Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 41

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.07.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Bæjarráð samþykkir að fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 17. júlí verði tekin á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1907014 - Ímyndar- og kynningarherferð fyrir Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka
Lögð fram tillaga um ímyndar- og kynningarherferð fyrir Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka í þeim tilgangi að styrkja ímynd sveitarfélagsins.
Bæjarráð Árborgar samþykkir að sveitarfélagið verji allt að 10 milljónum króna í kynningar- og ímyndarherferð þar sem áhugasöm fyrirtæki á svæðinu munu einnig taka þátt.
Megininntak átaksins er að draga athygli að jákvæðum breytingum sem eru að eiga sér stað á Selfossi og þeim uppbyggjandi áhrifum sem þær munu hafa á næstu árum. Áhersluatriði átaksins verða mannlíf, vöxtur og náttúra. Samhliða verða Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur kynntir sem áhugaverðir staðir til heimsókna, búsetu og atvinnureksturs.
Mikill fjöldi fólks á leið um Selfoss á degi hverjum og til mikils að vinna að þeir líti á staðinn sem áhugaverðan til heimsóknar. Þá stendur fyrir dyrum að hefja úthlutun lóða í Björkurstykki, á vegum sveitarfélagsins, og jafnvel víðar á vegum einkaaðila, og mun jákvæð kynning sem þessi styrkja sveitarfélagið sem afbragðs búsetuvalkost. Einnig má benda á að mikilvægt er að fyrirtæki í landinu sjái tækifæri í því að nýta vaxandi fjölda íbúa og aukið atgervi í Árborg til að auka starfsemi sína í sveitarfélaginu.
Fyrirtæki og framkvæmdaaðilar á Selfossi hafa sýnt mikinn áhuga á að koma að slíkri kynningarherferð, ásamt sveitarfélaginu, með það að markmiði að auðga mannlíf og fjölga hér tækifærum.
Efni kynningarátaksins verður tekið upp nú í sumar og mun verða birt í öllum fjölmiðlum í haust og eftir áramót. Sérstök áhersla verður lögð á samfélagsmiðla, en einnig hefðbundna fjölmiðla.
Tengiliður verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins verður Bragi Bjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi. Sveitarfélagið mun annast fjárvörslu vegna átaksins.

Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 upp á 10 milljónir króna vegna þessa verkefnis.
Ímyndarherferð.pdf
2. 1907050 - Starfshópur - endurskoðun á meðferð og ráðstöfun aflaheimilda sem varið er til margvíslegra sértækra aðgerða
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarstjórnarmenn eru hvattir til að mæta á fund um endurskoðun meðferðar og ráðstöfun aflaheimilda. Fundurinn verður 15. ágúst nk.
Bæjarstjóra falið að mæta fyrir hönd Árborgar.
Samráðsfundur um ráðstöfun 5,3% aflaheimilda haldinn þann 15. ágúst 2019.pdf
3. 1907044 - Tækifærisleyfi - Sumar á Selfossi
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna Sumars á Selfossi frá 8.-11. ágúst. Umsækjandi er Knattspyrnufélagið Árborg kt. 500101-2610.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.
Umsókn um tækifærisleyfi Sumar á Selfossi 2019.pdf
4. 1906193 - Rekstrarleyfisumsögn - Rauða húsið
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 20. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II, vegna sölu veitinga að Búðarstíg 4,(Rauða húsið). Umsækjandi Mundabúð ehf kt. 510313-1430.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.
Umsókn um rekstarleyfi Rauða húsið.pdf
5. 1907022 - Styrkbeiðni - vegna alþjóðlegrar skákhátíðar og starfsemi SSON
Ósk um samstarfssamning við Árborg vegna sérverkefna frá Skákfélagi Selfoss og nágrennis, dags. 22. júní.
Bæjarráð vísar hugmyndum um samstarfssamning Árborgar og Skákfélags Selfoss til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Skákfélag Selfoss á 30 ára afmælisárinu um kr. 1.200.000 vegna aljþóðlegrar skákhátíðar og Íslandsmóts í Fischer slembiskák.
6. 1907023 - Ályktun um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Erindi frá starfshópi sem skipaður var af SASS, dags. 4. júlí, um húsnæðisúrræði nemenda við FSu, þar sem óskað er eftir að sveitarfélög sem standa saman að FSu taki undir meðfylgjandi ályktun.
Bæjarráð Árborgar tekur undir ályktun starfshópsins og skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í að heimavist verði starfrækt við FSU á nýjan leik. Jafnframt er skorað á skólanefnd og stjórnendur skólans að vinna að því að koma upp heimavist við skólann.
Ályktun um heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands.pdf
7. 1907051 - Ábending til sveitarfélaga - frumkvæði að íslenskum örnefnum
Erindi frá Örnefnanefnd, dags. 26. júní, þar sem Örnefnanefnd beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að senda umsagnir um ensk heiti á stöðum í nærumhverfi.
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefndar.
Tilmæli Örnefnanefndar til sveitarfélaga á Íslandi, 26. júní 2019.pdf
8. 1906042 - Kjaradeilu vísað til Ríkissáttasemjara
Erindi frá Bárunni, stéttarfélagi, dags. 2. júlí. Staðan í kjaramálum félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags sem vinna hjá sveitarfélögum í Árnessýslu. Báran, stéttarfélag fer fram á að sveitarfélög greiði starfsfólki sínu sem starfa eftir samningi SGS 105.000 kr. innágreiðslu.
Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu. Vegna þessa umboðs er sveitarfélögum ekki heimilt að hafa afskipti af kjarasamningsgerðinni. Í gangi er alvarleg kjaradeila við Starfsgreinasambandið, Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness þar sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur í eldlínunni að verja gríðarlega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélaganna.
Í þessu ljósi telur bæjarráð sér ekki fært að hafa bein afskipti af kjarasamningsgerðinni með því að víkja frá ákvörðunum samninganefndar Sambandsins.
Staðan í kjaramálum félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags sem vinna hjá sveitarfélögum í Árnessýslu.pdf
9. 1904004 - Rekstur samkomuhússins Staður á Eyrarbakka
Samningur um rekstur Staðar á Eyrarbakka.
Bæjarráð staðfestir framlagðan samning.
Samningur um reksur samkomu- og íþróttahússins Stað á Eyrarbakka.pdf
10. 1907067 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Keldnakotsvegar af vegaskrá
Erindi frá Vegagerðinni, dags. 11. júlí, þar sem tilkynnt er um fyririhugaða niðurfellingu héraðsvegar, Keldnakotsveg (3069-01) að bænum Keldnakot af vegaskrá.
Bæjarráð leggst gegn fyrirhugaðri niðurfellingu héraðsvegar, Keldnakostsvegar (3069-01), að bænum Keldnakoti af vegaskrá og bendir á að þó þarna sé ekki föst búseta sem stendur þá er ekki hægt að útiloka fasta búsetu á næstu árum.
Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu héraðsvegar, Keldnakotsveg ( 3069-01) að bænum Keldnakoti af vegaskrá.pdf
11. 1907068 - Rekstur á samkomuhúsinu Gimli Stokkseyri
Rekstraraðili á Gimli sagði upp leigunni í lok júní. Nú hafa áhugasamir aðilar lýst áhuga á að taka að sér rekstur vinnustofu og kaffihúss í Gimli.

Bæjarráð samþykkir að gerður verði samningur á þeim nótum sem kynnt er í erindinu og felur bæjarstjóra og Braga Bjarnasyni, frístunda- og menningarfulltrúa, að ljúka gerð samnings til loka apríl 2020 með möguleika á framlengingu.
erindi.gimli.2019.pdf
12. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
Nú liggur fyrir sundurliðuð kostnaðaráætlun, unnin af Verkís, vegna Fjölnota íþróttahúss á Selfossi. - Um hana ríkir trúnaður vegna útboðsmála.
Búið að er að skipta verkinu upp í þrjá útboðsþætti, jarðvinnu, byggingarvinnu og innri búnað. Fyrri tvo þættina má bjóða út á þessu ári en innri búnað mætti bjóða út árið 2020.
Gera má ráð að bjóða þurfi út byggingarþáttinn á EES svæðinu vegna umfangs.

Fulltrúi D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Í trausti þess að fjármögnun verði klár og að tölur hönnuða standist og yfirlit bæjarstjóra standist varðandi heildarfjárhag sveitarfélagsins og stöðu þess, styð ég tillöguna. Ég legg áherslu á að loka fjármögnun verkefnisins sé tryggð áður en lagt er af stað í annars jákvæðu verkefni í þágu uppbyggingar fyrir íþróttastarfsemi í sveitarfélaginu og í raun á suðurlandi öllu. Það breytir þó ekki skoðun undirritaðs að rangt hafi verið að slá knatthús af hjá meirihluta bæjarstjórnar þar sem ég tel að notagildi slíks húss hefði alltaf til allrar framtíðar verið mikilvægt meðfram fjölnota íþróttahúsi, alltaf tilbúið til notkunar þegar nýja húsið er í notkun fyrir stór mót og viðburði þannig að æfingar gætu verið stöðugar hjá íþróttafólkinu okkar. Knatthúsið væri aukin heldur tilbúið núna en fullnaðar bygging fjölnota íþróttahúss mun taka fleiri ár og jafnvel áratug og því mun enn tefjast að skapa aðstöðu og þá sérstaklega vetraraðstöðu fyrir íþróttafólkið okkar. Það má spyrja sig hvort ekki væri rétt að svo fjárfrekt verkefni og stórt sé ekki afgreitt á sumarfundi bæjarráðs sem sannarlega hefur fullnaðarumboð bæjarstjórnar, heldur sé málið rætt og afgreitt á bæjarstjórnarfundi þar sem allir bæjarfulltrúar sveitarfélagsins hafi aðkomu að málinu. Það væri lýðræðislegt.

Kjartan Björnsson D lista

Bókun bæjarfulltrúa D-lista vekur furðu þar sem að sagan hefur sýnt að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa barist af fullum þunga gegn byggingu fjölnota íþróttahúss frá upphafi. Fullyrðingar um að knatthús væri tilbúið í dag standast enga skoðun því framkomnar hugmyndir að knatthúsi voru eingöngu á undirbúningsstigi sl. vor er þær voru blásnar af.
Húsið mun rísa við suðurenda núverandi gervigrasvallar. Áætlað er að húsið verði tilbúið til notkunar í ágúst 2021.
Undirritaðir eru sannfærðir um að bygging þessa húss verði gríðarleg lyftistöng fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu og Suðurlandi öllu.
Útboðið nú tekur til byggingar tæplega 6.400 fermetra fjölnota íþróttahúss sem mun hýsa hálfan knattspyrnuvöll, aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og göngu- og hlaupabraut umhverfis knattspyrnuvöllinn verður einnig í húsinu.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista
Tómas Ellert Tómasson M-lista


Bæjarráð felur sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að auglýsa útboð vegna byggingar 1. áfanga fjölnota íþróttahúss sem mun rísa við Engjaveg á Selfossi.

13. 1907064 - Gatnagerð í landi Bjarkar 1. áfangi
Verkís hefur lokið við gerð uppfærðrar kostnaðaráætlunar vegna gatnagerðar í Björkurstykki. Um hana ríkir trúnaður vegna útboðsmála.
Um er að ræða stærstan hluta gagnagerðar 1. áfanga, en geymdir eru liðir vegna yfirborðsfrágangs sem ekki þarf að bjóða út fyrr en næsta vor.

Bæjarráð felur sviðsstjóra Mannvirkja- og umhverfissviðs að auglýsa útboð vegna gatnagerðar í fyrsta áfanga í landi Bjarkar (Björkurstykki).

Útboðið tekur til fyrsta áfanga af þremur í landi Bjarkar sem mun fullbúið rúma um 700 íbúðir. Í fyrsta áfanga verksins sem nú er að fara af stað verða tilbúnar lóðir fyrir um 200 íbúðir ásamt fyrir nýjum Grunnskóla sem fyrirhugað er að verði tekinn í notkun árið 2021.

Sumarið 2020 verða til byggingarhæfar lóðir fyrir um 140 íbúðir. Þær lóðir verða auglýstar lausar til umsóknar nú í haust.

Kjartan Björnsson, D-lista, lætur bóka hjásetu sína.
Fundargerð
15. 1907003F - Skipulags og byggingarnefnd - 24
15.1. 1902150 - Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Tryggvagötu 15, stækkun líkamsræktarstöðvar. Tillagan hefur verið auglýst, engar athugasemdir hafa borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir deiliskipulagstillöguna.
15.9. 1905413 - Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi að Eyrarlæk 8 Selfossi. Erindið hefur verið grenndarkynnt, athugasemdir hafa borist. Umsækjandi: Guðni Gestur Pálmason.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að skipulagsbreytingunni verði hafnað byggt á athugasemdum við grenndarkynningu.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð hafnar skipulagsbreytingunni að tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
15.11. 1705113 - Umsókn um leyfi fyrir stækkun fornleifarannsóknar á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir stækkun fornleifarannsóknar á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka.
Fundargerðir til kynningar
14. 1901176 - Fundargerðir stjórnar SASS 2019
547. fundur haldinn 28.júní
547. fundur stjórnar SASS.pdf
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur ráðsins verði þann 8. ágúst næstkomandi.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica