjárhagsáætlun 2021. Þá verði fjórða deildin í Goðheimum opnuð um áramótin 2021/2022 og svo tvær deildir til viðbótar á árinu 2022. Þannig á að vera hægt að tryggja næg leikskólapláss í Árborg og gott betur fyrir þau börn sem eiga rétt á leikskólaplássi. Eins og fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra o.fl. er nú þegar búið að tryggja öllum börnum leikskólapláss sem eru fædd í mars 2020 og fyrr.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
12. 2103074 - Stækkun Svarfhólsvallar í 18 holu völl
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs, frá 15. apríl, liður 4. Stækkun Svarfhólsvallar í 18 holu völl.

Samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Golfklúbbs Selfoss.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að framlagður samningur yrði samþykktur og viðauki vegna hans.
Bæjarstjóra er falið að undirrita samninginn.

Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
13. 2103408 - Planitor - Vöktunarkerfi mála
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs, frá 15. apríl, liður 6. Planitor - vöktunarkerfi mála.

Tillaga frá 65. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 7. apríl, liður 15. Planitor - vöktunarkerfi mála.

Lagt var fram til kynningar tilboð í vöktunarkerfi mála. Íbúar geta með kerfi Planitor gerst áskrifendur að ákveðnum málum og fengið sendar upplýsingar þegar málsnúmer koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að gengið yrði til samninga við Planitor um vöktunarkerfi mála. Nefndin telur það til mikilla hagsbóta fyrir íbúa, umsóknaraðila og framkvæmdaaðila, að geta skráð sig sem áskrifendur á mál og þannig fylgst náið með afgreiðslu þeirra í gegnum ferli stjórnsýslunnar.

Bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga við Planitor um vöktunarkerfið. Kostnaður er áætlaður 1,5 m.kr. og mánaðarlegur kostnaður 40.900,-
Upptaka Planitor lausnarinnar er stórtskref í aukinni Íbúaþátttöku/íbúalýðræði. Þessi leið er einnig líkleg til að styrkja góða stjórnsýslu með mikilvægu aðhaldi íbúa.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista sitja hjá.
Planitor minnisblað.pdf
14. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Viðauki nr. 4

Málaflokkur 06 :
06-830-Íþrótta- og tómstundastyrkir :
- Samningur við Golfklúbb Selfoss um uppbyggingu á 18 holu golfvelli, samtals 15.000.000 kr.

Málaflokkur 21 :
21410 - Skrifstofa sveitarfélagsins
- RR ráðgjöf vegna hverfisráða, samtals 1.000.000 kr.
21450 - Upplýsingatæknideild
- Planitor - vöktunarkerfi mála, samtals 2.000.000 kr.
21520 - Vefur og kynningarmál
- Dagskráin - Árborgarsíða, samtals 1.000.000 kr.
Samtals kostnaðarauki 4.000.000 kr.


Ari Björn Thorarensen, D-lista tekur til máls.
Forseti leggur til breytingatillögu um að kostnaður vegna Planitor-vöktunarkerfi mála verði leiðréttur til samræmis við ákvörðun bæjarráðs frá 15. apríl sl.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista situr hjá.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari B. Thorarensen taka til máls.

Viðauki nr. 4 er borin undir atkvæði með áorðnum breytingum og samþykktur með 7 atkvæðum. Kjartan Björnsson, D-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista sitja hjá.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 4.pdf
15. 21044048 - Ársreikningur 2020
Fyrri umræða.
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri tók til máls og fór yfir helstu niðurstöður ársreiknings 2020.

Gert var hlé á fundi kl. 18.40.
Fundi fram haldið kl. 18.47.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls og leggur fram f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans eftirfarandi bókun:

Árið 2020 skók heiminn og hann skelfur enn. Ríkisstjórnir og stórfyrirtæki um allan heim hafa þurft að standa í lappirnar andspænis erfiðum og gjörbreyttum aðstæðum. Hið sama gildir um sveitarfélög á Íslandi, sem fengu það hlutverk að verja sína íbúa og sitt starfsfólk gegn heimsfaraldri og hugsanlegum efnahagsþrengingum.

Meirihluti bæjarstjórnar Árborgar er stoltur af að hafa fengið það hlutverk að leiða viðbrögð sveitarfélagsins á þessum erfiðu tímum, þegar æðruleysi gagnvart aðstæðum er eina leiðin sem í boði er. Á sama tíma hefur meirihlutinn áfram leitt sveitarfélagið í gegnum gríðarlega íbúafjölgun síðustu ára og haft forgöngu um það breytingarferli sem þetta hefur kallað á í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins.

Það er gæfa okkar að starfsfólk sveitarfélagsins hefur sýnt æðruleysi og unnið af röggsemi til að bregðast við síbreytilegum veruleika. Starfsfólk hefur haldið úti eins mikilli þjónustu og mögulegt hefur verið, oft við mikla óvissu um eigið öryggi. Það er á engan hallað þó framlínustarfsfólk okkar í leikskólum Árborgar sé nefnt sérstaklega. Leikskólastarfsfólk á í mjög nánum samskiptum við sína þjónustuþega, yfirleitt án mikilla varna, og hefur haldið úti kraftmiklu starfi í gegnum brimskafla heimsfaraldurs. Af þessum sökum hefur flest starfsfólk leikskóla búið meira og minna við þrúgandi óvissu undanfarið ár ? og slík óvissa reynir á.

Markmið meirihlutans í viðbrögðum við Covid-19 heimsfaraldrinum hefur allan tímann verið að styðja við og styrkja efnahag, samfélag og þjónustu í sveitarfélaginu. Þetta er sama leið og ríkisstjórnir Íslands og margra annarra þjóða hafa farið. Sveitarfélagið hefur axlað byrðar með ríkinu og má þar benda á gríðarlegan niðurskurð Jöfnunarsjóðsframlaga. Sveitarfélagið hefur einnig tekið á sig tekjulækkun og mikinn kostnaðarauka vegna sérstakra eigin aðgerða og utanaðkomandi aðstæðna. Óhætt er að segja að Sveitarfélagið Árborg hafi tekist á við félagsþjónustuverkefni Covid-19 af sérstökum krafti og m.a. starfað mjög náið með ráðuneytum að úrbótaverkefnum, slíkt gerist ekki nema fyrir einbeittan vilja.

Heimsfaraldur Covid-19 hefur af framangreindu leitt til hallaaukningar í ársreikningi upp á hartnær hálfan milljarð. Fjármagnsliðir hækka því til viðbótar verulega, vegna aukinnar verðbólgu og 10% árshækkunar launa, svo nemur 400 milljónum. Önnur sveitarfélög glímdu við sama verkefni og sést það víða með skýrum hætti í ársreikningum þeirra.

Halli á samstæðureikningi Sveitarfélagsins Árborgar árið 2020 er alls 578 milljónir króna. Hægt er að rekja að lágmarki 460 m.kr. til heimsfaraldurs Covid-19 og 200 m.kr. til óvenjulegrar hækkunar í fjármagnsliðum. Án ofangreindra áfalla hefði orðið afgangur af rekstri samstæðu Svf. Árborgar upp á nærri 100 milljónir króna. Það er því án eftirsjár sem meirihluti bæjarstjórnar leggur fram þennan ársreikning 2020, mitt í fjölgun og uppbyggingarferli á innviðum og fjölskylduþjónustu ? sem ekki á sér samjöfnuð. Við höfum á árinu 2020 gert það sem þurfti að gera, með hagsæld sveitarfélagsins og íbúa þess að leiðarljósi.

Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.

Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum að vísa umræðu um ársreikning 2020 til seinni umræðu í bæjarstjórn 12. maí nk.
Sveitarfélagið Árborg_ Samantekinn ársreikningur 2020_fyrri umræða.pdf
Sveitarfélagið Árborg._Ársreikningur A-hluta 2020_ fyrri umræða.pdf
Sveitarfélagið Árborg_Ársreikningur B-hluta 2020_fyrri umræða.pdf
Greinargerð með ársreikningi 2020.pdf
Sveitarfélagið Árborg_ Endurskoðunarskýrsla 2020.pdf
Yfirlit yfir viðauka 1-9 2020.pdf
16. 21041446 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2021
Forseti leggur til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði haldinn 12. maí næstkomandi, í stað 19. maí líkt og mælt er fyrir um í bæjarmálasamþykkt og að þarnæsti fundur verði haldinn 9. júní í stað 16. júní.


Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
17. 2102023F - Frístunda- og menningarnefnd - 20
20. fundur haldinn 8. mars.
18. 2102029F - Skipulags og byggingarnefnd - 63
63. fundur haldinn 10. mars.
19. 2103009F - Eigna- og veitunefnd - 41
41. fundur haldinn 10. mars.
Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls undir lið nr. 2- Eignasala Mundakotsskemma Eyrarbakka.
20. 2103008F - Fræðslunefnd - 31
31. fundur haldinn 10. mars.
21. 2103011F - Félagsmálanefnd - 23
23. fundur haldinn 10. mars.
22. 2103010F - Bæjarráð - 108
108. fundur haldinn 18. mars.
23. 2103022F - Bæjarráð - 109
109. fundur haldinn 25. mars.
24. 2103023F - Eigna- og veitunefnd - 42
42. fundur haldinn 24. mars.
25. 2103013F - Skipulags og byggingarnefnd - 64
64. fundur haldinn 24. mars.
26. 2103028F - Félagsmálanefnd - 24
24. fundur haldinn 30. mars.
27. 2103031F - Bæjarráð - 110
110. fundur haldinn 8. apríl.
28. 2103024F - Skipulags og byggingarnefnd - 65
65. fundur haldinn 7. apríl.
29. 2103030F - Umhverfisnefnd - 17
17. fundur haldinn 7. apríl.
30. 2103018F - Frístunda- og menningarnefnd - 21
21. fundur haldinn 12. apríl.
Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 8 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.
31. 2104007F - Bæjarráð - 111
111. fundur haldinn 15. apríl.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls undir lið nr. 11- Ljósleiðaravæðing í þéttbýli Árborgar.
Forseti gerir það að tillögu sinni að bókun bæjarráðs undir þessum lið verði lögð fram f.h. bæjarstjórnar og er það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Bókunin er svohljóðandi:

Bæjarráð harmar stöðu ljósleiðaramála á Stokkseyri og Eyrarbakka, þar sem búa um 1.200 íbúar. Staðan er orðin íbúum verulegt fótakefli nú þegar mikilvægi öflugra tenginga verður sífellt meira. Öflug nettenging er í dag orðin grunnforsenda þess að hægt sé að stunda fjarvinnu með góðu móti. Sveitarfélagið hefur verið með aðkomu að verkefninu Störf án staðsetningar, sem unnið er á grunni byggðaáætlunar, og er öflug nettenging lykilatriði í að það verkefni skili sem mestum árangri.
Bæjarráð hvetur fjarskiptafyrirtækin Gagnaveituna og Mílu til að taka verkefnið föstum tökum. Þessi fyrirtæki hafa lýst yfir vilja sínum til að takast sameiginlega á við verkefni ljósleiðaravæðingar.
Bæjarráð minnir í þessu sambandi á viljayfirlýsingu milli Svf. Árborgar og Gagnaveitunnar frá árinu 2018 þar sem lýst er þeirri fyrirætlun að ljúka ljósleiðaratengingum á Eyrarbakka og Stokkseyri á árinu 2021.
Bæjarráð Árborgar hvetur einnig ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála til þess að tryggja að ljósleiðaravæðing í þéttbýli um allt land verði forgangsmál. Víða um land virðast fjarskiptafyrirtæki draga lappirnar vegna efasemda um markaðsforsendur en það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að Fjarskiptasjóður ræki það hlutverk sitt að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta ef ætla má að fjarskiptafyrirtæki muni ekki ráðast í þau verkefni á markaðsforsendum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica