Leikskólinn Álfheimar

Sólvöllum 6 | 800 Selfoss

Sími: 480 3240
Netfang: alfheimar@arborg.is 
Vefur: alfheimar.arborg.is

Leikskólastjóri: Jóhanna Þórhallsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri: Eva Hrönn Jónsdóttir

Leikskólinn Álfheimar var opnaður 13. desember 1988 og er 6 deilda. Leikskólinn stendur á horni Sólvalla og Reynivalla á svokölluðu Eikatúni. 

Leikskólinn er opinn alla virka daga frá kl. 7:45 - 16:15

Hugmyndafræði leikskólans byggir á:

  • Boðskiptakenningu Gregory Bateson en hann notaði leik sem frumdæmi um boðskipti.
  • Leiknum sem uppeldisaðferð í anda Birgittu Knutsdotter Olafsson, þar sem lögð er áhersla á þýðingu og hlutverk fullorðna fólksins í leik barna.
  • Gagnvirkniskenningu Berit Bae þar sem lögð er áhersla á viðhorf, viðmót og framkomu starfsmanna til að skapa sem bestar forsendur fyrir þroska bæði barna og starfsmanna.

Í Álfheimum er lögð áhersla á samskipti og vellíðan í leik og starfi auk virðingar fyrir náttúrunni.

Leikskólinn Álfheimar er Grænfánaskóli og var fyrsta Grænfánanum flaggað í júní 2004.

Einkunnarorð leikskólans: Virðing - Hlýja - Traust

Útivist er stór þáttur í starfi leikskólans en öll börn leikskólans fara i skógarferð einu sinni í viku.
Auk þess er lögð áhersla á fjölbreytt útinám innan og utan leikskólalóðar.

Leikskolinn-Alfheimar-logo

Símaskrá Álfheima

480 3240 Aðalnúmer
480 3242 Leikskólastjóri
480 3243 Undirbúningur
480 3244 Álfasteinn
480 3245 Dvergasteinn
480 3246 Óskasteinn
480 3247 Völusteinn
480 6395 Huldusteinn
480 6396 Mánasteinn
480 3249 Eldhús


Sjá heimasíðu Álfheima


Þetta vefsvæði byggir á Eplica