Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 98

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
17.12.2020 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir afbrigðum til að taka á dagskrá afsal vegna Austurvegar 69e og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2011091 - Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands 2021-2023
Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 5. nóvember, þar sem óskað var eftir að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur, sem svarar 430 krónum á hvern íbúa, óskað var eftir samningi til 3ja ára.
Bæjarráð samþykkir að samningurinn verði endurnýjaður til eins árs og gildi út árið 2021.
Ósk um endurnyjun samnings_ 2020_Sveitarfélagið Árborg.pdf
Áfangastaðastofa Suðurlands_minnisblað til ANR 2020.pdf
Ársreikningur Markaðsstofu Suðurlands 2019.pdf
Póstur - Markaðsstofa Suðurlands.pdf
2. 2009512 - Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. desember, um álit umboðsmanns barna um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.
Bæjarráð fagnar því að málið hafi verið tekið til umfjöllunar og frestar því að taka afstöðu til erindisbréfs ungmennaráðs þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
anna_201209-152755-30.pdf
3. 2012125 - Innanbæjarstrætó í Árborg frá 1.janúar 2021
Minnisblað hóps um endurskoðun á tímatöflu fyrir leið 75 innan Árborgar.
Bæjarráð samþykkir að Svf. Árborg muni vinna þetta mál áfram á eigin vegum og felur deildarstjóra frístund- og menningardeildar að vinna málið áfram.
Minnisblað vegna breytinga á innanbæjarstrætó frá 1.jan´21.pdf
4. 2012124 - Umsögn - frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 11. desember, þar sem óskað var eftir umsögum um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Bæjarráð frestar því til næsta reglulega fundar að taka endanlega afstöðu til frumvarpsins.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mál 369.pdf
5. 2012130 - Beiðni um samstarf á milli kynslóða
Erindi frá Bergþóru Haralds Eiðsdóttur þar sem hún óskaði eftir samstarfi við sveitarfélagið um að brúa bilið milli leikskólabarna og aldraðra.
Bæjarráð telur erindið mjög áhugavert og vísar því til umfjöllunar í fræðslunefnd.
Beiðni um samstarf milli kynslóða.pdf
6. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkustykki
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um upplýsingar um kostnað vegna alútboðs á nýjum skóla og kostnað við sparnaðartillögur, áður á dagskrá á 97. fundar.
Lögð fram þau svör sem þegar liggja fyrir vegna fyrirspurnarinnar. Frekari svör verða lögð fram þegar þau liggja fyrir.
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrú D-lista um sparnaðartillögur Stekkjarskóla.pdf
7. 2003156 - Kostnaðurinn af fríi í leikskólum 28. 29. og 30. desember
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um kostnaðinn af fríi í leikskólum 28. 29. og 30. desember og starfsmönnum sveitarfélagsins.
Lagt fram minnisblað um kostnað vegna jólalokunar leikskóla 2020.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um kostnað.pdf
Kostnaður vegna frídaga leikskóla jólin 2020 (002).pdf
8. 2012011 - Frjálsíþróttaaðstaða, nýframkvæmdir og viðhald eldri mannvirkja - Þjóðarleikvangur
Erindi frá FRÍ, dags. 1. desember, þar sem sveitarfélagið var hvatt til áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum.
Bæjarráð fagnar hvatningunni enda hefur það ekki látið sitt eftir liggja og er í gríðarmiklum framkvæmdum vegna íþróttamannvirkja.
ARBORG_FRI.pdf
9. 2012145 - Byggðarhorn 54 - umsögn vegna umsóknar um héraðsveg
Erindi frá Vegagerðinni, dags. 15. desember, um umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Byggðarhorn 54, Árborg.
Lagt fram til kynningar.
2020-12-15_102095.pdf
10. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Erindi frá SASS, dags. 20 nóvember, þar sem óskað var eftir afgreiðslu sveitarfélagsins á minnisblaði um að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Taka þarf afstöðu til eftirfarandi:
- að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.
- að skipting kostnaðar sveitarfélaganna byggi á töflu sem fram kemur í minnisblaðinu.
- að framkomnar starfsreglur liggi til grunvallar
- staðfesting á skipan tveggja kjörinna aðalmanna og tveggja kjörinna varamanna í starfshópinn
- samþykki á að ráðgjafar EFLU leiði vinni við gerð svæðisskipulagsins

Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
Minnisblað 19 11 2020.pdf
Svæðisskipulag Suðurhálendis - starfsreglur nov20.pdf
Fundargerð 4. fundur.pdf
11. 2012154 - Afsal - lóðin Austurvegur 69E
Afsal af lóðinni Austurvegur 69E landnr. 229186.
Bæjarráð samþykkir afsal vegna Austurvegar 69E, landnr. 229186.
12. 2003232 - Fundartími bæjarráðs 2020
Fundartími bæjarráðs yfir hátíðir
Næsti reglulegi fundur bæjarráðs verður haldinn 7. janúar. Komi til þess að taka þurfi mál til afgreiðslu fyrir áramót mun bæjarráð halda fund 30. desember í fjarfundi.
Fundargerðir
13. 2012002F - Eigna- og veitunefnd - 36
36. fundur haldinn 9. desember.
14. 2012003F - Fræðslunefnd - 28
28. fundur haldinn 9. desember.
15. 2012008F - Frístunda- og menningarnefnd - 16
16. fundur haldinn 14. desember.
16. 2012006F - Félagsmálanefnd - 21
21. fundur haldinn 14. desember.
Fundargerðir til kynningar
17. 2002055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2020
Aðalfundur haldinn 30. október.
Fundargerð aðalfundar HSL 2020.pdf
18. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
Aðalfundur haldinn 29. og 30. október.
Fundargerð aðalfundar SASS 2020.pdf
19. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
892. fundur haldinn 11. desember.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 892.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica