Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 44

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
16.02.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2201102 - Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4
Tillaga af 86. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 26. janúar sl. liður 7. Deiliskipulagsbreyting - Engjaland 2-4

Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 12.1.2022. Kjartan Sigurbjartsson f.h. lóðareigenda lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Engjaland 2 og 4, Selfossi. Breytingin fól í sér hækkun húsa um eina hæð þannig að heimilt yrði að byggja 4 hæða hús í stað 3 hæða á lóðunum. Einnig var óskað eftir fjölgun íbúða á hvorri lóð um 2 íbúðir. Megin ástæða hækkunar var að gert var ráð fyrir að koma fyrir bílageymslu á hluta af 1. hæð húsanna. Lagður var fram skýringaruppdráttur sem sýndi árhrif skuggavarps á nærliggjandi hús og lóðir.

Brugðist hafði verið við athugasemdum skipulags- og byggingarnefndar með því að vinna skuggavarpsgreiningu og skýra skilmála greinargerðar.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
S-01 - Aðstöðumynd og greinargerð.pdf
S-02 - Haustjafndægur skuggavarp.pdf
S-03 - Sumarsólstöður skuggavarp.pdf
2. 2201363 - Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Þykkvaflöt
Tillaga frá 87. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar, liður 9. - Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Þykkvaflöt

Lögð var fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Hulduhóls á Eyrarbakka. Breytingin fólst í að lóðin Þykkvaflöt 9, var færð út fyrir afmörkunarsvæði deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi. Þar sem að breytingin varðaði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs, lagði skipulagsnefnd til að fallið yrði frá grenndarkynningu.

Skipulagsfulltrúa var falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Þykkvaflöt - deiliskipulagsbreyting við Hulduhól.pdf
3. 2201372 - Deiliskipulagstillaga - Frístundamiðstöð
Tillaga frá 87. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar sl. liður 10. Deiliskipulagstillaga - Frístundamiðstöð
Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Íþrótta- og útivistarsvæðis á Selfossi sem samþykkt var 15. janúar 2003. Síðan hafa verið gerðar fjórar breytingar, síðast samþykkt 20.nóvember 2019 og tók gildi 19. nóvember 2020 við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda.
Sveitarfélagið Árborg fyrirhugar að reisa frístundarmiðstöð fyrir frístundarstarf á Selfossi. Grunnhugmyndin er að búa til aðstöðu og umhverfi til að bæta frístundaþjónustu við íbúa og bjóða upp á enn fjölbreyttari möguleika en standa nú til boða. Með byggingu frístundarmiðstöðvar verður til aðstaða fyrir frístundarstarf án aðgreiningar, þar sem mismunandi hópar barna og fullorðinna koma saman og veita hvort öðru stuðning og fræðslu. Markmið tillögunnar er að styrkja enn frekar Íþrótta- og útivistarsvæði Selfoss með tilkomu Frístundamiðstöðvar. Slík starfsemi mun glæða svæðið meira lífi og vera virkur þátttakandi íþróttalífsins á svæðinu.
Helstu breytingar fela í sér eftirfarandi:
· Nýjum byggingareit er bætt við inn á deiliskipulagssvæðið fyrir byggingu Frístundamiðstöðvar
· Byggingareitur fyrir sorpgeymslu bætt við (leiðbeinandi staðsetning).
· Byggingareitur fjölnota íþróttahúss felldur út.
· Nýbyggt fjölnota íþróttahús bætt við á uppdrátt.
· Byggingareitur bílageymslu er felldur út.
· Bílastæðum ásamt aðkomutorgi með aðkomu frá Langholti, komið fyrir í grennd við nýjan byggingareit.
· Bætt við þremur rútustæðum við Langholt.
· Göngustígakerfi uppfært.
Tilgangur breytinga á deiliskipulaginu er að koma fyrir byggingareit undir byggingu nýrrar Frístundamiðstöðvar, ásamt því að gera grein fyrir aðkomu. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
V391 Árborg - Deiliskipulagsuppdráttur 220126.pdf
4. 2202076 - Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð
Tillag frá 87. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar, liður 12. Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð

Fyrir liggur tillaga Eflu Verkfræðistofu, þar sem gerð var tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarfélagið Árborg áformar að reisa tveggja þrepa hreinsistöð fyrir fráveitu við Geitanes norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að iðnaðarsvæðið (s30 ) við Geitanes færist aðeins til vesturs en heildar stærð svæðisins verði óbreytt. Framkvæmdir sem aðalskipulagið heimilar eru matsskyldar. Álit Skipulagsstofnunar á matskýrslunni lá fyrir 16.11.2020 þar sem segir að matskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Telur stofnunin að fyrirhuguð hreinsun fráveitu á Selfossi sé ótvírætt framfaraskref fyrir þéttbýlið. Samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari er gert deiliskipulag þar sem nánari ákvæði eru m.a. sett um framkvæmdir, ásýnd og frágang.
Vinna við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins stendur yfir og eru breytingar sem hér eru lagðar fram í samræmi við tillögu nýs aðalskipulags. Ákveðið var að leggja fram breytingu á aðalskipulagi, en ekki bíða eftir gildistöku nýs aðalskipulags, til að geta hafið framkvæmdir vorið 2022.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna til samræmis við ofangreint í skipulagslögum.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum tillöguna í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. gr. sömu laga.
2839-127-ASK-001-V02 Geitanes.pdf
5. 2202077 - Deiliskipulag - Hreinsistöð við Geitanes
Tillaga frá 87. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. febrúar sl. liður 13. Deiliskipulag - Hreinsistöð við Geitanes

Fyrir lá tillaga Eflu Verkfræðistofu, þar sem gerð var tillaga að nýju deiliskipulagi vegna afmörkunar og áhrifasvæðis hreinsistöðavar við Geitanes norðan við núverandi flugvöll á Selfossi, í samræmi við 40. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarfélagið Árborg áformar að reisa tveggja þrepa hreinsistöð fyrir fráveitu við Geitanes norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða, en í dag er skólp að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Deiliskipulag þetta tekur til aðkomu að lóð hreinsistöðvarinnar, lóðarinnar sjálfrar og nærumhverfi eftir því sem þörf krefur m.a. vegna útrásar í Ölfusá. Í deiliskipulaginu er gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og settir fram skilmálar um landnotkun, mannvirki, útrás, vernd náttúru og frágang. Framkvæmdir sem deiliskipulagið heimilar eru matsskyldar. Álit Skipulagsstofnunar á matskýrslunni lá fyrir 16.11.2020 þar sem segir að matskýrslan uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Telur stofnunin að fyrirhuguð hreinsun fráveitu á Selfossi sé ótvírætt framfaraskref fyrir þéttbýlið. Samhliða deiliskipulagi þessu er gerð breyting á Aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 sem fellst í breytingu á uppdrætti þar sem iðnaðarsvæðið færist lítið eitt til.
Skipulagslýsing:
Skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 og nýju deiliskipulagi fyrir hreinsistöð var tekin fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 29.07.2020 og í bæjarstjórn þann 19.08.2020. Skipulags- og matslýsingin var kynnt almenningi og umsagna aflað. Alls bárust 5 umsagnir. Innkomnar umsagnir voru frá Skipulagsstofnun, Flóahrepp, Sveitarfélaginu Ölfusi, Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun.
Helstu ábendingar sem í umsögnunum fólust og snérust að deiliskipulaginu voru ábendingar Minjastofnunar um fornleifar á svæðinu og athugasemdir frá Umhverfisstofnun vegna meðhöndlunar seyru, spurningar um hvaða svæði og fyrirtæki verða tengd hreinsistöðinni og ábending um að æskilegt væri að tímasett áætlun um fjölda hreinsiþrepa verði sett fram í skipulaginu.
Engar ábendingar bárust frá almenningi. Við gerð þessa deiliskipulags var farið yfir alla þætti innsendra umsagna og þær hafðar til hliðsjónar.
Gerð er grein fyrir öllum þeim þáttum sem eðlilegt er að taka fyrir á deiliskipulagsstigi en aðrir þættir fá nánari umfjöllun í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda eða í breytingu á aðalskipulagi.
Tilgangur og markmið:
Skv. skipulagslögum nr. 123/2010 skal gera deiliskipulag fyrir einstök svæði eða reit innan sveitarfélags þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Í dag er skólp sem kemur frá Selfossi að mestu losað óhreinsað í Ölfusá. Meginmarkmið framkvæmdarinnar er að koma á hreinsun skólps frá byggðinni á Selfossi sem uppfyllir örugglega skilyrði laga og reglugerða samhliða því að vernda almenning og umhverfið gegn mengun af völdum fráveitu frá Selfossi. Markmið með deiliskipulagi þessu er að skilgreina uppbyggingu, frágang og áhrif á umhverfi af hreinsistöð við Geitanes.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna til samræmis við ofangreint í skipulagslögum.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna.
2839-127-DSK-001-V02-Geitanes.pdf
6. 2111231 - Gjaldskrár 2022
Gjaldskrá frístund og sumarfrístund 2022
Fyrri umræða

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða gjaldskrá.

Breytingartillaga um að vísa málinu til síðari umræðu er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Lagt er til að gjaldskrárbreytingunni verði vísað til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í mars.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7. 2201340 - Ráðning húsnæðisfulltrúa
Tillaga frá fundi stjórnar Leigubústaða Árborgar ses frá 27. janúar sl. liður 3. Ráðning húsnæðisfulltrúa

Stjórn Leigubústaða Árborgar lagði til við bæjarstjórn Svf. Árborgar að stofnaður yrði starfshópur til að fara yfir skyldur sveitarfélagsins samkvæmt þeim lögum sem við eiga, m.a. 14. gr. laga nr. 44/1998. Í slíkum starfshópi yrði skoðað hvernig málum skyldi háttað og m.a. metið tilefni til ráðningar húsnæðisfulltrúa.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að stofna starfshóp til að fara yfir skyldur sveitarfélagsins samkvæmt þeim lögum sem við eiga, m.a. 14. gr. laga nr. 44/1998. Í slíkum starfshópi verði skoðað hvernig málum skyldi háttað og m.a. metið tilefni til ráðningar húsnæðisfulltrúa. Í starfshópnum verði Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista.
8. 2201291 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sveitarfélaga á landsbyggð
Tillaga frá 138. fundi bæjarráðs frá 3. febrúar sl. liður 6. Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sveitarfélaga á landsbyggð

Guðjón Bragason, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur lýst yfir vilja Sambandsins til þess að málið verði unnið hratt. Eðlilegt næsta skref sé að fundargerð umræðufundar um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, haldinn 26. janúar sl., ásamt drögum að samþykktum og öðrum nauðsynlegum kynningargögnum verði send til sveitarfélaga sem áhuga hafa á þátttöku. Verði þau beðin um að staðfesta áhuga á þátttöku í stofnfundi Hses., sem haldinn verður eins fljótt og verða má.

Fram koma á umræðufundinum að það gæti verið nauðsynlegt að sveitarfélögin eða Hses. í eigu þeirra sæki sjálf um stofnframlög fyrir þetta ár, frekar en að ganga út frá því að nýtt Hses. sæki um framlögin.

Bæjarráð vísaði erindinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.

Forseti fylgir málinu úr hlaði.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Lagt er til að sveitarfélagið taki ekki þátt í stofnfundi Hses.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9. 2109014 - Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Tillaga frá 58. fundi eigna- og veitunefndar frá 9. febrúar sl. liður 2. Vatnsöflun frá Kaldárhöfða

Minnisblað Eflu verkfræðistofu Kaldárhöfði - Árborg - Vatnsveita lagt fram til kynningar. Árborg, Grímsnes- og Grafningshreppur og Flóahreppur skoða nú fýsileika þess að hefja vinnslu á köldu neysluvatni við Kaldárhöfða við Efra-Sog. Allmiklar lindir eru staðsettar í landi Kaldárhöfða og er rennsli þeirra mikið, allt að 1- 4 m3/s. Um er að ræða mögulega framtíðarlausn á kaldavatnsöflun fyrir Sveitarfélagið Árborg og nágrannasveitarfélög.

Nefndin lagði til við bæjarstjórn að stofnaður yrði starfshópur til að leiða verkefnið og viðræður við framangreinda hagsmunaaðila verkefnisins.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að starfshópurinn verði stofnaður til að leiða verkefnið og viðræður við framangreinda hagsmunaaðila verkefnisins og að fulltrúar í honum verði Gunnar Egilsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista.
10. 2201175 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Viðauki nr. 1


Viðauka, nr. 1, við fjárhagsáætlun ársins 2022 er samþykktur með 8 atkvæðum, Ari B. Thorarensen, D-lista situr hjá.
11. 2202194 - Aðild að rammasamningum Ríkiskaupa
Lagt er til að bæjarstjóra verði veitt umboð til að sækja um aðild að rammasamningum Ríkiskaupa í þeim tilvikum sem slíkt er hagstætt fyrir sveitarfélagið.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri fylgir tillögunni úr hlaði. Ari B. Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum en 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
12. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Þriðja umræða
Síðari umræða

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Lagt er til að 1. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar verði svohljóðandi:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar er skipuð ellefu bæjarfulltrúum, sem kjörnir eru lýðræðislegri kosningu af íbúum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista. Fulltrúar D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar D-lista greiða atkvæði gegn tillögu um breytingum á samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar. Að fjölga bæjarfulltrúum úr níu í ellefu á þessu kjörtímabili finnst okkur vera óráð. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er ekki nauðsynlegt að fara í þessa fjölgun fyrr en eftir kosningar 2026. Á fundi Bæjarstjórnar 12. júní 2013 var samþykkt að breyta samþykktum Sveitarfélagsins þar sem ákvæði um að 2/3 sveitarstjórnamanna yrðu að samþykkja breytingar á samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar. Samþykktirnar voru unnar af fulltrúum allra flokka sem sæti áttu í bæjarstjórn þá og þannig var reynt að ná breiðri samstöðu um meginatriði þeirra. Þegar núverandi meirihluti tók við 2018, voru gerðar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins án aðkomu D-listans og þetta ákvæði tekið út. Bæjarfulltrúar D-lista lögðu þá fram tillögu á 2.fundi bæjarstjórnar um að þeir væru tilbúnir í samstarf við aðra flokka um endurskoðun á samþykktum Sveitarfélagsins Árborgar en því var hafnað. Það er sorglegt hvernig meirihluti B -S- M -Á- lista traðka á lýðræðinu með því að samþykkja þessar breytingar án samráðs við fulltrúa D lista og halda því frá fulltrúum tæplega 40% kjósenda, en í núverandi meirihluta eru þrír bæjarfulltrúar sem áður samþykktu samþykktirnar 2013. Nær væri að virkja alla níu bæjarfulltrúana betur til starfa en verið hefur á þessu kjörtímabili.

Gunnar Egilsson
Brynhildur Jónsdóttir
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen

Lagt er til að 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar verði svohljóðandi:

Bæjarstjórn Árborgar heldur reglulega fundi bæjarstjórnar, þriðja miðvikudag í mánuði, kl. 17.00.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Lagt er til að 14. gr. samþykktarinnar verði svohljóðandi:

Bæjarfulltrúa er heimilt að taka þátt með rafrænum hætti í fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins. Þegar bæjarfulltrúi tekur þátt í fundi með raf­rænum hætti skal hann vera staddur í sveitarfélaginu eða í erindagjörðum innan lands á vegum sveitar­félags­ins. Að öðrum kosti skal varamaður boðaður á viðkomandi fund. Tryggja skal jafna mögu­leika allra fundarmanna til þátttöku á fundi og í atkvæðagreiðslu, óskerta möguleika þeirra til að fylgjast með því sem þar fer fram og öryggi samskipta milli fundarmanna.
Fulltrúar í nefndum sveitarfélagsins hafa sömu heimildir og bæjarfulltrúar skv. 1. mgr.
Um framkvæmd fjarfunda að öðru leyti gildir auglýsing um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitar­stjórna, sbr. 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga.

Tillagan er borin undir og samþykkt með 5 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og 3 fulltrúar D-lista sitja hjá.
Tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt_des 2021.pdf
Fjölgun bæjarfulltrúa.pdf
13. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Breytingar fulltrúa Á-lista í nefndum:
Lagt er til við bæjarstjórn að Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista sem snýr aftur úr leyfi verði aðalmaður í eigna- og veitunefnd, varamaður í skipulags- og byggingarnefnd, varamaður á aðalfundi SASS, varamaður á aðalfundi HSL, varamaður í Héraðsnefnd Árnesinga, varamaður á aðalfundi Bergrisans og varamaður í stjórn SOS, Á-lista. Jafnframt verður Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður Sigurjóns Vídalíns Guðmundssonar í bæjarstjórn.
//
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, óskar eftir því við bæjarstjórn að hún veiti honum lausn úr bæjarstjórn frá 17. febrúar til loka kjörtímabils:
//
Lagt er til við bæjarstjórn að gerðar verði eftirfarandi breytingar á fulltrúum S-lista í eftirfarandi nefndum og ráðum í stað Eggerts Vals Guðmundssonar:
Bæjarstjórn, Klara Öfjörð sem aðalmaður og Hjalti Tómasson sem varamaður. /
Kosning skrifara, Klara Öfjörð. /
Umhverfisnefnd, Klara Öfjörð sem aðalmaður. /
Eigna- og veitunefnd - Klara Öfjörð sem varamaður.
Skipulags- og byggingarnefnd - Klara Öfjörð sem varamaður. /
Kjaranefnd - Arna Ír Gunnarsdóttir sem aðalmaður. /
Fulltrúaráð Héraðsnefnd Árnesinga, Klara Öfjörð sem aðalmaður og Hjalti Tómasson sem varamaður. /
Aðalfundur SASS, Klara Öfjörð sem aðalmaður og Hjalti Tómasson sem varamaður. /
Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Klara Öfjörð sem aðalmaður og Hjalti Tómasson sem varamaður. /
Aðalfundur Sorpstöðvar, Klara Öfjörð sem aðalmaður. /
Stjórn Leigubústaða ses, Arna Ír Gunnarsdóttir og Klara Öfjörð sem varmaður á fund. /
Stjórn Leigubústaða ehf, Arna Ír Gunnarsdóttir og Klara Öfjörð sem varamaður á fund. /
Aðalfundur Bergrisans bs, Klara Öfjörð sem aðalmaður og Hjalti Tómasson sem varamaður. /
Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, Arna Ír Gunnarsdóttir sem aðalmaður. /
Aðalfundur Sandvíkurseturs ehf, Arna Ír Gunnarsdóttir sem aðalmaður. /
Fulltrúi bæjarfulltrúa í Hverfisráði Eyrarbakka, Klara Öfjörð.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Tillögurnar eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu óska ég eftir lausn frá trúnaðarstörfum fyrir Svf Árborg á þessum fundi.

Undirritaður þakkar starfsfólki, kjörnum fulltrúum Svf Árborgar, sem nú eiga sæti í bæjarstjórn og einnig þeim sem átt hafa sæti í bæjarstjórn á undanförnum árum fyrir samstarfið.

Að auki óska ég þeim bæjarfulltrúum sem hyggjast sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum þann 14 maí n.k velfarnaðar í kosningabaráttunni sem framundan er.

Einnig óska ég Klöru Öfjörð sem nú tekur sæti í bæjarstjórn alls hins besta í þeim störfum sem fylgir því að vera bæjarfulltrúi.

Eggert Valur Guðmundsson

Helgi S. Haraldsson, forseti leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarstjórnar:

Fyrir hönd bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar vill ég færa Eggerti Val Guðmundssyni þakkir fyrir störf hans fyrir Sveitarfélagið Árborg og íbúa þess og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.



14. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Kosning formanns bæjarráðs og varamanns.
Lagt er til að Tómas Ellert Tómasson, M-lista verði formaður bæjarráðs og Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista taki sæti í bæjarráði og verði varaformaður.

Gunnar Egilsson lagði fram breytingartillögu á þá leið að Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista verði formaður bæjarráðs og Tómas Ellert Tómasson M-lista varaformaður.

Breytingartillaga Gunnars Egilssonar borin undir atkvæði og hafnað með 5 atkvæðum meirihluta gegn 4 atkvæðum minnihluta.

Aðaltillagan þá borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum meirihluta gegn 2 atkvæðum, Gunnars Egilssonar D-lista og Brynhildar Jónsdóttur D-lista. Kjartan Björnsson D-lista og Ari Björn Thorarensen D-lista sátu hjá.
Fundargerðir
15. 2112028F - Skipulags og byggingarnefnd - 85
85. fundur haldinn 12. janúar.
16. 2201006F - Fræðslunefnd - 40
40. fundur haldinn 12. janúar.
17. 2201011F - Almannavarnarráð - 4
4. fundur haldinn 15. janúar.
18. 2201018F - Bæjarráð - 136
136. fundur haldinn 20. janúar.
19. 2201016F - Frístunda- og menningarnefnd - 30
30. fundur haldinn 17. janúar.
20. 2201023F - Félagsmálanefnd - 30
30. fundur haldinn 24. janúar.
21. 2201029F - Bæjarráð - 137
137. fundur haldinn 27. janúar.
22. 2201012F - Skipulags og byggingarnefnd - 86
86. fundur haldinn 26. janúar.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls undir lið nr. 3. 2201220 - Lóðaumsókn úthlutun - Nauthagi 2.
23. 2201025F - Eigna- og veitunefnd - 57
57. fundur haldinn 26. janúar.
Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls undir liðum nr.1 og 4.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir liðum 1,2, og 4.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls undir lið nr. 4.
24. 2201033F - Bæjarráð - 138
138. fundur haldinn 3. febrúar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica