39. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
https://www.youtube.com/watch?v=vknmm3DDsVI
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2312231 - Ársreikningur Árborgar 2023
Síðari umræða. - 2402095 - Austurás L 208094 - Deiliskipulag frístundahúsa og aðstöðuhús
Tillaga frá 27. fundi skipulagsnefndar, frá 24. apríl sl., liður 1. Austurás L 208094 - Deiliskipulag frístundahúsa og aðstöðuhús.
Skipulagsnefnd samþykkti deiliskipulag frístundahúsa, auk aðstöðuhúss í landi Austuráss L208094, á fundi skipulagsnefndar 14.2.2024 og samþykkti Bæjarstjórn Árborgar sama mál á fundi sínum 21.2.2024. "Larsen hönnun og ráðgjöf leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Austuráss L208094. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 4 frístundahúsum, auk aðstöðuhús, á 3ha spildu, norðan Votmúlavegar, við Lækjarmótaveg. Hámark byggingarmagns innan byggingarreits er 300m2, og er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 20 manns. Tillagan er í samræmi við kafla 4.2.1. í Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036".
Tillagan hefur verið auglýst i samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010, í Lögbirtingarblaði og Dagskránni frá 28.2.2024, með athugasemdafresti til 10.4.2024. Tillagan var einnig aðgengileg á heimasíðu Árborgar. Tvær athugasemdir bárust, annarsvegar frá Jóhönnu Eivinsdóttur Christiansen Austurmúla 1. L227703, og hinsvegar sameiginlegar athugasemdir frá Jóhönnu Eivinsdóttur Christiansen Austurmúla 1. L227703, Liselot Simoen Austurmúla 3. L227704, og Eiríki Jóhannessyni Lækjarmót land L166198.
Athugasemdir snúa að hugsanlegri mengun vegna ryks vegna aukinnar umferðar um Lækjarmótaveg. Bent er á að þar eru börn sótt í skóla af skólabíl og lýst yfir áhyggjum af öryggi þeirra, vegna aukinnar umferðar um veginn. Talinn verða forsendubrestur af hálfu íbúa í Austurási 1, ef það rísi "ferðaiðnaður" á þessum stað. Telja ofangreindir aðilar að með uppbyggingu frístundahúsa á þessum stað muni það hafa áhrif á endursöluverð eigna þeirra. Að lokum er borin fram tillaga um aðra staðsetningu, þar sem aðkoma yrði frá Votmúlavegi.
Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands auk Vegagerðarinnar. Vegagerðin gerir athugasemd við að aðkoma inn á svæði frístundahúsa sé gegnt aðkomu inn að Austurmúla I og Austurmúla 3. Þá bendir Heilbrigðiseftirlit Suðurland á lausnir varandi regnvatn/ofanvatn.
Nefndin þakkar fyrir innsendar athugasemdir. Austurás L208094 er skráð sem lögbýli samkvæmt lögbýlaskrá og fellur því að skilgreiningu Aðalskipulags Árborgar 2020 - 2036, þar sem eftirfarandi er fyrirskrifað:
"Á bújörðum er heimilt að hafa húsnæði allt að 500 m2 fyrir starfsemi sem er ótengd landbúnaði. Einnig er heimilt að byggja 4 stök frístundahús og vera með gistingu fyrir allt að 20 gesti."
Staðsetning frístundahúsa miðast við að fjarlægð frá Votmúlavegi skuli vera minnst 100m. Verði húsum valinn annar staður nást ekki þau lágmörk. Nefndin telur að umferð muni ekki aukast það mikið að það verði örðugt að búa í nágrenni frístundahúsa vegna rykmengunar. Þá bendir nefndin á að ekki sé í hendi að lítið sem ekkert verði byggt við Lækjarmótaveg í nánustu framtíð, og eða að það verið sett bundið slitlag á veginn. Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum Vegagerðarinnar, með því að færa aðkomu sunnar um 50 m. Texti vegna athugasemda HES hefur einnig verið lagfærður.
Skipulagsnefnd samþykkti breytta/lagfærða tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr. sömu laga. - 2404049 - Víkurheiði 2 (Eyði-Mörk L194375)- Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Tillaga frá 27. fundi skipulagsnefndar, frá 24. apríl sl., liður 3. Víkurheiði 2 (EyðiMörk L194375) - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Víkurheiði 2, á Selfossi. Í breytingunni fellst að byggingarreitur á austurhluta lóðar 2 færist til suðvesturs til að tryggja betri nýtingu lóðar og hagkvæmni varðandi aðkomu. Breytingin er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036. Aðeins er gerð breyting á uppdrætti deiliskipulags. Að undanskildum þeim breytingum sem fjallað er um hér gilda ákvæði í gildandi skipulagi.
Skipulagsnefnd telur að um svo óverulega breytingu sé að ræða, að hún muni á engan hátt hafa áhrif á lóðarhafa eða aðra í nágrenni Víkurheiðar 2.
Skipulagsnefnd samþykkti óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv. sömu grein skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda. - 2311414 - Erindisbréf Öldungaráðs
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf Öldungaráðs. - 1711099 - Samkomulag vegna bílastæða bak við Austurveg 4
Með afsali sem undirritað var þann 3. maí 2021 afsalaði Sveitarfélagið Árborg til Árfoss ehf. lóðinni Austurvegur 4A-3 og afsalaði Árfoss ehf. lóðinni Austurvegur 4A-4 til Sveitarfélagsins Árborgar. Þá afsalaði Sveitarfélagið Árborg til Árfoss ehf. eignarhluta sínum í lóðinni Austurvegi 4 svæði 2 með nýrri afmörkun. Lóðin var þá afmörkuð þannig að lóðirnar Austurvegur 4A-1 og Austurvegur 4A-2 voru afmarkaðar innan Austurvegs 4 svæði 2 enda var fyrirhugað að Austurvegur 4A-1 og Austurvegur 4A-2 yrðu sameinaðar Austurvegi 4 svæði 2. Þar sem afsalið þótti við þinglýsingu ekki kveða skýrlega á um það að lóðunum Austurvegur 4A-1 og Austurvegur 4A-2, væri afsalað til Árfoss ehf. þá var afsalinu ekki þinglýst sem eignarheimild á lóðirnar Austurveg 4A-1 og Austurveg 4A-2 og er afsal þetta því gefið út.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja afsalið. - 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026
Breyting á varamanni B-lista í öldungaráði.
Breyting á fulltrúa í kjördeild 4. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022 - 2026
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 28. maí.
Fundargerðir - 2404017F - Eigna- og veitunefnd - 30
30. fundur haldinn 16. apríl. - 2404015F - Fræðslu- og frístundanefnd - 12
12. fundur haldinn 17. apríl. - 2404009F - Velferðarnefnd - 9
9. fundur haldinn 18. apríl. - 2404021F - Bæjarráð - 84
84. fundur haldinn 24. apríl. - 2404024F - Ungmennaráð - 1/2024
1. fundur haldinn 2. apríl. - 2404023F - Ungmennaráð - 2/2024
2. fundur haldinn 22. apríl. - 2404012F - Skipulagsnefnd - 27
27. fundur haldinn 24. apríl. - 2404027F - Bæjarráð - 85
85. fundur haldinn 2. maí. - 2405002F - Bæjarráð - 86
86. fundur haldinn 8. maí.