Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 81

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
23.07.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari,
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2006232 - Verkefnið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19
Þann 25. júní óskaði bæjarráð eftir mati fjölskyldusviðs á þörf og forsendum fyrir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu, en frestur til umsókna var til 30. júní.
Fjölskyldusvið Árborgar sótti um styrk og var hann veittur. Nánari upplýsingar eru í framlögðu minnisblaði.

Lagt fram til kynningar.
Verkefnið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19.pdf
2. 2007036 - Vitaleiðin og handbækur fyrir göngu- og hjólaleiðir á Suðurlandi
Síðastliðið ár hefur Markaðsstofan verið að vinna að verkefnum tengdum ferðaleiðum sem eitt af verkefnum út frá Áfangastaðaáætlun Suðurlands, og áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands (Umhverfis- og þematengdar samgöngur - Ferðamannaleiðir).

Nú eru afurðir verkefnisins farnar að líta dagsins ljós. Til kynningar eru handbækur sem sveitarfélög og aðrir geta nýtt sér til viðmiðunar þegar farið er í að vinna að göngu og hjólaleiðum, hvort sem þær eru unnar af sveitarfélögunum, landeigendum eða öðrum hagsmunaaðilum.

Lagt fram til kynningar.
MSS_Handbok_Hjolaleidir_A4_v2.pdf
MSS_Handbok_Gonguleidir_A4_v4.pdf
3. 1905067 - Ísland ljóstengt - ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar
Svör Gagnaveitunnar, dags. 14. júlí sl. við fyrirspurn bæjarráðs, dags. 16. júní um það hvenær Gagnaveitan hyggst ljúka ljósaleiðaratengingu heimila á Stokkseyri og Eyrarbakka.
Í svörum Gagnaveitunnar kemur fram að ekki liggi fyrir hvenær ráðist verði í að klára að ljósleiðaratengja heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Gagnaveitunnarmeð það að markmiði að lokið verði við ljósleiðaravæðingu á Stokkseyri og Eyrarbakka sem allra fyrst. Þar sem brýnt er að tryggja að þessir þéttbýliskjarnar verði samkeppnishæfir með tilliti til möguleika á fjarvinnu og almennra lífsgæða.
4. 2007191 - Húsnæðismál dagdvalar í Vinaminni
Í fundargerð Öldungaráðs Árborgar kemur fram að húsnæði það sem hýsir dagdvölina sé orðið alltof lítið og henti illa fyrir starfssemina. Jafnframt kemur fram að Öldungaráð telji mikilvægt að fara í þarfagreiningu á stærð og húsnæðiskröfum vegna nýrrar aðstöðu fyrir starfsemina.
Bæjarráð felur stjórnendum á fjölskyldusviði að vinna þarfagreiningu fyrir nýtt húsnæði undir starfsemi Vinaminnis fyrir næsta fund bæjarráðs. Þegar sú þarfagreining liggur fyrir verður farið í að auglýsa eftir nýju húsnæði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica