Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 25

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
31.07.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Stefán Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umsókn um framkvæmdarleyfi að Sólvöllum 6.
Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 1907072 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir 20ft gám að Suðurgötu 11 Tjarnarbyggð.
Umsækjandi: Ari Már Helenuson.
Samþykkt að veita stöðuleyfið til 6 mánaða.
2. 1905038 - Fyrirspurn um byggingu raðhús/parhús að Merkisteini 1 Eyrarbakka.
Fyrirspyrjandi: Hjalti Viktorsson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda um frekari útfærslu.
3. 1907065 - Umsókn um breytingu á lóðum að Keldnakoti
Umsækjandi. Ríkiseignir
Lagt er til við bæjarstjórn að umbeðnar lóðabreytingar verði samþykktar.
4. 1907090 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir æfingarvöll á Íþróttavallarsvæði við Engjaveg.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Skipulags- og byggingarnefnd vill lýsa yfir óánægju sinni með að framkvæmdir vegna æfingavallar séu hafnar áður en samþykkt framkvæmdarleyfi liggi fyrir. Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt með þeim fyrirvara að við sandtöku í Eyrabakkafjöru verði gróðurhulu ekki raskað, þar með talið melgresi.
5. 1907091 - Fyrirspurn um leyfi fyrir garðskúr að Háengi 4 Selfossi.
Fyrirspyrjandi: Eiríkur Harðarson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.
6. 1907111 - Umsókn um stækkun á byggingarreit að Hellubakka 11 Selfossi.
Umsækjandi. Cedrus ehf
Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir lóðareigendum að Hellubakka 9 og 13 og Laxabakka 12 og 14.
7. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi.
Frestað.
8. 1906009 - Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar, skipulagslýsing hefur verið auglýst.
Umsagnir lagðar fram til kynningar.
9. 1907005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 23
10. 1907060 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lausar kennslustofur að Sólvöllum 6
Skipulags- og byggingarnefnd vill lýsa yfir óánægju sinni með framkvæmdir vegna lausra kennslustofa við Álfheima. Nefndin hafði áður frestað afgreiðslu málsins vegna staðsetningu kennslustofanna, engu að síður var haldið áfram framkvæmdum enda voru þær hafnar áður en umsókn um framkvæmdarleyfi barst nefndinni. Í ljósi aðstæðna er samt sem áður lagt til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt. Greidd voru atkvæði og afgreiðslan samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
Fulltrúar D-lista lýsa yfir óánægju með staðsetningu kennslustofanna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica