Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslunefnd - 30

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
10.02.2021 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Klara Öfjörð Sigfúsdóttir varamaður, S-lista,
Gunnar Rafn Borgþórsson nefndarmaður, B-lista,
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson varaformaður, Á-lista,
Brynhildur Jónsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Kristín Eiríksdóttir fulltrúi leikskólastjóra,
Hilmar Björgvinsson fulltrúi skólastjóra,
Guðný Ósk Vilmundardóttir fulltrúi kennara,
Áslaug Halla Elvarsdóttir fulltrúi foreldra,
Soffía Guðrún Kjartansdóttir fulltrúi leikskólakennara,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla,
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2102029 - Fjölmenningarleg menntun í Árborg - handbók
Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu, kynnti handbók sem nýtist starfsfólki leik- og grunnskóla þegar tekið er á móti nemendum af erlendum uppruna. Fjölmenningarteymi Árborgar vann að gerð handbókarinnar en í því eru fulltrúar frá öllum skólum sveitarfélagsins, skólaþjónustu og félagsþjónustu. Á síðasta ári bættist fulltrúi frá FSu við teymið.

Fræðslunefnd þakkar teyminu fyrir flotta og faglega vinnu og samþykkir handbókina.
Þá lýsir fræðslunefnd yfir ánægju með flott samstarf við önnur sveitarfélög í tengslum við starf með börnum með fjölmenningarlegan bakgrunn.
2. 2003156 - Leikskóladagatal 2020-2021
Á 29. fundi fræðslunefndar var samþkkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar og óskað eftir að foreldraráð allra leikskólanna taki þetta til umfjöllunar og skili áliti fyrir fundinn.
Lagt til að sumarlokun leikskólanna hefjist 29. júní og leikskólarnir opni aftur mánudaginn 9. ágúst.

Samþykkt samhljóða.
3. 2101458 - Beiðni um endurskoðun úthlutunar námsgagna til nemenda
Fræðslunefnd þakkar erindið og vísar því til frekari umfjöllunar í bæjarráði og á samstarfsvettvangi skólastjóra.
Erindi til kynningar
4. 2102044 - Fjölmenningarvefur Árborgar
Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu, kynnti vefinn http://fjolmenning.arborg.is/ sem er gagnlegur fyrir alla aldurshópa á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
Að verkefninu stóðu auk Anetu þær Anna Katarzyna (Ania) Woźniczka, verkefnastjóri í málefnum flóttamanna og Hólmfríður Hákonardóttir, starfsmaður á UT-deild.
5. 2102041 - Nemendur með fjölmenningarlegan bakgrunn í Árborg - lykiltölur
Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu, kynnti lykiltölurnar.Veruleg fjölgun hefur verið á fjölda nemenda með fjölmenningarlegan bakgrunn í leik- og grunnskólum síðastliðin 4-5 ár. Nú eru samtals 270 börn með fjölmenningarlegan bakgrunn í skólum Árborgar.
6. 2102053 - Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna
Aneta Figlarska, kennsluráðgjafi í fjölmenningu, kynnti þetta stóra og mikilvæga samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga, þ.e. Árborgar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.
7. 2102083 - Skóladagatal 2021-2022
Fundargerð samstarfsfundar skólastjóra leik- og grunnskóla frá 5. febrúar 2021 til kynningar. Einnig sýnishorn af Excel formi sem skólarnir munu skila útfylltu á næsta fundi.
8. 2102082 - Leikskóladagatal 2021-2022
Fundargerð samstarfsfundar skólastjóra leik- og grunnskóla frá 5. febrúar 2021 til kynningar. Einnig sýnishorn af Excel formi sem skólarnir munu skila útfylltu á næsta fundi.
9. 2101352 - Samstarfsfundir um nemendafærslu o.fl. milli skóla á Selfossi
Fundargerð frá 19. janúar 2021 til kynningar.
Hilmar Björgvinsson, skólastjóri Stekkjaskóla, var boðinn velkominn til leiks. Hann sagðí frá undirbúningsvinnunni vegna hins nýja grunnskóla.
10. 2102047 - Kynningarbréf til foreldra barna sem fara í Stekkjaskóla
Til kynningar.
11. 2102095 - Afhending leikskólans Goðheima
Minnisblað sviðsstjóra til kynningar.

Sviðsstjóri lagði fram bókun: Á verkfundi í gær, 9. febrúar, kom eftirfarandi fram er varðar afhendingu á 1. áfanga: Þar sem ljóst er að rafmagnsheimtaug kemur ekki í hús fyrr en eftir þessa viku auk þess sem við erum á mörkum þess að vera innan fjöldatakmarkana út af sóttvörnum á vinnustað m.v. 1. skilaáfanga þar til honum er skilað, þá er lagt til að full skil á þeim áfanga, það er yngri deildir ásamt þjónustukjarna verði þriðjudaginn 23. febrúar n.k. Þetta er gert m.a. til að hindra að skörun á samgangi geti orðið milli starfsmanna verkkaupa og verktaka, ef deildum væri skilað fyrr, til að koma í veg fyrir aukna smithættu út af COVID 19. Hægt verður að koma með búnað á staðinn, ef þarf, frá og með mánudeginum, 15. febrúar n.k., í samráði við verktaka, Eykt ehf.
12. 2102048 - Samráðsfundir skólastjóra og sviðsstjóra
Til kynningar.
- Fundargerð frá 26. janúar 2021.
- Fundargerð frá 2. febrúar 2021.
13. 2101059 - Fundargerðir leikskólastjóra o.fl.
Fundargerð frá 2. febrúar 2021 til kynningar.
14. 2102092 - Foreldrabréf v. nýrra birtingarmyndar kynferðisofbeldis gegn ungmennum
Til kynningar.

Forvarnahópur Árborgar hefur hvatt foreldra til að ræða þessi mál við börnin sín sem hafa snjallsíma og aðgang að samfélagsmiðlum og um leið fylgjast vel með allri notkun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:41 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica