Opið bókhald Árborgar
Opna bókhaldinu er skipt í tekju-, og gjaldagreiningu og áhersla lögð á skýra framsetningu í notendavænu viðmóti.
Tekjugreining opna bókhaldsins birtir tekjuskiptingu eftir tegund, málaflokkum og deildum auk samanburðar milli mánaða og ára.
Gjaldagreining opna bókhaldsins birtir skiptingu gjalda eftir tegund, málaflokkum og deildum auk samanburðar milli mánaða og ára.
Skýrslan er gagnvirk þannig að ef valið er t.d. laun og launatengd gjöld má sjá skiptingu niður á málaflokka og deildir.
Fjárhagsupplýsingar eru lifandi og sýna stöðuna m.v. bókuð gögn hverju sinni. Bókun reikninga fyrir viðkomandi mánuð lýkur 20. næsta mánaðar.
Markmiðið er að auka aðgengi almennings að fjárhagsupplýsingum bæjarfélagsins með skýrri og aðgengilegri framsetningu.
Fyrirspurnir og athugasemdir má senda til fjármáladeildar Árborgar á netfangið: fjarmaladeild@arborg.is
*Allar tölur eru birtar með fyrirvara um kerfisvillur.