Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 80

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
03.11.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Sigríður M. Björgvinsdóttir, Upplýsinga- og tæknideild Árborgar og Kristján Óðinn Unnarsson og Gunnar Þór Snorrason, fulltrúar sýslumanns voru viðstödd afgreiðslu mála nr. 1 - 8


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
Ari Már Ólafsson víkur af fundi.
1. 21101723 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 1
26 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Hallgrímur Sigurðsson
2. Works ehf.
3. Sigurður Þorvaldsson
4. Verk og tæki ehf.
5. K K verk ehf.
2. 21101724 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 10
47 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Kalli smiður ehf.
2. 13 G ehf.
3. K K verk ehf.
4. Silfurtak ehf.
5. Kríutangi ehf.
3. 21101725 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 12
44 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Bíltak ehf.
2. Silfurafl ehf.
3. G.G. tré ehf.
4. Slípivörur og verkfæri ehf.
5. Lagsarnir ehf.
4. 21101726 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 13
28 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Verk og tæki ehf.
2. Lagsarnir ehf.
3. Leigjandi ehf.
4. Fögruborgir ehf.
5. Sigurður Þorvaldsson
5. 21101727 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 14
45 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Föxur ehf.
2. Miðnætti ehf.
3. Ósar ehf.
4. 13 G ehf.
5. Leigjandi ehf.
6. 21101729 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 15
27 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Verk og tæki ehf.
2. Fossbygg ehf.
3. Fögruborgir ehf.
4. Miðnætti ehf.
5. 3C ehf.
7. 21101730 - Lóðarúthlutun - Víkurheiði 16
45 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. Fossbygg ehf.
2. Akurhólar ehf.
3. More ehf.
4. Flekar byggingarfélag ehf.
5. G 55 ehf.
8. 21101731 - Lóðarúthlutun - Hellismýri 8
7 gildar umsóknir voru um lóðina.
Dregið úr gildum umsóknum.
1. IB ehf.
2. Hnöttur ehf.
3. Þjótandi ehf.
4. Ólafur Einarsson
5. Grafan ehf.
Ari Már Ólafsson kemur aftur til fundar.
9. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkti á fundi 22.september 2021 að grenndarkynna byggingaráform. Gögn með uppfærðum aðalauppdráttum voru send á þá sem höfðu hagsmuna að gæta, og var gefin athugasemdafrestur til 21.október 2021. Engar athugassemdir hafa borist.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti byggingaráform og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10. 2108173 - Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkti á fundi 22.september 2021 að grenndarkynna byggingaráform. Tillagan hefur verið grenndarkynnt og var gefinn athugasemdafrestur til 20. október 2021. Við grenndarkynningu bárust samtals 12 athugasemdir. Þær snéru m.a. að stærð byggingar, nýtingarhlutfalli lóðar, málsmeðferð sveitarfélagsins, bílastæðafjölda og útliti fyrirhugaðrar endurbyggingar „Sænska hússins“ að Smáratúni 1. Á fundi nefndarinnar 20.október var erindinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir athugasemdir sem fram höfðu komið og taka saman heildstætt yfirlit yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að svörum í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar
Farið yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að viðbrögðum ræddar. Skipulagsnefnd Árborgar telur að áfyrri stigum máls hafi stjórnsýslulegum þætti verið ábótavant og gögn sem lágu fyrir til kynningar á byggingunni hafi ekki verið nægjanleg að gæðum til að hagsmunaaðilar hafi getað myndað sér heilstæða skoðun. Skipulagsnefnd telur að eftir grenndarkynningu nú þrátt fyrir athugasemdir, að "Sænska Húsið" svokallaða muni sóma sér vel á lóðinni Smáratún 1. Það beri kynningargögn með sér. Lóðin er skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem "blönduð byggð" sem gefur rými til að hreyfa við nýhtingahlutfalli á lóð. Það er rétt ábending hjá mörgum sem gerðu athugasemdir, að húsið snýr ekki eins og flest hús við Smáratún, enda stendur húsið einnig við Kirkjuveg. Skoðun nefndarinnar er að svipmót hússins sé gott og hæð þess lægri en margra annarra húsa við Smáratún. Nefndin telur að 7 bílastæði við húsið sé nægilegt og er það í samræmi við þá stefnu sem uppi hefur verið í nýrri íbúðahverfum. Varðandi ábendingar um mikinn þrýsing og aukna umferð um miðbæ Selfoss, þá telur nefndin það vera sérstakt verkefni til úrlausnar í stærra samhengi og muni bygging að Smáratúni 1, ekki hafa þar úrslitaáhrif. Nefndin telur að grenndarkynning hafi verið víðtæk og að þeir aðilar sem mögulega eiga hagsmuni að gæta, hafi fengið tækifæri á því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Nefndin telur að endurbygging Sænska hússins muni í engu skerða hagsmuni íbúa Smáratúns eða annarra nágranna. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu bókun skipulagsnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum SVG, HT og AMÓ. AT og MG sitja hjá.

AT og MG leggja fram eftirfarandi bókun.
Ekki var gætt jafnræðis við úthlutun lóðarinnar Smáratún 1. Auglýsa hefði átt lóðina til að allir sem hefðu áhuga á henni gætu sótt um. Engar skýrslur eða mat lágu fyrir hvort sænska húsið þyldi flutning á lóðina, þegar ákvörðun um vilyrði var tekin. Aðeins voru uppi getgátur og því má spyrja hvort alvara hafi verið í fyrirhuguðum flutningi hússins eða nota ætti innviði úr húsinu eins og gefið er í skyn í beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Smáratún 1. Einnig hafa í grenndarkynningu til nágranna komið fram 12 athugasemdir íbúa sem vert er að taka tillit til.
11. 21101285 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Davíð Sigurðsson f.h. Oddfellowhússins á Selfossi, leggur fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á annari hæð núverandi húss. Áform eru að byggja við á vesturenda húss, þ.e. ofan á núverandi svalir nýja hæð, sem mun nýtast sem geymsla undir muni og búnað. Heildastærð húss verður 1003,4 m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0,65. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar er gert ráð fyrir hámarksnýtingarhlutfalli upp á 0.64 og að byggja megi á tveimur hæðum, að hluta. Þá er gert ráð fyrir hámarks byggingarmagni upp á 980 m2. Tillaga aðaluppdrátta gerir ráð fyrir byggingarmagni allt að 1003,4m2 og nýtingarhlutfalli upp á 0,65.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Vallholt 16, 17 og 18.
Samþykkt samhljóða.
12. 2107156 - Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16
Í gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar (gildistaka 14.6.2019), hefur komið í ljós að misræmi er milli þeirra upplýsinga sem fram koma á uppdrætti og þess sem getið er í greinargerð deiliskipulags. Lóðin Móstekkur 14-16 á Selfossi er skilgreind samkvæmt gildandi skipulagi sem F1 með tveimur byggingarreitum, sem báðir eru ætlaðir fyrir tveggja hæða byggingar þar sem heimild er fyrir 6 íbúðum á stærri reitnum en 2 íbúðum á minni reitnum. Bílastæði á uppdrætti eru sýnd 16 stk. Í greinargerð með deiliskipulaginu kafli 5.5.1., er reitur F1 skilgreindur sem fjórbýlishús á tveimur hæðum og að í hverju fjórbýlishúsi séu fjórar íbúðir. Uppgefið nýtingarhlutfall lóðar er skilgreint 0,45. Lóðarhafi og hönnuður leggja fram tillögu að 2 hæða byggingu sem nær yfir báða byggingarreiti núgildandi skipulags, og óska eftir að skipulagi verði breytt til samræmis við þá tillögu og að lóðin verði skilgreind sem F2. Nýtingarhlutfall lóðar fer í 0,52 og 19 bílastæði á lóð.


Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að umsókn um óverulega breytingu á á deiliskipulagi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Hjalti Tómasson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
13. 21101743 - Fyrirspurn um að breyta bílskúr í íbúð - Seftjörn 20
Hubert Pawlik leggur fram fyrirspurn, um að fá heimild til að breyta núverandi bílskúr í íbúð, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur neikvætt í fyrirspurn. Skipulags- og byggingarnefnd telur það ekki samræmast gildandi skipulagsáætlunum að fjölga íbúðareiningum í fullbyggðum eldri íbúðarhverfum. Umrædd framkvæmd gæti orðið fordæmisgefandi í öðrum hverfum.
Samþykkt samhljóða.
Hjalti Tómasson kemur aftur til fundar.
14. 2111007 - Nafnabreyting á landi - Byggðarhorn 40 og 54
Hanne Oustad Smidesang leggur fram ósk um nafnabreytingu á tveimur lóðum. Að Byggðarhorn Búgarður 40 verði breytt í Hrafntinna, og Byggðarhorn Búgarður 54 verði breytt í Litla Kot.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við nafnabreytingu lóðanna.
15. 2012129 - Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025
Lögð er fram Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025, unnin af Eflu Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkominni umferðaröryggisáætlun sem nú er unnin í fyrsta skipti heildstæð fyrir allt sveitarfélagið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarstjórn að áæltunin verði samþykkt.
16. 21101773 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Suðurhólar göngustígur
Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar göngustígs meðfram Austurhólum á Selfossi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum Stígurinn er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
17. 2111002 - Framkvæmdaleyfisumsókn til púðagerðar og ferginga
Sigurður Þór Sigurðsson verkefnastjóri TRS, fh. Árbakkans þróunarfélags ehf. kt.550421-2160, sækir um framkvæmdaleyfi til að grafa fyrir, fylla fyrir púða og setja farg, á 15 lóðir í Árbakkalandi. Miðað er við að framkvæmt verði skv. minnisblaði VSÓ ráðgjafa, dagsett 19. október 2021 vegna jarðvegsrannsókna í Árbakkalandi, þ.e. grafið verður niður á ársetið, þar lagður á dúkur, fyllt og þjappað í púðahæð og þar ofaná verður sett farg, 2-3 m. skv. nánari skilgreiningu og útreikningum þar um. Nauðsynlegt verður að leggja út a.m.k. að hluta Tyrfingsvaðið, svo hægt verði að komast að viðkomandi lóðum og er einnig sótt um leyfi fyrir þeirri framkvæmd. Ekki er miðað við að nein lagnavinna fari fram samhliða þessari stöku framkvæmd. Miðað er við að grafnir verði út byggingarreitir viðkomandi lóða og fyllt þar í.


Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi verði veitt. Skilyrði fyrir veitingu framkvæmdaleyfis er að mælingar sigs verði vel skráðar og niðurstöðum verði skilað til byggingarfulltrúa þegar sótt verður um byggingaráform á umræddum lóðum.
Samþykkt samhljóða.
18. 1603084 - Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki
Tillaga um verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka hefur verið auglýst. Tillagan var auglýst frá 8. september 2021, með athugasemdafresti til 20. október 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykktir tillöguna fyrir sitt leyti. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að verndarsvæði í byggð fyrir Eyrarbakka verði samþykkt og send ráðherra í samræmi við 3. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.
19. 2101334 - Deiliskipulagstillaga - Björkustykki 2
Lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi íbúðahveris á spildu sem liggur á milli Stekkjahverfis og Jórvíkur. Fyrir liggja uppdrættir sem skýra meginlínur í deiliskipulaginu. Tillagan gerir ráð fyrir 20 einbýlishúsium á einni hæð, 6 einbýlishús á tveimur hæðum, 34 íbúðum í parhúsum á einni hæð, 62 íbúðum í raðhúsum á einni hæð og 174 íbúðum í tveggja hæða fjölbýlishúsum. Samtals 296 íbúðir á um 20 ha svæði.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að skipulagshönnuður kynni tillöguna fyrir nefndinni á næsta fundi hennar.
20. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 18. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þykkvaflöt 3-9 á Eyrarbakka. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaði og Dagskránni þann 8. september 2021, og var gefin frestur til athugasemda til 20. október 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21. 2109087 - Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú
Lýsing deiliskipulagstillögu fyrir svínabú að Hólum hefur verið auglýst. Lýsingin var auglýst til athugasemda frá 6. október 2021, með athugasemdafresti til 20. október. Fjöldi athugasemda/umsagna barst á kynningartíma lýsingarinnar.

Enn hafa ekki allar umsagnir lögboðinna umsagnaraðila borist og er því afgreiðslu tillögunnar frestað.
22. 21101800 - Deiliskipulagstillaga - Nabbi 3
Sólveig Olga Sigurðardóttir f.h. Eflu og landeigand Nabba 3. L232497, leggur fram tillögu að deiliskipulagi sem nær yfir lóðina Nabbi 3 (L232497) sem er 14225,4 m2 að stærð. Lóðin er staðsett í Sveitarfélaginu Árborg, í Sandvíkurhreppi hinum forna. Á lóðinni stendur til að byggja frístundahús og gestahús. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030,skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23. 2111021 - Hesthúsasvæði á Selfossi - Deiliskipulagsbreyting
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir hesthúsasvæðið á Selfossi. Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða nokkurra aðila í verkefnið. Mikilvægt er að verkefnið verði unnið frá upphafi í góðu samráði við skipulagsnefnd Sleipnis.
Fundargerð
24. 2110015F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 77
24.1. 2109453 - Suðurbraut 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Emil Þór Guðmundsson fyrir hönd Sölva Márs Benediktsonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 52,0 m2 og 166,4 m3.
Frestað á fundi 76.
Leiðréttir uppdrættir hafa ekki borist.
Frestað.

Niðurstaða þessa fundar
24.2. 21101660 - Eyravegur 41 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ari Guðmundsson hönnunarstjóri f.h. Selfossveitna sækir um leyfi til uppsetningar á loftneti fest á stálstoð utan á steypta byggingu Set að Eyravegi 41.
Fyrir liggur uppdráttur og samþykki húseiganda.
Samþykkt að veita byggingarleyfi.


Niðurstaða þessa fundar
24.3. 21101285 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Davíð Sigurðsson f.h. Oddfellowshússins á Selfossi (kt. 441191-1469)leggur fram umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á annari hæð núverandi húss. Áform eru að byggja við á vesturenda húss, þ.e. ofan á núverandi svalir nýja hæð, sem mun nýtast sem geymsla undir muni og búnað. Heildastærð húss verður 1003,4 m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0,65.
Vísað til skipulagsnefndar til frekari afgreiðslu.

Niðurstaða þessa fundar
24.4. 21101750 - Björkurstekkur 41-47 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd JKL verk ehf. sækir um leyfi til að byggja 4ra íbúða raðhús á einni hæð. Helstu stærðir eru; 496,4m2 og 2023,9m3
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
24.5. 21101744 - Hafnarbrú 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd RG smíði ehf. sækir um leyfi til að gera breytingar innanhús á iðnaðarhúsnæði m.a. að skipta húsnæðinu í 3 eignarhluta.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
24.6. 21101406 - Austurvegur 35 - Umsagnarbeiðni, Hársnyrtistofa Österby ehf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins.
Umsókn er ekki í samræmi við samþykkta uppdrætti og skráða notkun hússins.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
24.7. 21101539 - Umsagnarbeiðni Joe & the Juice Austurvegi 2d
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og að lokaúttekt hefur farið fram. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica