42. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 26. júní 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl. 16:00.
Dagskrá
Almenn erindi
- 2405016 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Girðing á skipulagssvæði miðbæjarins
Þar sem mótatkvæði kom fram á 91. fundi bæjarráðs við afgreiðslu tillögu skipulagnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins, er tillagan lögð fram til samþykktar í bæjarstjórn.
Framkvæmdaleyfisumsókn - Girðing á skipulagssvæði miðbæjarins Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á 87. fundi og óskaði eftir frekari upplýsingum.
Tillaga frá 28. fundi skipulagsnefndar, frá 8. maí, liður 4. Framkvæmdaleyfisumsókn - Girðing á skipulagssvæði miðbæjarins.
Vignir Guðjónsson f.h. Sigtúns Þróunarfélags ehf, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu girðingar utan um framkvæmdasvæðið, í samræmi við meðfylgjandi gögn. Í gögnum er gerð grein fyrir áfangaskiptingu uppbyggingar á svæðinu, og að auki yfirlitsmynd yfir afgirt svæði sem tekur til framkvæmdar í heild.
Með afgirðingu svæðis er verið að tryggja athafnasvæði verktaka á svæðinu, auk þess að tryggja öryggi bæði verktaka og vegfaranda/íbúa. Gert er ráð fyrir að girðing nái utan um það svæði sem hefur verið nýtt til brekkusöngs á háðtíðardögum, sem mun skerða það svæði, en framkvæmdaraðilar hafa fallist á að girða fram hjá því svæði í ár.
Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulagsnefnd áréttar að uppsetning öryggisgirðingar verði gerð í samráði við skipulagsfulltrúa og mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar varðandi öryggi, aðgengi og notkun Sigtúnsgarðs.
Málið var tekið að nýju fyrir á 91. fundi bæjarráðs.
Atli Marel Vokes, sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs mætir til fundarins kl. 8:30 og fór yfir málavexti.
Formaður bæjarráðs ber tillögu skipulagsnefndar undir atkvæði og er hún felld með 1 atkvæði Arnars Freys Ólafssonar, bæjarfulltrúa B-lista, bæjarfulltrúar meirihluta greiða atkvæði með tillögunni. Málinu er því vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista, leggja fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi inngripa þeirra sem fyrirhugað er að ráðast í og takmarkaðra gagna sem lögð hafa verið fram þá erum við mótfallin afgreiðslu á svo viðamiklu máli í bæjarráði. Tillaga þessi er lögð fram með breyttum hætti frá umfjöllun og afgreiðslu í Skipulagsnefnd. Vegna breytinga á undirliggjandi gögnum teljum við að leggja þurfi málið fram á ný í Skipulagsnefnd til afgreiðslu. Að lokum teljum við að Bæjarstjórn sé heppilegri vettvangur til að ræða opinskátt málið hvar íbúar geta fylgst með umræðum. Af þeim sökum erum við andvíg því að veita framkvæmdaleyfi í Bæjarráði á girðingu umhverfis miðbæinn sem gengur mjög á viðburðasvæði Árborgar í Sigtúnsgarði."
Bókun bæjarfulltrúa D- og Á-lista:
"Bæjarfulltrúar D- og Á- lista finnst miður að málið frestist fram að mánaðarmótum þar sem um öryggisgirðingu er að ræða sem á að setja upp í samræmi við minnisblað mannvirkja- og umhverfissviðs og er í samræmi við umræður og bókun skipulagsnefndar. Þá vilja fulltrúar D- og Á- lista árétta að girðingin nær einungis utan um núverandi framkvæmdir í miðbæ Selfoss eða reiti 2.B og 2.C ásamt athafnasvæði verktaka. Girðingunni er aðeins ætlað að auka öryggi vegfarenda um Sigtúnsgarð á framkvæmdatíma en um leið verður gerð ný gönguleið úr Sigtúnsgarði að Kirkjuvegi. Staðsetning girðingar tryggir því að hátíðarhöld sumarsins geta farið fram með hefðbundnum hætti í Sigtúnsgarði." - 2406305 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum B- og S-lista - viðaukasamkomulag við Sigtún þróunarfélag
Fyrirspurnir frá bæjarfulltrúum B- og S-lista vegna viðauka samkomulags við Sigtún þróunarfélag. - 2401306 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Viðauki nr. 4.
Á 91. fundi bæjarráðs var tekin fyrir beiðni um kaup á nýju kassakerfi fyrir sundlaugar á Selfossi og Stokkseyri, þar sem núverandi afgreiðslukerfi er ekki lengur uppfært af þjónustuaðila. Bæjarráð tók vel í að keypt verði nýtt afgreiðslukerfi með tengingu við bókhaldskerfi sveitarfélagsins sem byði upp á mögulegar viðbætur líkt og "veskislausn" í síma.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna áætlaðs viðbótarkostnaðar upp á 750.000,-.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er aukinn kostnaður um kr. 750.000,-. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 750.000,-. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 750.000,-. - 2009639 - Verklagsreglur um fundarritun og birtingu gagna með fundargerðum
Tillaga frá 92. fundi bæjarráðs, frá 20. júní, liður 8.
Minniblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. júní, um aflagningu fundargerðarbóka.
Lögð var fram tillaga að breytingum á 2. gr. verklagsreglna sveitarfélagsins um fundarritun og birtingu gagna með fundargerðum. Breytingin felur í sér að notkun gerðarbóka verði hætt og að í verklagsreglunum komi fram heimild til að nota rafrænar undirritanir á fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda. Tillögurnar eru í samræmi við auglýsingu nr. 1181/2021 um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að tillögur að breytingum á verklagsreglum um fundarritun og birtingu gagna með fundargerðum yrðu samþykktar. - 2311369 - Reglur um daggæslu barna í heimahúsum
Tillaga frá 10. fundi velferðarnefndar, frá 19. júní, liður 2.
Lagt er til samþykktar tillaga að breytingum á reglum um daggæslu hjá Sveitarfélaginu Árborg og niðurgreiðslu.
Velferðarnefnd samþykkti að skipta reglum um daggæslu barna í heimahúsum upp í almennar reglur um daggæslu í heimahúsi annars vegar og hins vegar í reglur um niðurgreiðslur til dagforeldra með smávægilegum orðabreytingum.
Velferðarnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar. - 2401094 - Endurskoðun á garðaþjónustu eldri borgara og Öryrkja
Tillaga frá 10. fundi velferðarnefndar frá 19. júní sl. liður 3.
Lagt er til samþykktar reglur um Garðaþjónustu fyrir ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega.
Velferðarnefnd samþykkti reglurnar og lagði til að þær tækju gildi um næstu áramót og vísaði þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn. - 2204260 - Menntastefna Árborgar
Tillaga frá 13. fundi fræðslu- og frístundanefndar, frá 19. júní, liður 2.
Menntastefna Árborgar lögð fyrir til staðfestingar.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfesti menntastefnuna og þakkaði öllum þeim sem hafa komið að vinnu við hana.
Nefndin vísaði henni til bæjarstjórnar til samþykktar. - 2406196 - Reglur um leikskóla í Árborg 2024
Tillaga frá 13. fundi fræðslu- og frístundanefndar frá 19. júní sl. liður 3.
Breytingar á reglum um leikskóla lagðar fram til afgreiðslu.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfesti reglurnar og vísaði þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. - 2311364 - Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar
Tillaga frá 13. fundi fræðslu- og frístundanefndar, frá 19. júní sl. liður 5.
Endurskoðaðar reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar lagðar fram til samþykktar. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir breytingar á reglunum.
Fræðslu- og frístundanefnd staðfesti reglurnar og vísaði þeim til bæjarstjórnar til samþykktar. - 2311161 - Gjaldskrár 2024
Gjaldskrá fyrir leikskóla Árborgar frá 1. ágúst 2024.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskránna. - 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs kjörtímabilið 2022 - 2026
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála.
Forseti leggur til að bæjarstjórn taki sumarleyfi og að fundir bæjarstjórnar liggi niðri í júlí. Næsti fundur bæjarstjórnar verði þann 21. ágúst næstkomandi.
Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fari bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefði ella. Bæjarráð tekur ákvarðanir um að víkja frá fundartímum skv. bæjarmálasamþykkt eftir því sem þurfa þykir.
Fundargerðir - 2405028F - Ungmennaráð - 4/2024
4. fundur haldinn 27. maí. - 2405023F - Skipulagsnefnd - 30
30. fundur haldinn 5. júní. - 2406004F - Bæjarráð - 91
91. fundur haldinn 13. júní. - 2406011F - Bæjarráð - 92
92. fundur haldinn 20. júní.
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri