Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

  • 24.4.2024 - 31.5.2024, Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Á sýningunni verður stiklað á stóru yfir sögu og þróun garðyrkju í Árnessýslu og hvernig garðyrkjan hefur stuðlað að uppbyggingu þéttbýlis og haft mikil áhrif á byggðaþróun í sýslunni. 

Rakin verður þróun ræktunar frá heimagörðum torfbæja upp í umfangsmikla atvinnugrein sem skapar fjölda manns atvinnu með hugvitsamlegri nýtingu náttúruauðlinda víða í sýslunni. 

Fjallað verður um uppbyggingu ylræktar og útiræktunar grænmetis ásamt umfangsmikilli blómaræktun sem endurskilgreindi þannig ímynd svæðisins sem öflugasta garðyrkjuhéraðs landsins. 

Einnig verður fjallað um hvernig garðyrkjan hefur á vissan hátt ratað aftur heim í heimagarðana með breyttu samfélagi nútímans og aukinni vitund um náttúruna og lýðheilsu.

Opnunartími sýningarinnar Með mold á hnjánum er á opnunartíma Sundhallar Selfoss
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 06:30 til 21:00
Föstudaga frá kl. 06:30 til 19:00
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 09:00 til 18:00


Viðburðadagatal

14.5.2025 20:00 - 21:00 Skálinn Strandahlaup 2025

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra miðvikudaga í röð.

Sjá nánar
 

21.5.2025 20:00 - 21:00 Skálinn Strandahlaup 2025

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra miðvikudaga í röð.

Sjá nánar
 

28.5.2025 20:00 - 21:00 Skálinn Strandahlaup 2025

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra miðvikudaga í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica