Leikskólar í Árborg

Hér eru hagnýtar upplýsingar um leikskóla Sveitarfélagsins Árborgar ásamt helstu áherslum þeirra í leikskólastarfinu: 

Fræðslunefnd er skipuð af bæjarstjórn Árborgar og fer hún í umboði bæjarstjórnar með þau málefni leikskóla í sveitarfélaginu sem henni eru falin. Nefndin er hluti af fræðslusviði. Fræðslustjóri er næsti yfirmaður leikskólastjóra.

Sérkennslufulltrúi í Árborg er Ásthildur Bjarnadóttir, asthildur@arborg.is , en hún annast m.a. faglega ráðgjöf til leikskólakennara og starfsmanna vegna barna sem njóta sérfræðiaðstoðar eða sérkennslu. Næsti yfirmaður sérkennslufulltrúa er fræðslustjóri.

Fræðslusvið  Árborgar er í Ráðhúsinu að Austurvegi 2 Selfossi sími 480-1900. Umsóknareyðublöð fyrir leikskóladvöl liggja frammi í Ráðhúsinu og í leikskólanum á Eyrarbakka og á Stokkseyri.

Í Sveitarfélaginu Árborg eru fimm  leikskólar. Á Selfossi eru Álfheimar, Árbær, Hulduheimar og Jötunheimar. Hins vegar er leikskólinn við ströndina með tvær starfsstöðvar, Brimver er á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri. Í öllum leikskólunum er boðið upp á morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Allir leikskólarnir byggja starf sitt á lögum um leikskóla, aðalnámskrá og stefnu sveitarfélagsins.

 

Sumarleyfi leikskóla í Árborg 

Reglur um leikskóla í Árborg

Sótt er um leikskólapláss á  Mín Árborg á heimsíðu Árborgar