Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 48

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
27.07.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2301186 - Fjárhagsleg markmið og eftirlit
Farið yfir stöðu mála.
2. 2307174 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð að Hafnarbrú 5
Erindi frá Björgunarsveitinni Björg Eyrarbakka, þar sem óskað er eftir að fá vilyrði fyrir lóðinni að Hafnarbrún 5, Eyrarbakka, ásamt niðurfellingu á þeim gjöldum sem henni fylgja.
Bæjarráð samþykkir að veita Björgunarsveitinni Björgu vilyrði í sex mánuði fyrir lóð að Hafnarbrún 5, Eyrarbakka í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
Hafnarbrú 5 820 Eyrarbakka.pdf
3. 2307160 - Höfnun á forkaupsrétti - Ástjörn 11 fastanr. 234-0436 og Ástjörn 13 fastanr. 234-04037
Erindi frá Silfurafli ehf, þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Árborg hafni forkaupsrétti á byggingarrétti á lóðum nr. 11 og 13 við Ástjörn á Selfossi, fastanr. 234-0436 og 234-0437 og samþykki framsals byggingarréttar til Fagradals ehf, samkvæmt samþykktu kauptilboði.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar. Óskað er eftir frekari gögnum til upplýsinga.
4. 2307002 - Austurvegur 33-35 - Breyting á deiliskipulagi 2023
Tillaga frá 10. fundi skipulagsnefndar, frá 19. júlí, liður 4.
Austurvegur 33-35 - Breyting á deiliskipulagi 2023.

Larsen Hönnun og Ráðgjöf leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Grænuvellir og nágrenni þ.e. miðsvæðishluta skipulags, við Austurveg 33-35. Breyting felur í sér að heimilt verður að reisa allt að 4 hæða hús undir hótelstarfsemi. Þá er nýtingarhlutfalli breytt fer úr 2.0 í 3.0, sem mun fela í sér að heimilt verður að byggja allt að ríflega 5400m2, í stað um 2700m2 áður. Bílastæðaþörf mun verða fullnægt með 33 bílastæðum á lóðinni Grænuvellir 8a.

Skipulagsnefnd samþykkti breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og að tillagan yrði auglýst í samræmi við 41. gr Skipulagslaga nr. 123/2010, og mæltist til að bæjarráð Árborgar samþykkti tillöguna, og fæli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga.

Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulagsnefndar og óskar eftir frekari rökstuðningi með vísan í gildandi aðalskipulag Árborgar fyrir auknu nýtingarhlutfalli á lóð.
5. 2305290 - Framkvæmdarleyfisumsókn - Girðing frá hringtorgi að gangbraut á Eyravegi
Tillaga frá 10. fundu skipulagsnefndar frá 19. júlí liður 6.
Framkvæmdarleyfisumsókn - Girðing frá hringtorgi að gangbraut á Eyravegi.

Mál áður á dagskrá skipulagsnefndar 31.5.2023:
Vegagerðin óskar eftir leyfi til að hefja framkvæmdir til að bæta umferðaröryggi við miðeyju á móts við Mjólkurbú/Mathöll og móts við aðkomu að matsölustöðum við Hótel Selfoss. Framkvæmdin mun felast í að steypa kant og loka eyju sem er milli gangbrautar á móts við Hótel og upp að hringtorgi Austurvegar og Eyravegar. Þá verður sett upp girðing í það svæði sem mun hafa þann tilgang að hindra vinstri beygjur af Hótelplani inn á Eyraveg.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu máls og fól skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við Vegagerðina.

Skipulagsnefnd samþykkti umsókn um leyfi til framkvæmdar, og mæltist til að bæjarráð Árborgar samþykkti minniháttar framkvæmdaleyfi í samræmi við gjaldskrá Skipulags- og byggingardeildar Árborgar, og fæli skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að gæði og gerð girðingar verði í samræmi við nýja tillögu Vegagerðarinnar.


Bæjarráð samþykkir minniháttar framkvæmdaleyfi í samræmi við gjaldskrá skipulagsdeildar Árborgar, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Bæjarráð tekur undir bókun skipulagsnefndar sem telur nauðsynlegt að gæði og gerð girðingar verði í samræmi við nýja tillögu Vegagerðarinnar.
INEN_3A2D_1.4_Datasheet_Heracles (1).pdf
Tree_Fence.pdf
6. 2307063 - Víkurheiði I - Deiliskipulagsbreyting 2023
Tillaga frá 10. fundi skipulagsnefndar frá 19. júlí, liður 7.
Víkurheiði I - Deiliskipulagsbreyting 2023.

Efla Verkfræðistofa leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi athafnalóða í Víkurheiði, á Selfossi. Breytingin er í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í gildi er deiliskipulag Víkurheiði, sem öðlaðist gildi með auglýsingu í B deild Stjórnartíðinda þann 25.03.2009. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á skipulaginu. Í aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 er svæðið skilgreint sem athafnasvæði, AT5. Breytingar taka til lóðanna Víkurheiði 1,3,5,13-15(sameinast og verður lóð 13),17,18,19,20, 21 og 22. Breytingar nú snúa að því að laga byggingarreiti og lóðir betur að niðurstöðu nýlegrar jarðvegsrannsóknar á svæðinu. Samfara því er byggingamagn og nýtingarhlutfall aukið, og aðlagað að eftirspurn framkvæmdaaðila almennt.
Að öðru leyti en að ofan greinir gilda skilmálar eldra skipulags, með síðari breytingum.

Skipulagsnefnd samþykkti breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og að tillagan yrði auglýst í samræmi við 41. gr Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarráð Árborgar samþykkti tillöguna, og fæli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga.

Bæjarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá felur bæjarráð skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. sömu laga.
2839-100-DSK-001-V07 Víkurheiði deiliskipulagsbreyting VI júlí 2023pdf.pdf
7. 2307119 - Stefna - Hjúkrunarheimili í Sv. Árborg - verksamningur
Lögð fram til kynningar stefna verktaka um ágreining um verkið vegna verksamnings við byggingu á Hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarráð felur bæjarritara í samráði við meðstefnda að taka til varna í málinu.
8. 2307108 - Tækifærisleyfi - uppskeruhátíð haustgildi menning og matarkista 2023
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 12. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi, tímabundnu áfengisleyfi 2. september frá kl. 13:00 til kl. 18:00 3. september. Umsækjandi: Pétur Már Guðmundsson, kt: 130776-3539.
Bæjarráð samþykkir að tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi verði veitt þann 2. september frá kl. 13:00 til kl. 18:00 3. september, í tilefni af uppskeruhátíðinni Haustgildi menning er matarkista.
(I) Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2023041296.pdf
9. 2307045 - Farsældarþing 2023
Erindi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, dags. 4. júlí þar sem sagt er frá að farsældarþing verður haldið 4. september nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Á farsældarþingi eiga fagfólk, þjónustuveitendur, stjórnvöld, börn og aðstandendur víðtækt samtal um farsæld barna og er þingið mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Búið er að opna á skráningu fyrir sveitarfélög sem vilja senda börn á þingið. Síðasti skráningardagur er 24. júlí nk.
Þrjú börn frá Árborg eru skráð á þingið og mun Guðmunda Bergsdóttir umsjónamaður ungmennaráðs verða þeim innan handar.
Farsældarþing 2023.pdf
10. 2306229 - Umhyggjudagurinn 2023 - styrkur
Fyrirspurn frá Umhyggju, félagi langveikra barna um þátttöku í framkvæmd Umhyggjudagsins laugardaginn 26. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir beiðni um að frítt verði í sundlaugar Árborgar laugardaginn 26. ágúst milli kl. 14:00 - 16:00 til að vekja athygli á umhyggjudeginum.
Umhyggjudagurinn 2023.pdf
11. 2307173 - Samráðsgátt - Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál)
Erindi frá Innviðaráðuneytinu dags. 19. júlí þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 139/2023 - Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál). Umsagnafrestur er til 4. september.
Bæjarráð felur húsnæðisfulltrúa og skipulagsfulltrúa að taka málið til skoðunar og skila minnisblaði til bæjarráðs fyrir 24. ágúst.
Hvítbók um húsnæðismál (1).pdf
Drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára og aðgerðaáætlun til fimm ára (hvítbók um húsnæðismál).pdf
Fundargerðir til kynningar
12. 2302132 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2023
Aukaaðalfundur haldinn 15. júní.
Lagt fram til kynningar.
Aukaðalfundur Bergrisans 15.06.2023 (6).pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica