Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 114

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.05.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105560 - Umsögn - frumvarp til laga um fjöleignarhús
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 12. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um fjöleignarhús, 597. mál.pdf
2. 2105448 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. maí, þar sem sent var vinnuskjal með drögum að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
Lagt fram til kynningar.
Tilkynning um vinnuskjal með drögum að breytingum á frumvarpi til laga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags).pdf
frv_lágmarksíbúafjöldi_tc_drög.pdf
3. 2105543 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um barnvænt Ísland - framkvæmd barnasáttmála SÞ
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 12. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um varnvænt Íslands - framkvæmda barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.
Lagt fram til kynningar.
4. 2105523 - Rekstraraðili fyrir hjúkrunarheimili í Árborg
Erindi frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem óskað var eftir ákvörðun um hvort sveitarfélagið hyggist sjá um rekstur nýja hjúkrunarheimilisins eða muni fela öðrum aðila rekstur þess.
Sveitarfélagið Árborg hyggst ekki sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins en hvetur heilbrigðisráðuneytið til að flýta vali á rekstraraðila svo sem kostur er, enda styttist nú mjög í að hjúkrunarheimilið verði tilbúið.
5. 2102215 - Rekstrarleyfisumsögn - Ocean Beach Apartments
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. febrúar þar sem óskað var eftir umsögn um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki II, stærra gistiheimili að Kumbaravogi 5. Umsækjandi Welcome Iceland ehf.

Fulltrúar frá byggingafulltrúa Árborgar fóru 3. apríl sl. í rekstarleyfisskoðun og gerðu ekki athugasemdir við að veitt yrði leyfi í rekstrarflokki II.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi verði veitt.
Umsókn um rekstrarleyfi - Ocean Beach Apartments.pdf
6. 21044178 - Uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19
14. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála, dags. 6. maí 2021, í kjölfar Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 6.5.2021 - RA.pdf
7. 21046828 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Vegna tengingar við Austurbyggð
Tillaga frá 67. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 5. maí, liður 4. Framkvæmdaleyfisumsókn - vegna tengingar við Austurbyggð.

Gangaveita Reykjavíkur óskaði eftir framkvæmdaleyfi vegna tengingar hluta Austurbyggðar við ljósleiðarkerfi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna tengingar hluta Austurbyggðar við ljósleiðarakerfi.
GR Furugrund - Engjaland Selfoss.pdf
8. 2011246 - Umsókn um vilyrði fyrir lóð í Víkurheiði - lóðir I, J, K og L
Áður tekið fyrir á 96. fundi bæjarráðs, þann 3. desember, liður 5. Umsókn um vilyrði fyrir lóð í Víkurheiði - lóðir I, J, K og L.

Beiðni frá Byggingarfélaginu Hamri ehf, dags. 27. nóvember, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóðum nr. I, J, K og L að Víkurheiði Selfossi.




Bæjarráð hafnar vilyrðisumsókninni og bendir á að lóðirnar verða auglýstar lausar til umsóknar mjög fljótlega.
Beiðni um vilyrði Víkurheiði I,J, K og L.pdf
9. 2105015 - Afgreiðsla beiðna um rekstur rafskútuleigu í Árborg
Þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Citi Bikes um stöðvalausa hjólaleigu í Sveitarfélaginu Árborg.

Óskað var eftir staðfestingu á samningnum frá bæjarráði Árborgar.

Bæjarráð staðfestir framlagða samninga um rafhlaupahjól.
Þjónustusamningur við City Bikes og Gesthús.pdf
Minnisblað vegna leyfi fyrir rafhlaupahjól á Selfossi - Gesthús.pdf
10. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
Rekstaryfirlit jan-mars
Lagt fram til kynningar.
3 mánaða uppgjör - frávikagreining.pdf
Fjárh. - Adalbók, debet-kredit.pdf
Rekstraryfirlit deilda 01.01.21-31.03.21.pdf
Rekstraryfirlit málaflokka samanburður 01.01.21-31.03.21.pdf
11. 2105769 - KIA Gullhringurinn - umgjörð innan Árborgar
Samkomulag um styrkveitingu Sveitarfélagsins Árborga og KIA Gullhringsins
Afnotaleyfi vegna hjólreiðarkeppni KIA Gullhringsins á vegsvæðum Vegagerðarinnar.

Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag um samstarf vegna KIA Gullhringsins og tilheyrandi afnot af götum og göngu- og hjólastígum.
Afnotaleyfi vegna hjólreiðakeppni KIA Gullhringsins á vegsvæðum Vegagerðarinnar.pdf
Samkomulag um styrkveitingu vegna KIA Gullhringsins sem er hluti Víkingamótanna.pdf
12. 2103201 - Tilboð um leigu á bílastæðahúsi við Eyraveg
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um að taka á dagskrá tilboð frá Sigtúni þrónunarfélagi um leigu eða kauprétt á bílastæðahúsi við Eyraveg. Áður á dagskrá bæjarráðs 18. mars sl.
Formaður bæjarráðs leggur til að frestað verði að taka afstöðu til málsins í ljósi þess að skýrsla VSÓ um greiningu á bílastæðaþörf í miðbæ Selfoss barst ekki fyrr en stuttu fyrir fund. Þar af leiðandi hefur bæjarfulltrúum ekki gefist kostur á að kynna sér efni hennar.
Tillögu formanns var felld með 2 atkvæðum gegn 1.

Gunnar Egilsson, D-lista, leggur til að tilboð Sigtúns um leigu eða kauprétt að bílastæðahúsi verði samþykkt og tilsvarandi viðauki lagður fyrir bæjarstjórn.

Tillaga Gunnars Egilssonar samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Eggerts V. Guðmundssonar, S-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður furðar sig á því að bæjarfulltrúar D og M lista séu tilbúnir til að skuldbinda sveitarfélagið um hundruðir milljóna á sama tíma og oddviti D-listans og félagar hans hafa lýst yfir þungum áhyggjum, í fjölmiðlum, af fjárhagslegri stöðu sveitarfélagsins, rekstrarniðurstöðu sem er tilkomin vegna uppbyggingar grunninnviða og kostnaðar vegna aukinnar þjónustu við þann fjölda fólks sem flutt hefur búferlum til sveitarfélagsins. Þátttaka í verkefninu sem hér um ræðir snýr hvorki að uppbyggingu innviða né styrkingu á þjónustu sveitarfélagsins. Auk þess er fjárfestingin hvorki á áætlun þessa né næsta árs, né 3ja ára fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaður hefur miklar áhyggjur af aukinni bílastæðaþörf og þeim bílastæðavanda sem er í uppsiglingu á Selfossi með tilkomu þeirrar auknu starfsemi sem fyrirhuguð er eða er komin af stað í og við miðbæ Selfoss. Það er mitt mat eftir mikla yfirlegu að sú starfsemi muni auka mjög aðsókn íbúa og gesta á miðbæjarsvæðið. Fyrir utan nýjan miðbæ að þá er sveitarfélagið í samstarfi við ríkið að fullgera menningarsalinn sem mun taka um 350 manns í sæti og því nauðsynlegt að bæta við bílastæðum eingöngu vegna þess verkefnis. Nú hefur sveitarfélaginu boðist að leigja eða kaupa bílastæði af einkaaðila sem mun mæta þeirri þörf að hluta. Það er mín skoðun að ekki sé hægt að hafna þessu tilboði í ljósi framangreinds.
13. 2105844 - Beiðni um að fá Stekkalandið leigt eða keypt.
Beiðni Emils Inga Haralssonar, dags. 16. maí, þar sem hann óskar eftir að fá Stekkjarlandið á leigu og mögulega til kaups síðar meir.
Landið hefur verið auglýst til sölu hjá Lögmönnum Suðurlandi og bendir bæjarráð viðkomandi á að hafa samband þangað.
14. 2105846 - Fyrirhuguð uppbygging á Litla-Hrauni
Að tillögu dómsmálaráðherra hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að stefna að fjármögnun endurnýjunar og uppbyggingar fangelsisins á Litla-Hrauni í fjármálaáætlun 2022-2026. Stefnt er að því að undirbúningur geti hafist nú þegar og að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2023.
Bæjarráð Svf Árborgar fagnar áformum dómsmálaráðherra um áframhaldandi uppbyggingu við fangelsið á Litla Hrauni. Lengi hefur verið ljóst að nauðsynlegt væri að ráðast í endurbætur á húsnæði og aðstöðu stofnunarinnar. Litla Hraun er stærsta fangelsi landsins og starfsemi þess er mikilvæg fyrir Svf Árborg.

Aðkallandi er að bæta úr aðbúnaði og vinnuaðstöðu og tryggja betur öryggismál þessarar þýðingamiklu starfsemi og bæta þannig vinnumhverfi starfsfólks stofnunarinnar og aðbúnað fanga.
Fundargerðir
15. 2104020F - Frístunda- og menningarnefnd - 23
23. fundur haldinn 10. maí.

15.1. 2103256 - Frístundamiðstöð - hönnun og framkvæmdir
Lagður fram samningur vegna verkstjórnar við hönnun frístundamiðstöðvar.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi samning.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning vegna verkstjórnar við hönnun frístundamiðstöðvar.
16. 2104023F - Skipulags og byggingarnefnd - 67
67. fundur haldinn 5. maí.
17. 2105002F - Eigna- og veitunefnd - 45
45. fundur haldinn 5. maí.
Fundargerðir til kynningar
18. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
569. fundur haldinn 7. maí.
Lagt fram til kynningar.
569. fundur stj. SASS.pdf
19. 2103236 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2021
20. fundur haldinn 3. maí.
Lagt fram til kynningar.
210503 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr 20.pdf
20. 2101335 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2021
199. fundur haldinn 10. maí.
Lagt fram til kynningar.
Fundur 199 - 10.5.2021.pdf
21. 2105520 - Fundargerðir almannavarna Árnessýslu 2021
Fundur framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu haldinn 22. mars.
Fundur framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu haldinn 14. maí.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð FAÁ 22.03.21.pdf
Fundargerð FAÁ 14.5.2021.pdf
22. 2105520 - Fundargerðir almannavarna Árnessýslu 2021
7. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu haldinn 22. mars.
Lagt fram til kynningar.
7. fundur AÁ 22.3.21.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica