Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Frístunda- og menningarnefnd - 7

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
30.03.2020 og hófst hann kl. 16:45
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir formaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Karolina Zoch nefndarmaður, D-lista,
Viðar Arason varamaður, Á-lista,
Bragi Bjarnason deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildarstjóri menningar- og frístundadeildar
Jóna Sólveig Elínardóttir fulltri Á-lista boðaði forföll og kemur Viðar Arason inn á fundinn sem varamaður.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2002039 - Vor í Árborg 23.-26.apríl 2020
Í ljósi ástandsins í samfélaginu á Íslandi vegna COVID-19 faraldursins er lagt til að bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg sem átti að fara fram 23. - 26.apríl 2020 verði frestað um óákveðin tíma. Reynt verði eftir fremsta megni að halda hátíðina eða einstaka viðburði með einhverjum hætti síðar á árinu.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
2. 2003212 - Mögulegt framtíðarsvæði mótorcrossdeildar Umf.Selfoss frá 2020
Minnisblað lagt fram frá deildastjóra frístunda- og menningardeildar vegna mögulegs framtíðar æfingar- og keppnissvæðis fyrir mótorcrossdeild Umf. Selfoss í Kirkjuferjuhjáleigu þar sem Sorpstöð Suðurlands hafði aðstöðu til fjölda ára.
Nefndin leggur til við bæjarráð að óskað verði eftir viðræðum við stjórn Sorpstöðvar Suðurlands um möguleikann á uppbyggingu mótorcrossbrautar í landi Kirkjuferjuhjáleigu í Sveitarfélaginu Ölfus sem áður var urðunarsvæði fyrir Suðurland.
Erindi til kynningar
3. 1905139 - Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020
Fundagerðir vinnuhóps vegna ULM á Selfossi 2020 lagðar fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica