Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 20

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
01.12.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2209246 - Hvunndagshetja Árborgar
Bæjarráð óskaði eftir á 12. fundi að fá nánari greinagerð og vinnureglur frá frístunda- og menningarnefnd um val á hvunndagshetju Árborgar áður en málið yrði tekið til afgreiðslu.

Tillaga frá 5. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 21. nóvember, liður 2. Sett hafði verið saman stutt greinargerð og helstu verklagsreglur við val á hvunndagshetju Árborgar. Gunnar E. Sigurbjörnsson deildarstjóri fór yfir drögin.
Nefndin samþykkti þessar verklagsreglur eftir að búið var að laga orðalag.
Verklagsreglunum svo vísað til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir drög að verklagsreglum og felur bæjarstjóra frekari útfærslu í samræmi við umræður á fundinum.
2. 2211007 - Geymsla á neyðarkerru Rauða kross Árnessýslu
Beiðni frá Rauða krossinum í Árnessýslu, dags. 25. október, þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið keypti gám fyrir neyðarkerru Rauða krossins og gætu verið með gáminn á svæði frá sveitarfélaginu.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við ósk um kaup á gám. Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá mannvirkja- og umhverfissviði.
Beiðni um geymslu á neyðarkerru Rauða krossins í Árnessýslu.pdf
3. 2211333 - Launasetning starfsmanna á vettvangi frítímans
Minnisblað frá stjórnendum og forstöðumönnum frístunda, dags. 18. nóvember, um launamál.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð 2023.
4. 2211340 - Biðskýli á Stokkseyri fyrir Árborgarstrætó
Erindi, dags. 22. nóvember, þar sem skorað er á bæjarstjórn að koma upp biðskýli fyrir Árborgarstrætó á Stokkseyri. Með erindinu fylgir undirskriftarlisti áskorenda.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu til eigna- og veitunefndar til frekari úrvinnslu.
Undirskriftarlisti - áskorun um biðskýli á Stokkseyri fyrir Árborgarstrætó.pdf
5. 2211375 - Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember - þátttaka í upplýstu samfélagi
Erindi frá ÖBÍ, dags. 23. nóvember, þar sem vakin var athygli á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember nk. um leið var óskað eftir að sveitarfélagið lýsti upp byggingar sínar frá 2. - 5. desember með fjólubláum lit sem er litur alþjóðlegrar réttindabaráttu fatlas fólks.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til menningar- og upplýsingadeildar til frekari úrvinnslu.
Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember - þátttaka í upplýstu samfélagi - Til sveitarfélaga.pdf
6. 2209295 - Tillaga frá UNGSÁ um að aukið verði við frístundastrætó
Tillaga frá 5. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 21. nóvember, liður 4. Tillaga frá UNGSÁ um að aukið verði við frístundastrætó
Á fundi bæjarstjórnar 5. október sl. var eftirfarandi vísað til frístunda- og menningarnefndar:

Ungmennaráð Árborgar lagði til að aukið yrði við frístundastrætó.

Nefndin fól bæjarráði að finna góða framtíðarlausn á málefnum frístundarstrætó.

Bæjarráð vísar erindinu til frekari úrvinnslu á fjölskyldusviði.
Tillaga frá UNGSÁ um að aukið verði við frístundastrætó.pdf
7. 2211388 - Hinseginleikinn í samfélaginu Árborg
Erindi frá Hugrúnu Vignisdóttur, dags. 21. nóvember, þar sem hún vakti athygli á hinseginleikanum í samfélaginu Árborg og hvernig sveitarfélagið gæti tekið meiri ábyrgð á þekkingu og sýnileika hinseginsmálefna.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til úrvinnslu á fjölskyldusviði og fagnefnda sviðsins.

Bréf til bæjarráðs - til birtingar.pdf
8. 2211393 - Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands 2023
Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 25. nóvember, þar sem óskað var eftir að samningurinn verði endurnýjaður óbreyttur, sem svarar 430 kr. á hvern íbúa, óskað var eftir samningi til eins árs.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi samning við Markaðsstofu Suðurlands til eins árs.
Ósk um endurnyjun samnings_ 2023_Sveitarfélagið Árborg.pdf
9. 2211403 - Samráðsgátt - mál 229-2022 Grænbók um sveitarstjórnarmál
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 25. nóvember, þar sem kynnt var til samráðs mál. nr. 229/2022 - Grænbók um sveitarstjórnarmál. Umsagnarfrestur er til og með 12. desember.
Lagt fram til kynningar.
Grænbók um sveitarstjórnarmál.pdf
DRÖG AÐ GRÆNBÓK.pdf
10. 2211404 - Umsögn - breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4-1995 (gjaldstofn fasteignaskatts) 63. mál
Erindi frá Alþingi, dags. 28. nóvember, þar sem óskað var eftir umsögn frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál. Umsagnafrestur er til 12. desember.
Lagt fram til kynningar.
Til umsagnar 63. mál frá nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 41995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál..pdf
Þingskjal 63. Frumvarp til laga um breytinu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.pdf
Fundargerðir
11. 2211025F - Frístunda- og menningarnefnd - 5
5. fundur haldinn 21. nóvember.
12. 2211031F - Eigna- og veitunefnd - 9
9. fundur haldinn 22. nóvember.
13. 2211009F - Skipulags og byggingarnefnd - 12
12. fundur haldinn 23. nóvember.
Fundargerðir til kynningar
14. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
21. fundur haldinn 25. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 21.fundur-V02.pdf
15. 2201299 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2022
315. fundur haldinn 21. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 21.11.2022 315. fundur.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica