Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
30.06.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
Apríl 2022
Ingibjörg Garðarsdóttir fjármálastjóri kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir fjárhagstölur fyrir apríl 2022.
Rekstraryfirlit málaflokka Samanburður 04 Apríl.pdf
 
Gestir
Ingibjörg Garðarsdóttir - 08:15
2. 2206245 - Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka
Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista, lagt var til að sett yrði strax á laggirnar byggingarnefnd vegna uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka. Nefndina skipi m.a. fulltrúar bæjaryfirvalda í Svf. Árborg, sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði Árborgar, fulltrúar skólayfirvalda í BES, fulltrúar starfsfólks skólans ásamt fulltrúum foreldra nemenda við skólann.
Bæjarráð samþykkir að skipa starfshópinn og felur bæjarstjóra í samráði við sviðstjóra fjölskyldusviðs að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.
Tillaga vegna uppbyggingar framtíðarskólahúsnæðis á Eyrarbakka.pdf
3. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Kosning 2 varafulltrúa á aðalfund Bergrisans.

Lagt var til að Matthías Bjarnason og Guðrún Rakel Svandísardóttir yrðu varamenn.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.
4. 2206301 - Rekstur samkomuhússins Staður á Eyrarbakka
Samstarf um rekstur samkomu og íþróttahússins Stað á Eyrarbakka.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan samning, með fyrirvara um að tryggt sé rétt rekstrarform í tengslum við greiðslur samkvæmt samningnum. Bæjarstjóra er falið að ræða við rekstraraðila og framfylgja breytingum á samningnum í samræmi við umræður á fundi.
5. 2206241 - Römpum upp Ísland - Sveitarfélagið Árborg
Erindi frá Römpum upp Ísland, dags. 15. júní, þar sem fram komu upplýsingar um verkefnið Römpum upp Ísland en Sveitarfélagið Árborg á rétt á 27 römpum miðað við útreikning.
Bæjarráð samþykkir samhljóða þátttöku í verkefninu og felur sviðstjóra mannvirkja og umhverfissviðs að vinna áfram að framkvæmd verkefnisins og kynna verkefnið fyrir fyrirtækjum í Sveitarfélaginu Árborg.
Römpum upp Ísland.pdf
6. 2206238 - Tækifærisleyfi - Hvíta húsið og Sigtúnsgarður - Kótelettan 2022
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 21. júní, þar sem óskað var eftir umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi við Hvítahúsið, Hrísmýri 6 Selfossi frá 7. júlí 2022 frá kl. 20 til 05.00 aðfaranótt 10. júlí 2022. Umsækjandi: Góð stemming ehf. kt. 681014-0470.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tækifærisleyfi verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi 2022022575.pdf
7. 2206238 - Tækifærisleyfi - Hvíta húsið og Sigtúnsgarður - Kótelettan 2022
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 21. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi- Kótelettan 2022 í Hvítahúsinu og Sigtúnsgarði frá 7. júlí kl. 20:00 til kl. 16. 10. júlí. Umsækjandi: Viðburðarstofa Suðurlands ehf, kt. 501220-0350
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tækifærisleyfið verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2022022567.pdf
8. 2206279 - Tækifærisleyfi - Miðbæjargarðurinn á Selfossi
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 23. júní, þar sem óskað er eftir tækifærisleyfi, tímabundnu áfengisleyfi í Miðbæjargarðinum á Selfossi 4. ágúst frá kl. 18 - kl 12 þann 7. ágúst. Umsækjandi: Knattspyrnufélagið Árborg kt. 500101-2610.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tækifærisleyfið verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2022017502.pdf
9. 2203261 - Umsókn um stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022
Svar frá HMS um úthlutun stofnframlaga ríkisins 2022 til Brynju Hússjóðs ÖBÍ.
Lagt fram til kynningar.
202203344 - niðurstaða - Brynja ÖBÍ, kaup í Árborg.pdf
10. 2204005 - Beiðni um veitingu stofnframlags
Svar frá HMS um úthlutun stofnframlaga ríkisins 2022 til Bergrisans bs.
Lagt fram til kynningar.
202203304 - niðurstaða - Bergrisinn bs., f.h. óstofnaðrar hses..pdf
11. 2202296 - Almennt eftirlit - fjármál sveitarfélaga 2022
Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 22. júní, um ársreikning 2021 og fjárhagsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að funda með EFS að sumarleyfum loknum.
Bréf EFS til Árborgar 22.06.2022_undirritað.pdf
12. 2206320 - Tillaga frá bæjarfulltrúa Á- lista - inngangur í Ráðhús Árborgar
Tillaga frá bæjarfulltrúa Á-lista.
Með vísan í grein Sigurjóns Erlingssonar sem birtist í DFS þann 8.júní sl. vildi ég mælast til þess að bæjarráð fæli umhverfs- og mannvirkjasviði að kostnaðargreina þær aðgerðir sem þarf til að verða við þessari góðu tillögu. Og meta hvort hægt verði að gera þetta í sumar.
"Þetta hús kaupfélagsins hefur nú um árabil verið ráðhús sveitarfélagsins og hýsir bæjarskrifstofur, Bókasafn Árborgar og héraðsskjalasafnið. Fyrir framan húsið, götumegin er breið stétt. Stéttin er með þremur hálfkringlum svo sem mittishá og milli þeirra eru tvískiptar tröppur. Útlitið á þessum kringlum og tröppum er hörmulegt og þarf ekki að lýsa því frekar þar sem þessi hörmung blasir við öllum.".

--

Unnið hefur verið að hönnun og breytingum á svæðinu og stefnt er að því að fara í framkvæmdina eins fljótt og unnt er. Framkvæmdin er ekki á fjárhagsáætlun þessa árs. Bæjarráð tekur undir augljósa þörf um úrbætur og viðhald og vísar erindinu til mannvirkja- og umhverfissviðs til frekari úrvinnslu við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Tillaga frá bæjarfulltrúa Á-lista.pdf
Bréf til bæjarstjórnar - birt í Dagskránni 8. júní.pdf
13. 2112250 - Stjórnsýslukæra - flutningur og eða nýbygging sænska hússins - Smáratún 1
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 181/2021 (Sænska húsið) lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27.6.2022 nr. 181-2021 Sænska húsið..pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica