Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Afmælissýning og tónleikar á Brimrót

  • 23.10.2021, 13:00 - 18:00, BrimRót

Fyrsta vetrardag, laugardaginn 23. október frá kl. 13:00 - 18:00 verður ljósmyndasýning og tónleikar á BrimRót Hafnargötu 1, Stokkseyri í tilefni aldarafmælis félagsheimilisins Gimli. 

Gimli hefur gegnt margvíslegu hlutverki gegnum árin og alltaf verið mikilvægur hluti af samfélaginu á Stokkseyri hverju sinni. 

Þar hafði læknir aðstöðu, almenningssturtur, fundaraðstaða,bókasafn, rafstöð á neðri hæð. Gimli hefur líka verið hýst listafólk af ýmsu tagi og verið sýningarsalur fyrir listamenn, æfingaraðstaða fyrir kóra og hljómsveitir og leiksýningar svo sannarlega. 

Hver man ekki eftir því þegar William Labev hélt sýningu í Gimli, heillaður af Stokkseyri og fullur af eldmóð, árið 1993? Það sama ár var líka haldinn í Gimli hitafundur vegna stöðu atvinnumála og frystihússins Árnes. 

Tíu árum síðar rann Dave Grohl trommari Nirvana á hljóðið af hljómsveitaræfingu sem haldin var í húsinu í húsinu en hann var á landinu með hljómsveit sinni Foo Fighters. Hann hefði átt að líta við á áramótaball á Gimli. Þau voru óviðjafnanleg. 

Í Gimli hefur líka verið rekið kaffihús og bar en BrimRót hefur haft aðstöðu á efri hæðinni og þá hefur Gimli gallerí verið á neðri hæðinni í mörg ár. 

Á sýningunni verða myndir frá hinum ýmsu samkomum í Gimli yfir árin bæði úr einkasöfnum og ljósmyndir úr fjölmiðlum. 

Þá verða einnig tónleikar á BrimRót sem hefjast kl. 16:00 þar sem fram koma Tanya Pollock, Kristín Björk Kristjánsdóttir og Júlíus Óttar Björgvinsson.


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

26.4.2024 - 28.4.2024 Sveitarfélagið Árborg Stóri Plokkdagurinn 2024

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við íbúa og plokksamfélagið sem vill stuðla að snyrtilegu umhverfi.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica