Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 119

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
08.07.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
-
-
Gunnar Egilsson, D-lista, lét bóka í upphafi fundar.
Ég vek athygli á að samkvæmt kosningu í bæjarráð á 37. fundi bæjarstjórnar, þann 9. júní 2021, undir 2. lið dagskrár, var Ari Ólafsson ekki kjörinn varamaður í bæjarráð. Því geri ég athugasemd við setu hans á fundinum.

-
-
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lét bóka í framhaldi ofangreindrar bókunar.
Samkvæmt 27. grein samþykktar um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar hefur Ari Ólafsson rétt til setu í bæjarráði.
-
-
27. gr.
Kosning bæjarráðs.
Bæjarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum kjósa þrjá aðalmenn í bæjarráð til eins árs. Aðalmenn í bæjarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn í bæjarráð, sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga. Aðalfulltrúar og varafulltrúar af sama framboðslista og hinn kjörni bæjarráðsmaður verða varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann bæjarráðs úr hópi kjörinna bæjarráðsmanna.
Bæjarráð getur ráðið sér fundarritara utan bæjarráðs.
Kosning í bæjarráð skal vera leynileg og bundin hlutfallskosning sé þess óskað.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2107029 - Kaupsamningur og afsal - Fossnes 5C
Kaupsamningur og afsal vegna Fossnes 5C
Sigurður Sigurjónsson, lögmaður kom inn á fundinn.

Bæjarráð samþykkir framlagðan kaupsamning vegna Fossness 5c.
 
Gestir
Sigurður Sigurjónsson lögmaður - 00:00
2. 2106324 - Stöðugildi í dagdvölinni Vinaminni
Áður frestað á 118. fundi.

Minnisblað frá fjölskyldusviði, dags. 18. júní, um stöðuna í Vinaminni og ósk um nýtingu á stöðugildum sem þegar voru í launaáætlun en forsenda fyrir nýtingu þeirra var aukning á leyfum frá Sjúkratryggingum sem hefði skilað inn frekari fjármagni til sveitarfélagsins.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir frekari upplýsingum frá starfsmönnum fjölskyldusviðs fyrir næsta fund bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að stöðugildin sem eru á fjárhagsáætlun ársins verði nýtt, þrátt fyrir að ekki hafi fengist fjölgun rýma frá Sjúkratryggingum Íslands.
3. 21051107 - Breyting á gjaldskrá vatnsveitu, tengigjöld
21051107 - Breyting á gjaldskrá vatnsveitu
Síðari umræða.

Tillaga frá 47. fundi eigna- og veitunefndar, frá 16. júní, liður 6. Breyting á gjaldskrá vatnsveitu. Nefndin samþykkti fyrirliggjandi tillögu að nýrri gjaldskrá vatnsveitu Árborgar og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrána.

Bæjarráð vísaði málinu í síðari umræðu á 118. fundi

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á gjaldskrá.
Minnisblað-Tillaga að nýrri gjaldskrá vatnsveitu.pdf
4. 2101161 - Framkvæmdaleyfi - Suðurhólar - gatnagerð
Sigurður Ólafsson f.h. Árborgar sótti um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð - Suðurhólar að Gaulverjabæjarvegi.


Bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð - Suðurhólar að Gaulverjabæjarvegi.
2101161_Framkvæmdarleyfi_Suðurhólar.pdf
2839-046-01-UBG-001-V01- Suðurhólar 2021 - útboðs- og verklýsing (1).pdf
2839-046-03-TEI-050-V01-Suðurhólar Austurhólar - teikningasett (1).pdf
5. 2106442 - Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2020
Ársskýrsla og Ársreikningur Fræðslunetsins 2020
Lagt fram til kynningar.
Ársreikningur Fræðslunetsins 2020.pdf
Ársskýrsla 2020 lok.pdf
6. 2106446 - Sameining lóða - Vallholt 15 Austurvegur 42
Erindi frá Sigfúsi Kristinssyni, dags. 25. júní, þar sem óskað var eftir að lóðin við Vallholt 15 yrði sameinuð við lóðina Austurveg 42 og yrði þá ein lóð.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa.
Beiðni um samruna lóða Vallholt 15 verði sameinuð Austurvegi 42.pdf
7. 1711262 - Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland
Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 25. júní, um Áfangastaðaáætlun Suðurlands, þar var óskað eftir uppfærðum lista fyrir mögulegar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Lagt fram til kynningar. Erindið er í vinnslu hjá frístunda- og menningarfulltrúa.
Áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland.pdf
8. 2106465 - Tækifærisleyfi - Hvítahúsið - Kótelettan 2021
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi þann 9. - 11. júlí í Hvítahúsið og Sigtúnsgarð á Kótelettunni 2021. Umsækjandi Viðburðastofa Suðurlands
Bæjarráð samþykkir að tækifærisleyfið verði veitt.
9. 2106465 - Tækifærisleyfi - Hvítahúsið - Kótelettan 2021
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. júní, þar sem óskað var eftir umsókn um lengdan opnunartíma, tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi þann 9. - 11. júlí í Hvítahúsið. Umsækjandi Góð stemming ehf.
Bæjarráð samþykkir að tækifærisleyfið verði veitt.
10. 2106464 - Tækifærisleyfi - Sigtúnsgarður - Sumar á Selfossi
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi þann 5. - 8. ágúst í Sigtúnsgarði. Umsækjandi Knattspyrnufélag Árborgar.
Bæjarráð samþykkir að leyfið verði veitt.
11. 2102349 - Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi
Tillaga frá 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 30. júní, liður 3. Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi.

Um er að ræða deiliskipulag vegna nýrrar lóðar við Nauthaga 2 á Selfossi. Markmið deiliskipulagsins var að byggja upp íbúðar- og þjónustukjarna með 6-9 íbúðum vegna sértækra búsetuskilyrða sem Bergrisinn bs. mun standa að.

Lýsing deiliskipulagstillögu hafði verið kynnt og umsagnir borist.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123.

Bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi í Nauthaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nauthagi-ibudarkjarni-01_Dsk-A2Til-Yfirlestrar02.pdf
12. 2105567 - Ástjörn - breyting á deiliskipulagi - Ástjörn 11
Tillaga frá 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 30. júní, liður 4. Ástjörn - breyting á deiliskipulagi - Ástjörn 11.
Um var að ræða breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Ástjörn, Selfossi. Breytingin tók til stækkunnar á byggingarreit og fjölgun íbúða úr 20 í 23.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
DSK.br. tillaga Aths. RG.pdf
13. 1811139 - Ósk um deiliskipulag - Vöttur
Tillaga frá 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 30. júní. liður 8. Ósk um deiliskipulag - Vöttur.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Vött hafði verið auglýst og var athugasemdafrestur til og með 23. júní 2021.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum en þær umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vöttur Deiliskipulag 17.03.2021.pdf
Umsögn MÍ.pdf
Umsögn vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir Vött og Vött II, Árborg.pdf
Vöttur - Umsögn um deiliskipulagstillögu.pdf
14. 2101310 - Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss
Tillaga frá 72. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 30. júní, liður 13. Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss.
Í bréfi dagsettu 23. júní 2021, gerði Skipulagsstofnun athugasemdir við að sveitarfélagið birti auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar í b-deild stjórnartíðinda.
Í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tók skipulags- og byggingarnefnd athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu. Brugðist hafði verið við öllum athugasemdum stofnunarinnar með óverulegri breytingu á greinargerð og uppdrætti deiliskipulagsbreytingarinnar. Yfirlit yfir viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar var sett fram í minnisblaði-210628, dags. 28. júní 2021.

Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun að nýju til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun að nýju til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsögn Skipulagsstofnunar dags. 23.6.2021.pdf
Umsögn MÍ.pdf
1502-deiliskipulag-breyting.pdf
1502-Greinargerð með deiliskipulagi-breyting.pdf
1502-Minnisblað-210628.pdf
15. 2106356 - Störf án staðsetningar
Samningur um þróun aðstöðu fyrir störf án staðsetningar.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
Samningur um þróun aðstöðu fyrir störf án staðsetningar.pdf
16. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Rekstur:
Málaflokkur 05- Menningarmál
05810 - Ýmsir styrkir :
- Styttubandið, styrkur vegna kaupa á styttu af Agli Thorarensen samtals 5.000.000 kr.
Samtals kostnaðarauki 5.000.000 kr.

Málflokkur 21 - Sameiginlegur kostnaður
21810 - Ýmsir styrkir :
- Samningur um þátttöku í verkefninu störf án staðsetningar samtals 6.000.000 kr.
Samtals kostnaðarauki 6.000.000 kr.

Viðauki nr. 8 samtals kostnaðarauki vegna reksturs 11.000.000 kr.



Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka, nr. 8, við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 8.pdf
17. 2106221 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2 - Samúelsson Matbar
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 2. júlí, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II. Umsækjandi er Samúelsson - Matbar. ÁB veitingar ehf.


Von var á niðurstöðum afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí.

Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II fyrir ÁB veitingar ehf (Samúelsson Matbar) að Brúarstræti 2.
Í samræmi við 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfestir byggingarfulltrúi eftirfarandi:
- Fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
- Öryggisúttekt fór fram 1. og 7. júlí 2021. Vottorð um öryggisúttekt verður gefið út 8. júlí 2021.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
18. 2106218 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 3 - Motivo Miðbær
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 14. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II. Umsækjandi er Motivo Miðbær.

Von var á niðurstöðum afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí.


Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II fyrir Motivo Miðbær að Brúarstræti 3. Í samræmi við 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfestir byggingarfulltrúi eftirfarandi:
- Fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
- Öryggisúttekt fór fram 1. og 7. júlí 2021. Vottorð um öryggisúttekt verður gefið út 8. júlí 2021.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
19. 2106177 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2, Pasta Romano, El Gordito
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II. Umsækjandi: T&P ehf.

Von var á niðurstöðum afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí.


Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II fyrir Pasa Romano að Brúarstræti 2. Í samræmi við 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfestir byggingarfulltrúi eftirfarandi:
- Fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
- Öryggisúttekt fór fram 1. og 7. júlí 2021. Vottorð um öryggisúttekt verður gefið út 8. júlí 2021.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
20. 2106010 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2, Smiðjan brugghús
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 31. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II. Umsækjandi Smiðjan Mathöll ehf.

Von var á niðurstöðum afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí.


Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II frá Smiðjan Mathöll Brúarstræti 2. Í samræmi við 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfestir byggingarfulltrúi eftirfarandi:
- Fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
- Öryggisúttekt fór fram 1. og 7. júlí 2021. Vottorð um öryggisúttekt verður gefið út 8. júlí 2021.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
21. 2106133 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2, Menam - Dragon Dim Sum
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 7. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II. Umsækjandi Menam ehf.

Von var á niðurstöðum afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí.


Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II frá Menam ehf. að Brúarstræti 2. Í samræmi við 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfestir byggingarfulltrúi eftirfarandi:
- Fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
- Öryggisúttekt fór fram 1. og 7. júlí 2021. Vottorð um öryggisúttekt verður gefið út 8. júlí 2021.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
22. 2106445 - Rekstrarleyfisumsögn - Brúarstræti 2 - Flatey Pizza
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 29. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi til rekstur Veitingaleyfi fl. II. Umsækjandi Reykjavík Napólí ehf.

Von var á niðurstöðum afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí.


Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 8. júlí:

Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu veitinga í flokki II fyrir Reykjavík Napólí ehf (Flatey Pizza) Brúarstræti 2. Í samræmi við 10 gr. laga nr. 85/2007 staðfestir byggingarfulltrúi eftirfarandi:
- Fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
- Öryggisúttekt fór fram 1. og 7. júlí 2021. Vottorð um öryggisúttekt verður gefið út 8. júlí 2021.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis.
23. 2107006 - Úrskurður mennta- og menningarmálaráðuneytisins í stjórnsýslumáli
Úrskurður mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna flutnings barna úr Sunnulækjarskóla í Stekkjaskóla.
Lagt fram til kynningar ásamt minnisblaði lögfræðings bæjarins.
Fundargerðir
24. 2106013F - Skipulags og byggingarnefnd - 72
72. fundur haldinn 30. júní.
25. 2106024F - Félagsmálanefnd - 26
26. fundur haldinn 30. júní.
26. 2106021F - Umhverfisnefnd - 18
18. fundur haldinn 30. júní.
27. 2106028F - Eigna- og veitunefnd - 48
48. fundur haldinn 30. júní.
Fundargerðir til kynningar
28. 2102005 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2021
303. fundur haldinn 22. júní.
Lagt fram til kynningar.
303. stjf. SOS 220621.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica