Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 30

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
28.03.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson varaformaður, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1808140 - Fyrirspurn frá EFS vegna fjárhagsáætlunar 2019
Fyrirspurn frá EFS, dags. 8. mars þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort einhver þeirra áætluðu fjárfestinga sem fram koma í fjárhagsáætlun ársins 2019 falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð felur fjármálastjóra fara yfir málin og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
2. 1808140 - Erindi frá EFS um almennt eftirlit í samræmi við lög og reglur
Erindi frá EFS, dags. 18. mars, um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
Lagt fram til kynningar.
3. 1903137 - Fyrirspurn - vilji sveitarstjórna til þjónustusamninga vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Erindi frá Útlendingastofnun, dags. 13. mars, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs/bæjarstjórnar til að gera þjónustusamning vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Sveitarfélagið sér sér ekki fært að sinna þessu verkefni meðal annars af þeirri ástæðu að ekki er nægt framboð af húsnæði í sveitarfélaginu og ekkert húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem gæti þjónað verkefninu.
4. 1903203 - Styrkbeiðni - hjartastuðtæki í Grænumörk 5
Erindi frá Félagi eldri borgara á Selfossi, dags. 21. mars 2019, þar sem skorað er á bæjarráð að kaupa hjartastuðtæki til uppsetningar í Mörkinni í Grænumörk 5.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir styrk að hámarki fjárhæð 250.000 kr. og vísar málinu til bæjarstjóra.
5. 1903204 - Styrkbeiðni - útgáfa söngbókarinnar Rósin söngbók eldri borgara
Styrkbeiðni frá Kiwanisklúbbnum Hraunborg, dags. 21. mars, þar sem óskað er eftir styrk til endurprentunar á söngbókinni Rósin sem er tileinkum eldri borgurum og Alzheimersamtökunum á Íslandi.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
6. 1903223 - Umsögn - frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóðs. Mál 710.
Lagt fram til kynningar.
7. 1903241 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, neyslurími
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni ( neyslurími), mál 711.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
8. 1903071 - Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024
Erindi frá SASS, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir að fundinn verði fundartími fyrir íbúafund fyrir láglendi Árnessýslu. Um er að ræða fyrsta áfanga í vinnu við stefnumörkun fyrir nýja Sóknaráætlun Suðurlands.
Bæjarráð leggur til að fundirnir verði haldnir í Sveitarfélaginu Árborg 9. apríl nk. og leggur til að SASS ákveði tímasetningar.
Fundargerðir
9. 1902017F - Íþrótta- og menningarnefnd - 8
8. fundur haldinn 12. mars
Lagt fram til kynningar.
10. 1903003F - Fræðslunefnd - 9
9. fundur haldinn 13. mars
Lagt fram til kynningar.
11. 1903004F - Framkvæmda- og veitustjórn - 22
22. fundur haldinn 13. mars
Lagt fram til kynningar.
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi tók undir mótatkvæði fulltrúa D-lista á fundinum og lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 8, málsnr. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli:
Bæjarfulltrúi D-lista bendir á að rétt væri að vinna að uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á lengri tíma og í áföngum, eins og hugmyndir fulltrúa D-lista gerðu ráð fyrir. Ljóst er að fjölnota íþróttahús mun rísa á Selfossi og hafa bæjarfulltrúar D-lista ekkert á móti slíkri framkvæmd, en telja að sveitarfélagið hafi ekki fjárhagslega burði til að ráðast í slíkt verkefni á þessum tíma í einum áfanga. Mjög brýn og aðkallandi þörf er fyrir úrbætur í leikskóla- og skólamálum, sem mun verða afar kostnaðarsöm og ekki er hægt að fresta. Vandséð er að sveitarfélaginu muni standa til boða lánsfé á ásættanlegum lánskjörum fyrir þeim fjárfestingum og fjölnota íþróttahúsi að auki. Þrátt fyrir að á síðust árum hafi tekist að lækka skuldahlutfall sveitarfélagsins verulega mun ekki taka langan tíma að koma því aftur til fyrra horfs með því að ráðast í slíkar fjárfestingar umfram getu sveitarfélagsins, sem meirihlutinn vinnur að.
12. 1903006F - Skipulags og byggingarnefnd - 16
16. fundur haldinn 20. mars
12.7. 1903074 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar hitaveitulagnar meðfram Suðurlandsvegi. Umsækjandi: Selfossveitur.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
12.8. 1903152 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu jarðstrengs. Umsækjandi: Hs veitur
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
12.9. 1903077 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar, Eyði-Mörk 2 Sandvíkurhrepp. Umsækjendur: Ólafur Kristjánsson og María Hauksdóttir
Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
12.10. 1903078 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar, Geirakot 3 Sandvíkurhrepp. Umsækjendur: Ólafur Kristjánsson og María Hauksdóttir
Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
12.11. 1903079 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar, Geirakot 2 Sandvíkurhrepp. Umækjendur: Ólafur Kristjánsson og María Hauksdóttir
Lagt er til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
12.12. 1902150 - Breytingar á deiliskipulagi Sundhallarreits.
Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Sundhallarreits verði auglýst.

Niðurstaða þessa fundar
12.13. 1901280 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna byggingaleyfisumsóknar að Urriðalæk 24 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarráð að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
12.14. 1901277 - Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna breyttrar vegtengingar að Suðurbraut 25 Tjarnarbyggð. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarráð að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna.
12.15. 1811021 - Tillaga að lóð undir kirkju Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í Hagalandi.
Lagt er til við bæjarráð að tillaga að legu lóðar verði samþykkt og stofnuð. Einnig er lagt til að lóðinni verði úthlutað til Kaþólsku kirkjunnar.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið og að lóðinni verði úthlutað til Kaþólsku kirkjunnar.
12.17. 1903166 - Lögð fram tillaga að nýrri þjónustulóð á horni Norðurhóla og Suðurhóla.
Lagt er til að tillaga að legu lóðar og lóðarstærð verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráðs samþykkir tillögu að legu lóðar og að lóðarstærð verði samþykkt.

Fundargerðir til kynningar
13. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
869. fundur haldinn 15. mars
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica