Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 84

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
27.08.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2008151 - Beiðni um samstarf vegna endurbyggingar Vesturbúðarinnar á Eyrarbakka
Beiðni Vesturbúðarfélagsins, dags. 19. ágúst, um samstarf vegna fyrrhugaðrar uppbyggingar á Vesturbúðinni á Eyrarbakka.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja drög að samstarfssamningi í samvinnu við Vesturbúðarfélagið.
Vesturbúðarfélagið bréf á bæjarráð ágúst 2020.pdf
2. 2006234 - Fjarverustefna
Tillaga bæjarstjóra og mannauðsstjóra að starfshópi vegna fjarverustefnu.

Bæjarráð samþykkir að starfshópinn skipi bæjarstjóri, mannauðsstjóri og mannauðsfulltrúi.
3. 2007191 - Húsnæðismál dagdvalar í Vinaminni
Aðeins hefur borist eitt svar við auglýsingunni og er það frá Hollvinafélaginu Vallholti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi við Hollvinafélagið Vallholti um húsnæðið.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi undir þessum lið.
4. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Drög að erindisbréfi lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf.
Erindisbréf starfshóps um uppbyggingu menningarsalar á Suðurlandi - Drög.pdf
5. 2008181 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð nr. 5 við Norðurhóla á Selfossi
Erindi frá World Wide-Ísland ehf, dags. 18. ágúst, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 5 við Norðurhóla á Selfossi.
Í ljósi þess að lóðinni nr. 5 við Norðurhóla hefur þegar verið úthlutað hafnar bæjarráð erindinu.
6. 2008198 - Spálíkan um mannfjölgun og fjárhagsáætlunargerð
Tilboð frá Talnakönnun hf, dags. 21. ágúst.
Bæjarstjóri telur mikilvægt að sveitarfélagið fái í hendur öflugt tól til að spá fyrir um framtíðarþarfir; fólksfjölgun, stöðugildaþörf, tekjur og útgjöld sveitarfélagsins. Gríðarmikil íbúafjölgun gerir það áríðandi að sjá fyrir þarfir í mönnun og þjónustu. Meðfylgjandi er tilboð frá Talnakönnun sem bæjarstjóri hafði óskað eftir á fundi með fyrirtækinu.
Í fjárhagsáætlun eru til 1,5 m.kr. auk 0,5 m.kr. í móttöku erlendra gesta sem færa má á milli liða í viðaukagerð, en alls er um að ræða kostnað upp á 2,5 m.kr.
Lagt er til að tilboði Talnakönnunar verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna en óskar eftir að unninn verði viðauki fyrir því sem upp á vantar og lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Fundargerðir til kynningar
7. 2002055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2020
206. fundur haldinn 18. ágúst
206_fundur_fundargerd.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica