Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Stóri Plokkdagurinn 2024

  • 26.4.2024 - 28.4.2024, Sveitarfélagið Árborg

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við íbúa og plokksamfélagið sem vill stuðla að snyrtilegu umhverfi.

Stóri Plokkdagurinn er haldinn sunnudaginn 28. apríl, en það er sannarlega hægt að byrja fyrr!

Ruslapokar verða aðgengilegir víða í sveitarfélaginu, auk þess sem fólk getur losað sig við afrakstur plokksins í tunnur á sömu stöðum. Tunnurnar verða fjarlægðar mánudaginn 29. apríl.

Helgina 26. - 28. apríl 2024 verður unnt að nálgast glæra plastpoka til ruslatínslu og losa sig við afraksturinn í ruslatunnur að tínslu lokinni á eftirfarandi stöðum:

Eyrarbakki

  • Bakkinn, Eyrargata 49
  • Leikskólinn Strandheimar / Brimver, Túngata 39

Stokkseyri

  • Skálinn, Hásteinsvegur 2
  • Leikskólinn Strandheimar / Æskukot, Blómsturvellir 2

Selfoss

  • Sunnan við Ráðhús Árborgar, Austurvegur 2
  • Sunnan við Krambúðina (grænt svæði við Fossheiði)
  • Sunnulækjarskóli við íþróttahúsið
  • Fossnes / Bjarg við Ölfusá
  • Leikskólinn Goðheimar, Engjaland 21
  • Leikskólinn Hulduheimar, Erlurimi 1
  • Leikskólinn Jötunheimar, Norðurhólum 3
  • Leikskólinn Álfheimar, Sólvöllum 6
  • Leikskólinn Árbær, Fossvegi 1

Tjarnabyggð

  • Við grendargáma

Sveitarfélagið Árborg styður alla íbúa unga sem aldna í því að snyrta umhverfi sitt nær og fjær!

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

8.5.2024 18:00 - 19:00 Hópshlaupið 2024

Mæting við Steinskot rétt fyrir klukkan 18:30 og hlaupið hefst þegar allir hafa verið skráðir. 

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica