Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 43

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
19.01.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Forseti leitaði afbrigða að taka á dagskrá breytingartillögu á reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg. Er það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2112211 - Fjölgun landeigna - Móskógar
Tillaga frá 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 4. Fjölgun landeigna - Móskógar
Guðrún Bjarnþórsdóttir og Hilmar Þ. Sturluson, lögðu fram umsókn um stofnun lóðar/lands úr landi Móskóga L189982. Um var að ræða spildu ca 1ha að stærð. Gert var ráð fyrir um 2.600m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús og bílskúr, allt að 400m2 að stærð og skemmu allt að 400m2. Óskað var
eftir að hin nýja landspilda fái heitið Hléskógar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti landskiptin og heitið á hinni nýju spildu fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að landskipti og heiti yrðu samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8948-001-01-DSK-V04-Mógskógar-DSK.pdf
2. 2112146 - Stofnuð lóð úr Stekkum - Stekkar 4
Tillaga af 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 5. Stofnuð lóð úr Stekkum - Stekkar 4
Guðmundur Lárusson lagði fram umsókn um stofnun 21.11ha landsspildu, úr landi Stekka L166204.
Óskað var eftir að hin nýja lóð fengi heitið Stekkar 4. Innan lóðarinnar stendur skemma (mhl 18, skráð á Stekka L166204) Aðkoma að nýrri landspildu yrði um núverandi aðkomu að Stekkum L166204, Stekkum L166205 og Stekkum lóð L200474. Lögbýlaréttur fylgir áfram Stekkum L166204.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti landskiptin og heitið á hinni nýju spildu fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að landskipti og heiti yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Lóðarblað Stekkar 4.pdf
3. 2111043 - Deiliskipulagsbreyting - Hellismýri 4 og Breiðamýri 3
Tillaga frá 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 7. Deiliskipulagsbreyting - Hellismýri 4 og Breiðamýri 3
Lögð var fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi við Hellismýri á Selfossi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti þann 17.11.2021 tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og var tillagan grenndarkynnt hagsmunaaðilum/lóðarhöfum í grennd við áhrifasvæði breytingar, með athugasemdafresti til 15.12.2021. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt tillaga yrði send Skipulagsstofnun og auglýsing um samþykkt hennar yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Hellismyri-04_dsk-br-04.pdf
4. 2107151 - Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Tillaga frá 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 8. Deiliskipulagsbreyting - Larsenstræti
Lögð fram að lokinni auglýsingu, breyting á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóða (28.5.2009) í og við Larsenstræti-Merkilandstún, á Selfossi. Í breytingunni fólst að lóðirnar nr.4, 6, 8, 10, 12 og 14 voru sameinaðar í eina lóð, sem yrðu eftir sameiningu 17.391,6m2 að stærð. Aðkoma að lóðunum yrðu sem fyrr frá Larsenstræti, en einnig var gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu 27. október 2021 og var gefinn athugasemdafrestur til 8. desember 2021. Athugasemdir bárust frá forsvarsmönnum Hestamannafélagsin Sleipnis vegna fyrirhugaðrar aðkomu af Gaulverjarbæjarvegi, sem þeir telja að muni geta skapað hættu og truflun fyrir hestamenn og svæði þeirra. Þá var óskað eftir að reiðvegur frá íþróttavelli félagsins yrði sýndur á uppdrætti.

Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd hestamannafélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að um aðgangsstýrða aðkomu frá Gaulverjabæjarvegi var að ræða og þar yrði því takmörkuð umferð eingöngu ætluð flutningabílum. Skipulags- og byggingarnefnd benti á að nú þegar hafði verið samþykkt að fara í heildarskipulagningu á svæði hestamannafélagsins þar sem m.a. yrði fjallað um reiðleiðir innan svæðis og tengingar út fyrir svæðið. Vegna umsagnar Vegagerðarinnar dags. 15. desember 2021 mun verða sýnt veghelgunarsvæði á uppdrætti í samræmi við ábendingu.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ari B. Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum og eftirfarandi bókun Ara B. Thorarensen, D-lista við afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar lögð fram:
Bæjarstjórn bendir á að um aðgangsstýrða aðkomu frá Gaulverjabæjarvegi er að ræða og þar verður því takmörkuð umferð eingöngu ætluð fyrir stór ökutæki.
LSS-0401-deiliskipulagsbreyting 2021.pdf
5. 2101098 - Eyravegur 26-30 - Deiliskipulag fyrir fjölbýlishús
Tillaga af 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 9. Eyravegur 26-30 - Deiliskipulag fyrir fjölbýlishús
Lögð fram að lokinni auglýsingu nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Eyravegur 26-30 á Selfossi. Markmið deiliskipulags er að byggja tvær hæðir til viðbótar ofan á núverandi hús á lóð nr. 26, en þar eru 35 litlar íbúðir.
Með framkvæmdinni mun íbúðum í húsinu fjölga um u.þ.b. 16 og verða þá samtals 51 íbúðir. Lóð 28-30 er óbyggð og þar er gert ráð fyrir að muni rísa fjölbýlishús á 4 hæðum með allt að 54 íbúðum, auk heimildar fyrir verslunar- og þjónusturýmis í kjallara.

Lýsing tillögunnar var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingarblaði,
Dagskránni og Fréttablaðinu 27. október 2021 og var gefinn
athugasemdafrestur til 8. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.

Í umsögn Vegagerðarinnar var gerð athugasemd við fjölda tenginga frá Eyravegi. Brugðist hafði verið við athugasemd Vegagerðar og tengingum fækkað um eina. Gerð hafði verið óveruleg breyting á uppdrætti og greinargerð.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Eyravegur26-30-03_DSK-A1-05.pdf
6. 1711056 - Deiliskipulagsbreyting - Dísarstaðaland
Tillaga frá 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. desember sl. liður 10. Deiliskipulagsbreyting - Dísarstaðaland
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu í Dísastaðarlandi sem nær yfir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands, var samþykkt til auglýsingar af bæjarstjórn Árborgar þann 21. febrúar 2018. Frá samþykkt tillögunnar til auglýsingar hafði verið unnið skv. henni, en komið hafði í ljós að tillagan tók aldrei formlega gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Tillagan var endurauglýst frá 27. október 2021 með athugasemdafresti til og með 8. desember 2021.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
140407 austurbyggd_dsk_BR_E_00-01.pdf
7. 2105523 - Rekstraraðili fyrir hjúkrunarheimili í Árborg
Tillaga af 134. fundi bæjarráðs frá 20. desember sl., liður 11. Nafn á nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi

Gert var ráð fyrir að starfsemi gæti hafist í nýju hjúkrunarheimili á Selfossi í febrúar næstkomandi. Því var orðið tímabært að sveitarfélagið veldi nafn á hjúkrunarheimilið.

Bæjarráð lagði til að nafnið Ljósheimar yrði nafnið á nýju hjúkrunarheimili enda ætti það sér sögulegan bakgrunn á Selfossi.

Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Forseti leggur til að sett verði af stað nafnasamkeppni um nafn á nýju hjúkrunarheimili á Selfossi.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 2201222 - Lántökur 2022
Lagt er til við bæjarstjórn að veitt yrði heimild fyrir lántökum hjá Lánasjóði Sveitarfélaga í samræmi við tillögur fjármálastjóra.
Eftirfarandi er lagt til við bæjarstjórn:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. fyrir allt að fjárhæð 2.000.000.000 kr. til 12 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til endurgreiðslu á eldri lánum og til að fjármagna framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun ársins 2022 sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Bókun með láni janúar 2022.pdf
9. 2201222 - Lántökur 2022 - Stækkun á skuldabréfaflokki ARBO 31 GSB
Lagt er til við bæjarstjórn:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar veitir hér með heimild til stækkunar á sjálfbærum verðtryggðum skuldabréfaflokki ARBO 31 GSB um allt að 2.000.000.000 kr. að nafnvirði. Vaxtakjör munu ráðast í útboði.

Þann 10. júní 2021 samþykkti bæjarráð eftirfarandi:

Bæjarráð samþykkir tilboð að nafnvirði 1.400 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 1,35% í nýjan sjálfbæran verðtryggðan skuldabréfaflokk ARBO 31 GSB. Jafnframt samþykkir bæjarráð að heildarútgáfuheimild skuldabréfaflokksins verði opin og getur bæjarstjórn Árborgar þá veitt heimild til frekari stækkunar á skuldabréfaflokknum í framtíðinni.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Bókun vegna stækkunar á skuldabréfaflokki AEBO 3 GSB.pdf
10. 2201221 - Lántökur 2022 - Selfossveitur
Lagt er til við bæjarstjórn að veitt yrði heimild fyrir lántökum hjá Lánasjóði Sveitarfélaga fyrir Selfossveitur í samræmi við tillögur fjármálastjóra.
Eftirfarandi er lagt til við bæjarstjórn:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Selfossveitna bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 1.200.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1.mgr. 69. gr, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til endurgreiðslu á eldri lánum og til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Selfossveitna bs. til að selja ekki eignarhlut sinn í Selfossveitum bs. til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Selfossveitum bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að samþykkja f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningu og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.


Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
Bókun vegna lán Selfossveitna janúar 2022.pdf
11. 2112417 - Húsnæðisáætlun Árborgar 2022-2031
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tekur til máls og fylgir húsnæðisáætlun Árborgar 2022-2023 úr hlaði.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Sveitarfélagið Árborg - Húsnæðisáætlun 2022.pdf
12. 1912050 - Breyting á reglum um lóðaúthlutun
Tillaga um breytingu á reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.

Forseti leggur til að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að í stað orðalagsins "vegna einstakrar lóðar" verði það "vegna einnar lóðar".

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Breytingartillaga á reglum um úthlutun lóða_jan 2022.pdf
Fundargerðir
13. 2111017F - Almannavarnarráð - 1
1. fundur haldinn 9. október.
14. 2111019F - Almannavarnarráð - 2
2. fundur haldinn 2. nóvember.
15. 2111041F - Almannavarnarráð - 3
3. fundur haldinn 4. desember.
16. 2112004F - Fræðslunefnd - 39
39. fundur haldinn 8. desember.
17. 2112007F - Eigna- og veitunefnd - 56
56. fundur haldinn 8. desember.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið nr. 4.- Frístundamiðstöð-hönnun og framkvæmdir, 6.- Fráveita- endurskoðun tengigjalda, 9. - Hreinsistöð við Geitanes.
18. 2112011F - Frístunda- og menningarnefnd - 29
29. fundur haldinn 13. desember.
Kjartan Björnsson, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls undir lið nr. 5- Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.
19. 2112001F - Skipulags og byggingarnefnd - 83
83. fundur haldinn 15. desember.
20. 2112019F - Bæjarráð - 134
134. fundur haldinn 20. desember.
Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls undir lið nr. 1- Kæra-deiliskipulagsbreyting, byggingarreitur Fagurgerði 12 og lið nr. 10 - Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista-Sýntaka vegna Covid19 í Krónunni.
21. 2112021F - Skipulags og byggingarnefnd - 84
84. fundur haldinn 29. desember.
22. 2201002F - Bæjarráð - 135
135. fundur haldinn 13. janúar.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið nr. 1- Viðræður um fjárhagsstöðu UMF.Selfoss, handknattleiksdeildar-Covid19, lið nr. 9.- Íslandsmótið í skák í Árborg 2022 og lið nr. 5.-Fréttabréf Skógræktarfélags Sandvíkurhrepps. Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir lið nr. 5.-Íslandsmótið í skák í Árborg 2022.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica