Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 113

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
06.05.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Bæjarráðsfulltrúar samþykktu í upphafi fundar að tekin yrði á dagskrá kynning á námskeiði um ársreikningar sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra fyrir sveitarstjórnarmenn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 21041446 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2021
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði haldinn þann 20. maí þar næsta fasta fundardag bæjarráðs ber upp á uppstigningardag.
2. 21045081 - Umsögn - frumvarp til laga um fjöleignarhús, rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.pdf
3. 21045079 - Umsögn - frumvarp til laga um barnaverndarlög, barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 27. apríl, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.
Bæjarráð vísar því til fjölskyldusviðs Árborgar að skoða hvort ástæða er til að senda inn umsögn um málið.
Umsögn - frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.pdf
4. 2103256 - Frístundamiðstöð - hönnun og framkvæmdir
Erindisbréf starfshóps um frumhönnun frístundamiðstöðvar.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf starfshóps um frumhönnun frístundamiðstöðvar.
Erindisbréf starfshóps um frumhönnun frístundamiðstöðvar.pdf
5. 2105009 - Framtíð starfsmenntanáms garðyrkjunnar á Íslandi að Reykjum
Framtíð starfsmenntanáms garðyrkjunnar á Íslandi að Reykjum.

Tillaga að bókun bæjarráðs til umræðu

Sveitarfélagið Árborg leggur hart að menntamálaráðherra og ríkisstjórn Íslands að starfrækja Garðyrkjuskóla á Reykjum sem sérstaka menntastofnun með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Með því myndu stjórnvöld sýna myndugleik og framsýni í málefnum garðyrkju á Íslandi. Sérstaða garðyrkjunnar og tækifæri henni tengd krefjast þess. Krafa samtímans um styrkingu iðn- og starfsnáms hlýtur að vera ráðamönnum leiðarljós á þessari ögurstundu Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hvergi er betri jarðvegur en hjá fagfólki skólans á Reykjum til þess að byggja upp og efla starfsnám á sviði garðyrkju.
Suðurland á mikið undir garðyrkju sem er mikilvæg atvinnugrein á svæðinu og skapar fjölda starfa. Það er hinsvegar ekki bara Sunnlendingum, heldur þjóðinni allri, kappsmál að vel takist til að nýta tækifærin sem bjóðast til sjálfbærrar og vistvænnar matvælaframleiðslu á sviði garðyrkju. Garðyrkjuskólinn á Reykjum á aldarlanga sögu að baki og hefur alla burði til að vera áfram hornsteinn íslenskrar garðyrkju. Þar er eðlilegur og raunhæfur vettvangur starfsnáms sem leiðir saman bóklegt nám og áþreifanleg raundæmi á staðnum, eins og verið hefur síðustu áttatíu árin.
Ríkar ástæður liggja til þess að auka við aðstöðuna á Reykjum og hættuspil að draga úr henni. Kraftmikil starfsmenntastofnun á Reykjum verður mikilvægur aðili í þróun starfstengds náms á háskólastigi, í samstarfi við háskóla og atvinnuvegi á Íslandi, líkt og kallað hefur verið eftir. Svo vitnað sé í skýrslu verkefnishóps mennta- og menningarmálaráðuneytisins um fagháskólanám, frá árinu 2016: „Hér á landi hefur krafan um aukið samstarf atvinnulífs, stofnana á framhaldsskólastigi og háskóla um starfstengt nám á háskólastigi farið vaxandi á undanförnum árum.“
Það er mikilvægt að garðyrkjan eigi vettvang til ofangreindrar þróunar í sterkum Garðyrkjuskóla á Reykjum og yrði til framdráttar starfstengdu námi á framhalds- og háskólastigi. Sú tilraun að fella starfsnámið á Reykjum inn í almennan fjölbrautarskóla er áhættusöm og miklar líkur eru á vondri niðurstöðu með óásættanlegri afturför. Engar líkur eru á að FSU geti lagt þá ofuráherslu á garðyrkjunámið sem nauðsynlegt er að gera, nú þegar garðyrkja og tengdar greinar eiga að vera í forgrunni þjóðmálaumræðu vegna sjálfbærnimarkmiða og loftlagsmála.
Á grunni sterkrar menntastofnunar í formi Garðyrkjuskólans á Reykjum mætti auðveldlega sjá fyrir sér í náinni framtíð, samhliða styrkingu garðyrkjunámsins, þróun námsbrauta á háskólastigi samhliða starfsnáminu. Slíkar námsbrautir má byggja upp og reka undir verndarvæng sterkra háskóla, líkt og gert hefur verið með frábærum árangri í samstarfi Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri um meistaranám á Ísafirði.
Með kraftmikilli stofnun á Reykjum eru góðar líkur á að sinna megi nýsköpunarverkefnum á sviði garðyrkju betur en áður hefur verið gert. Til þess þarf þó nauðsynlega að halda úti fullnægjandi aðstöðu. Góður vettvangur í þessa veru gæti t.d. orðið til brautargengis Orkídeu, nýstofnaðs samstarfsverkefnis Landsvirkjunar, ríkisins og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um nýsköpun.
Fjölgun háskóla á Íslandi hefur orðið undirstaða aukinnar fjölbreytni í háskólanámi á Íslandi síðustu 30 árin. Háskóli Íslands fékk verðuga keppinauta og heilbrigða samkeppni sem bætti árangur allra aðila. Fábreytni menntastofnana á Íslandi er ekki vegurinn til framþróunar og samdráttur í starfsnámi á sviði garðyrkju á Íslandi er alger tímaskekkja.
Bæjarráð Svf. Árborgar hvetur því mennta- og menningarmálaráðherra til að endurskoða hug sinn varðandi framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum og verja sérstöðu íslenskrar garðyrkju með því að aftur verði sérstök menntastofnun í garðyrkjunámi á Reykjum. Þá eru þingmenn kjördæmisins hvattir til að fylgja málinu til farsællar niðurstöðu.
Garðyrkjuskóli Íslands.pdf
6. 2105010 - Eftirlitsmyndavélar innan umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi.
Bréf frá lögreglustjóranum á Suðurlandi, dags. 9. apríl, með upplýsingum um eftirlitsmyndavélar innan umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi.
Einnig er minnisblað, dags. 5. mars, um áætlun á Suðurlandi lagt fram vegna þessa.

Bæjarráð fagnar átaki í fjölgun öryggismyndavéla en óskar eftir frekari upplýsingum þegar þær liggja fyrir, s.s. um fjölda myndavéla, tilhögun, kostnaðarskiptingu og hugsanlega þörf á vinnslusamningum m.t.t. persónuverndarlaga.
Útsent bréf-upplýsingagjöf til sveitarfélaga á Suðurlandi.pdf
Minnisblað ANPR vélar áætlun Suðurland.pdf
7. 2103005 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Eyrarbraut 21 á Stokkseyri
Beiðni frá Örnu Mathiesen og Eyjólfi Kjalar Emilssyni um vilyrði fyrir lóðunum Eyrarbraut 21 og 23.
Áður tekið fyrir á 107. fundi bæjarráðs, þann 5. mars, þar sem því var hafnað vegna þess að unnið var að endurskoðun á heildarskipulagi svæðisins.
Ný beiðni og gögn eru lögð fram.

Bæjarráð hafnar erindinu. Ekki er hægt að samþykkja byggingarreit út í sjóvarnargarðinn, auk þess sem horfa þarf til heildarskipulagsins sem enn er í vinnslu.
Tillaga að byggingum á Eyrarbraut.pdf
Beiðni um vilyrði fyrir Eyrarbraut 21.pdf
8. 2105063 - Afstaða Sýslumannsins á Suðurlandi til stöðuumboðs bæjarstjóra Árborgar.
Viðbrögð við afstöðu Sýslumannsins á Suðurlandi til stöðuumboðs bæjarstjóra Árborgar.
Bæjarráð felur stjórnsýslusviði Árborgar að kalla eftir skýrari rökstuðningi sýslumanns við afstöðu hans til heimilda í 5. málsgrein 55. grein sveitarstjórnarlaga og 49. grein bæjarmálasamþykktar sem gera bæjarstjóra að undirrita skjöl sem leiða af ákvörðunum bæjarstjórnar.
Einnig þarf að kalla eftir skýrari rökstuðningi sýslumanns um hvort verið sé að vísa skjali frá dagbók eða þinglýsingu og þá á grundvelli hvaða ákvæðis í þinglýsingalögum.
Einnig ætti stjórnsýslusviðs að óska eftir leiðbeiningum um það hvert megi kæra slíka ákvörðun sýslumanns.
9. 2103100 - Eignasala Vallholt 38
Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur hafnað því að bæjarstjóri, fyrir hönd bæjarstjórnar, hafi heimild til að ganga frá sölunni á Vallholti 38, þrátt fyrir ákvörðun bæjarráðs frá 15. apríl 2021 þar sem segir: „Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá sölunni.“

Fulltrúi sýslumanns hafnar ekki aðeins undirritun bæjarstjóra, sem merki um ákvörðun bæjarstjórnar, heldur einnig því að ákvörðun bæjarráðs um að selja Vallholt 38 feli sjálfkrafa í sér heimild til þess að veita skilyrt veðleyfi til kaupanda vegna þeirra skuldabréfa sem kaupandi þarf að taka á sig til að ganga frá sölunni.

Bæjarstjóri hefur stöðuumboð skv. 5. málsgrein 55. greinar sveitarstjórnarlaga, nr. 38/2011, en þar segir: „Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki sveitarstjórnar þarf til.“

Hið sama stöðuumboð bæjarstjóra er áréttað í 49. gr. bæjarmálasamþykktar Árborgar þar sem segir: „Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.“

Fulltrúi Sýslumanns vísar hinsvegar í lög frá árinu 1903, Lög um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð nr. 42/1903. Umrædd lög fjalla um firmu einstaklinga, félaga með ótakmarkaða ábyrgð og hlutafélaga. Ekki er hægt að sjá neina umfjöllun í lögunum um starfsemi eða prókúru sveitarfélaga.

Í ljósi ofangreindra krafna Sýslumanns, sem bæjarstjóri hefur mótmælt, er óskað eftir að bæjarráð staðfesti að vegna sölu Sveitarfélagsins Árborgar á Vallholti 38, til Hlyns Magnússonar kt. 200987-3309 og Fanneyjar Bjarkar Ólafsdóttur kt. 250591-2929, hafi bæjarstjóri heimild til að ganga frá sölunni fyrir hönd sveitarfélagsins og undirrita öll skjöl sem nauðsynleg eru til þess að salan geti farið fram, þar með talið skilyrt veðleyfi til kaupenda vegna veðsetningar hússins fyrir veðskuldabréfum kaupenda sem tekin eru til þess að greiða kaupverðið.

Í ljósi krafna Sýslumannsins á Suðurlandi, sem bæjarstjóri hefur mótmælt, samþykkir bæjarráð að vegna sölu Sveitarfélagsins Árborgar á Vallholti 38, til Hlyns Magnússonar kt. 200987-3309 og Fanneyjar Bjarkar Ólafsdóttur kt. 250591-2929, hafi bæjarstjóri heimild til að ganga frá sölunni fyrir hönd sveitarfélagsins og undirrita öll skjöl sem nauðsynleg eru til þess að salan geti farið fram, þar með talið skilyrt veðleyfi til kaupenda vegna veðsetningar hússins fyrir veðskuldabréfum kaupenda sem tekin eru til þess að greiða kaupverðið.
10. 2103314 - Eignasala Kirkjuvegur 18
Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur hafnað því að bæjarstjóri, fyrir hönd bæjarstjórnar, hafi heimild til að ganga frá sölunni á Kirkjuvegi 18, þrátt fyrir ákvörðun bæjarráðs frá 15. apríl 2021 þar sem segir: „2103314 - Eignasala Kirkjuvegur 18 Tvo kauptilboð hafa borist í eignina Kirkjuvegur 18. Taka þarf afstöðu til þeirra. Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð frá Vigfúsi Þór Hróbjartssyni og Guðnýju Guðjónsdóttur.“

Bæjarstjóri hefur stöðuumboð skv. 5. málsgrein 55. greinar sveitarstjórnarlaga, nr. 38/2011, en þar segir: „Framkvæmdastjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki sveitarstjórnar þarf til.“

Hið sama stöðuumboð bæjarstjóra er áréttað í 49. gr. bæjarmálasamþykktar Árborgar þar sem segir: „Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.“

Fulltrúi Sýslumanns vísar hinsvegar í lög frá árinu 1903, Lög um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð nr. 42/1903. Umrædd lög fjalla um firmu einstaklinga, félaga með ótakmarkaða ábyrgð og hlutafélaga. Ekki er hægt að sjá neina umfjöllun í lögunum um starfsemi eða prókúru sveitarfélaga.

Í ljósi ofangreindra krafna Sýslumanns, sem bæjarstjóri hefur mótmælt án árangurs, er óskað eftir að bæjarráð staðfesti að vegna sölu Sveitarfélagsins Árborgar á Kirkjuvegi 18 hafi bæjarstjóri heimild til að ganga frá sölunni fyrir hönd sveitarfélagsins og undirrita öll skjöl sem nauðsynleg eru til þess að salan geti farið fram, þar með talið skilyrt veðleyfi til kaupenda vegna veðsetningar eignarinnar fyrir veðskuldabréfum kaupenda sem tekin eru til þess að greiða kaupverðið.

Í ljósi krafna Sýslumannsins á Suðurlandi, sem bæjarstjóri hefur mótmælt án árangurs, samþykkir bæjarráð að vegna sölu Sveitarfélagsins Árborgar á Kirkjuvegi 18 hafi bæjarstjóri heimild til að ganga frá sölunni fyrir hönd sveitarfélagsins og undirrita öll skjöl sem nauðsynleg eru til þess að salan geti farið fram, þar með talið skilyrt veðleyfi til kaupenda vegna veðsetningar eignarinnar fyrir veðskuldabréfum kaupenda sem tekin eru til þess að greiða kaupverðið.
11. 2105301 - Málþing um sameiningu sveitarfélaga
Tilkynning um málþing um sameiningu sveitarfélaga sem fram fer föstudaginn 7. maí nk. 8:30-10:00 á Teams.
Lagt fram til kynningar.
Málþing um sameiningu sveitarfélaga.pdf
12. 2101385 - Landsþing Sambandsins 2021
Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 21. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.
Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
13. 2105447 - Námskeiðið ársreikningar sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra
Tilkynning um námskeið um ársreikninga sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúum verði boðin þátttaka í námskeiði um ársreikninga sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra.
FW: Nýtt námskeið: Ársreikningar sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra.pdf
Fundargerðir til kynningar
14. 2102005 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2021
301. fundur haldinn 13. apríl.
Lagt fram til kynningar.
301. stjf. SOS 130421.pdf
15. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
897. fundur haldinn 30. apríl.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 897.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica