Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 82

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
06.08.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari,
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2004184 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020
Rekstraryfirlit jan-maí 2020
Lagt fram.
2. 2007191 - Húsnæðismál dagdvalar í Vinaminni
Þarfagreining fyrir nýtt húsnæði fyrir dagdvöl einstaklinga með heilbilun unnin af deildarstjóra félagsþjónustu, forstöðumanni dagdvala, iðjuþjálfa dagdvala og starfsmanni Vinaminnis lögð fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa eftir húsnæði á grunni þessar þarfagreiningar.
3. 2006170 - Hækkun námugjalds í Þórustaðanámu - áhrif á verksamninga
Minnisblað frá deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar, vegna erindis frá Borgarverk, dags. 16. júní, um hækkun námugjalds í Þórustaðanámu og áhrif þess á verksamninga lagt fram.
Bæjarráð getur ekki orðið við beiðni Borgarverks og hafnar því erindinu.
4. 2005121 - Rekstrarleyfisumsögn - gististaðurinn Barn house Strandgötu 8b
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 13. maí 2020, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Strandgötu 8b, fnr. 232-1299 til sölu gistingar í flokki II frístundahús. Umsækjandi: RK ehf.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita jákvæða umsögn á 48. fundi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði veitt.
5. 2007131 - Deiliskipulag - Jórvíkur 1
Tillaga frá 48. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. júlí sl., liður 3. Tillaga að deiliskipulagi 1. áfanga að landi Jórvíkur 1.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst.

Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
6. 2007209 - Rekstrarleyfisumsögn - gisting í flokki II að Suðurbraut 16
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 27. júlí 2020, þar sem óskað er umsagnar um nýtt rekstrarleyfi að Suðurbraut 16, til sölu gistingar í flokki II minna gistiheimili. Umsækjandi er Jean-Rémi Chareyre.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita jákvæða umsögn á 48. fundi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði veitt.
7. 1312089 - Deiliskipulagstillaga fráveituhreinsistöð
Tillaga frá 48. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. júlí sl., liður 7. Deiliskipulagstillaga fráveituhreinsistöð.

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði auglýst.

Bæjarráð samþykkir að skipulags- og matslýsingin verði auglýst.
Fundargerð
8. 2007002F - Skipulags og byggingarnefnd - 48
9. 2007005F - Félagsmálanefnd - 17

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica