Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 73

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
07.05.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2004184 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020
Rekstraryfirlit - 3ja mánaða uppgjör.
Fjármálastjóri mætti til fundar undir þessum lið og fór yfir milliuppgjörið.
2. 2004290 - Umsögn - frumvarp um eignaráð og nýtingu fasteigna.
Erindi frá allsherjar- og mennarmálanefnd Alþingis, dags. 30. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp um eignaráð og nýtingu fateigna.pdf
3. 2002136 - Eignasala Mundakotsskemma Eyrarbakka
Erindi frá safnstjóra Byggðasafns Árnesing, dags. 4. maí, þar sem fram kemur að safnið hafi ekki lengur not fyrir Mundakotsskemmuna á Eyrarbakka.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leitað verði eftir verðtilboðum og að Mundakotsskemma verði seld.
200504Bæjarstjórn Árborgar Mundakotsskemman.pdf
Fundargerð
4. 2004011F - Félagsmálanefnd - 14
4.3. 2003211 - Reglur um daggæslu í heimahúsum
Samþykkt og vísað til bæjarráðs.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um daggæslu í heimahúsum.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, vék af fundi undir þessum lið.
4.6. 1911451 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar- og útivistargarðar á Sýslumannstúnið
Bæjarráð - 54 (21.11.2019) - Tillaga frá bæjarfulltrúumD-lista - afþreyingar- og útivistargarðar á Sýslumannstúnið:
Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar henni til umfjöllunar í félagsmálanefnd, íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfisnefnd.

Lagt fram til umsagnar frá bæjarráði 21. nóvember 2019. Beðist er velvirðingar á því að málið skyldi ekki fyrr verið lagt fram í félagsmálanefnd. Nefndin tekur jákvætt í tillöguna og leggur til að hún verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Einnig verið leitað umsagnar hjá félagi eldri borgara.

Samþykkt samhljóða.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð vísar tillögunni, ásamt umsögnum nefnda, til úrvinnslu við endurskoðun aðalskipulags Árborgar.
5. 2004001F - Frístunda- og menningarnefnd - 8
8. fundur haldinn 4. maí.
5.4. 2004143 - Húsnæðisúrræði fyrir iðkendur akademía við FSu
Lagt fram erindi frá Körfuknattleiksfélagi Selfoss um húsnæðisúrræði fyrir nemendur sem koma í akademíur Fsu.
Fjallað um málið og allir nefndarmenn sammála því að það sé sérstaða fyrir svæðið að hafa íþróttaakademíurnar við fjölbrautaskólann og því sé mikilvægt að í boði sé gott heimavistarúrræði við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Nefndin mun vinna áfram að málinu í samstarfi við ráðmenn akademíanna og stjórnenda fjölbrautaskólans en skorar á Mennta-og menningarmálaráðuneytið að útvíkka starfssvið starfshóps sem hefur verið stofnaður og með það markmið að skoða heimavistarúrræði eingöngu á höfuðborgarsvæðinu svo það nái líka til landsbyggðarinnar. Þörfin er jafn brýn hér líkt og á höfuðborgarsvæðinu.



Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð lýsir vonbrigðum yfir að ekkert hafi gerst í húsnæðismálum heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi.
Mjög brýnt er að tryggja iðkendum við akademíur FSU í íþróttum, og jafnframt námsfólki af Suðurlandi, aðgang að húsnæði á Selfossi, ekki síst nú þegar eftirspurn eftir húsnæði í Árborg er gríðarlega mikil. Það varðar þetta námsfólk miklu að geta verið með húsnæði í nágrenni skólans og átt á sama tíma yfir styttri veg að fara til heimilis fjölskyldu sinnar.
Samtök sunnlenskra sveitarfélagahafa hafa ítrekað ályktað um málið frá árinu 2016, þegar starfrækslu heimavistar var hætt. Haustið 2019 samþykktu þau samhljóða ályktun um að nauðsynlegt væri að starfrækja heimavist við FSU. Þá hefur bæjarráð Árborgar áður lýst því að sveitarfélagið er reiðubúið til að koma að byggingu slíkrar heimavistar með ríkinu.
Bæjarráð skorar á mennta- og menningarmálaráðuneytið að vinna gagngert í málinu og í því skyni mætti hugsanlega útvíkka starfssvið starfshóps sem hefur þegar verið stofnaður um heimavistarúrræði á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin á Suðurlandi er ekki síður brýn en á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt að skoða þessi mál í samhengi, því að ef ekki er til staðar lausn á Selfossi þá kann það að vera námsmönnum þrautarúrræði að sækja skóla í borginni.

Bæjarstjóra falið að koma ályktuninni á framfæri við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
5.5. 2003245 - Þjónustusamningur Umf. Stokkseyrar og Árborgar 2020-2022
Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi Sveitarfélagsins Árborgar við Umf. Stokkseyri ásamt minnisblaði deildastjóra.
Nefndin leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi drög að samningi verði samþykkt en leggur jafnframt til að verði lengdur úr þremur árum í fimm.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir samninginn.
Fundargerðir til kynningar
6. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
557. fundur haldinn 22. apríl.
Lagt fram til kynningar.
557.-fundur-stj.-SASS[1].pdf
7. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
882. fundur haldinn 29. apríl.
Lagt fram til kynningar.
882. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica