44. fundur bæjarstjórnar, kjörtímabilið 2022 - 26
Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 4. september 2024 í Grænumörk 5, Selfossi, kl.16:00.
Dagskrá:
Almenn erindi
- 2408061 - Verklagsreglur vegna gerðar viðauka við fjárhagsáætlun
Tillaga frá 97. fundur bæjarráðs, frá 29. ágúst sl., liður nr. 2. Verklagsreglur vegna gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
Á 96. fundi bæjarráðs sem haldinn var 15. ágúst sl. var bæjarstjóra falið að vinna áfram með verklagsreglur vegna viðauka við fjárhagsáætlun og leggja að nýju fyrir bæjarráð.
Kynntar eru verklagsreglur vegna viðauka við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur að verklagsreglum vegna gerðar viðauka við fjárhagsáætlun. - 2310134 - Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og
iðnaðarsvæða
Tillaga frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 28. ágúst sl. liður 3. Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og iðnaðarsvæða.
Mál áður til kynningar á fundi skipulagsnefndar 8.7.2024.
Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga fyrir mýrarhverfi og Fossnes á Selfossi.
Deiliskipulagið tekur til lóða á svæði Hellismýrar og Fossness á Selfossi. Tillagan sem lögð er fram er í samræmi við breytingar á aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, sem er í skipulagsferli.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Fossnes frá árinu 2009, og mun nýtt deiliskipulag taka yfir það skipulag. Einnig er til deiliskipulag fyrir Hellismýri frá 2001, sem hefur verið breytt, fyrst 2008 og 2021. Nýtt deiliskipulag mun einnig taka yfir svæði Hellismýrar.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er setja fram heildstæða stefnu fyrir atvinnulóðir og verslunarlóðir þar sem aðgengi er gott frá núverandi Suðurlandsvegi og lóðir og umhverfi er aðlagað að nýjum Suðurlandsvegi. Meðfram núverandi Suðurlandsvegi er nýtingarhlutfall hærra en á öðrum lóðum innan reitsins og áhersla lögð á snyrtilegar lóðir með þjónustu fyrir íbúa Árborgar sem og annarra. Lóðirnar eru mjög sýnilegar frá aðkomuvegi inn í bæinn og skal því vanda byggingar og frágang lóða.
Áhersla er lögð á góða umhverfismótun milli nýs Suðurlandsvegar og lóðanna meðfram honum og einnig er rík áhersla lögð á góðar stígatengingar að svæðinu og gegnum það, bæði fyrir gangandi og hjólandi, með öryggi vegfarenda að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á grænt yfirbragð og snyrtilegan frágang innan alls svæðisins.
Almennt er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall hækki miðað við gildandi deiliskipulagsáætlanir, en verði þó ekki fullnýtt miðað við heimildir aðalskipulags Árborgar 2020 - 2036.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. - 2302244 - Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónustu auk
íbúðabyggðar
Afgreiðslu málsins var frestað á 43. fundi bæjarstjórnar.
Tillaga frá 33. fundi skipulagsnefndar frá 28. ágúst sl. liður 5. Eyravegur 42 - 44. - Deiliskipulag verslunar- og þjónustu auk íbúðabyggðar.
Lögð er fram að nýju eftir auglýsingartíma breytt deiliskipulagstillaga fyrir lóðirnar Eyraveg 42 - 44 á Selfossi.
Tillagan hefur verið til meðferðar hjá Sveitarfélaginu Árborg, og var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar 29.11.2023. Tillagan var fyrst auglýst frá 20.12.2023 með athugasemdafresti til 31.1.2024.
Engar athugasemdir bárust á þeim tíma. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Vegagerðin gerði athugasemd við tillöguna í umsögn Vegagerðarinnar dags. 9.1.2023, þar sem ekki var fallist á nýja aðkomu inn á lóð 44 við Eyraveg. Í kjölfarið var breytt tillaga lögð fram sem gerir ráð fyrir að aðkoma að lóð 44 verði frá Fossvegi. Þá hafði uppstillingu byggingarklasa fyrir lóð 44 verið snúið við, þannig að opið svæði innan lóðar snúi að Eyravegi. Tillagan var í framhaldi auglýst á ný frá 19.06.2024 til 31.07.2024. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Vegagerðin gerði athugasemd við tillöguna með bréfi dags. 18.7.2024, sem bendir á fyrri umsögn Vegagerðar frá 09.01.2024, þar sem fjallað er um aðkomur af Eyrarbakkavegi og leggur Vegagerðin til að syðri aðkoma að Eyrarvegi 42 verði lögð af.
Tillagan er lögð fyrir skipulagsnefnd að nýju, þar sem villa var í bókun fundar skipulagsnefndar 14.8.2024. Skipulagsnefnd hefur komið til móts við fyrri athugasemdir Vegagerðarinnar og fært aðkomu að Eyravegi 44 inn á Fossveg. Nefndin telur að athugasemdir í umsögn Vegagerðarinnar dags. 18.7.2024 muni rýra verulega gæði lóðarinnar Eyravegur 42. Við lóðina hafa í gegnum tíðina verið tvær aðkomur og hafa þær þjónað vel tilgangi verslunar á lóðinni. Skipulagsnefnd telur að með því að hafa einungis útakstur af syðri aðkomu muni það bæta umferðarflæði frá lóð og auka öryggi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti auglýsta tillögu að deiliskipulagi og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr. sömu laga.
Fundargerðir - 2408010F - Bæjarráð - 97
97. fundur haldinn 29. ágúst.