Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Fræðslunefnd - 44

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.05.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður, S-lista,
Gunnar Rafn Borgþórsson nefndarmaður, B-lista,
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson nefndarmaður, Á-lista,
Ingvi Már Guðnason varamaður, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir nefndarmaður, D-lista,
Páll Sveinsson fulltrúi skólastjóra,
Sigríður Birna Birgisdóttir fulltrúi leikskólastjóra,
Áslaug Halla Elvarsdóttir fulltrúi foreldra,
Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla,
Soffía Guðrún Kjartansdóttir fulltrúi leikskólakennara,
Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2204258 - Móttökuáætlun fyrir nýliða í leikskólum Árborgar
Móttökuáætlun fyrir nýliða í leikskólum Árborgar var unnin af aðstoðarleikskólastjórum 2021-2022. Meginmarkmið áætlunarinnar er m.a. að stuðla að árangursríkri móttöku starfsfólks í leikskólum sveitarfélagsins. Einnig að auka vellíðan starfsfólks við upphaf starfsferils þannig að það verði hluti af sterkum faghópi.

Ingunn Helgadóttir og Sólveig Dogg Larsen kynntu áætlunina.

Fræðslunefnd staðfestir móttökuáætlunina og þakkar fyrir góða vinnu. Fagnar jafnframt tilkomu þessarar móttökuáætlunar sem mun auka faglegt starf leikskólanna.
Móttökuáætlun fyrir nýliða í leikskólum Árborgar, uppfærð apríl 2022.pdf
Þóra S. Guðmannsd.-Handbók.pdf
Kynning á nýliðaáætlun leikskóla fyrir fræðslunefnd.pdf
2. 2205152 - Styrkir til nema í leikskólakennarafræðum
Fræðslunefnd samþykkir þessar umsóknir enda falla þær undir reglur sveitarfélagsins um þessa styrki.
Styrkir til nema í leikskólakennarafræðum.pdf
3. 2204262 - Sumarfrí fræðslunefndar
Formaður leggur til að næsti reglulegi fundur fræðslunefndar verði í ágúst og þá að höfðu samráði við formann nefndarinnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Fulltrúar D-lista sátu hjá.
4. 2103059 - Vinnuhópur um leikskólamál
Fundargerð frá 9. maí 2022 og drög að greinargerð um niðurstöður málþings og vinnuhóps lagt fram.

Vinnuhópurinn leggur til að þetta starf hópsins haldi áfram á nýju kjörtímabili. Vinnuhópurinn skoði sérstaklega:
a.Vinnutímastyttinguna, útfærslu hennar og áhrif á leikskólastarfið
b.Uppbyggingu og skipulag leikskóladagsins
c. Hvernig gera megi starfið meira aðlaðandi fyrir starfsfólk, svo sem með afsláttarkjörum sem sveitarfélagið getur boðið uppá, m.a. á leikskólagjöldum eða með öðrum ívilnunum.
d. Að nýrri móttökuáætlun fyrir nýtt starfsfólk í leikskólum Árborgar verði fylgt eftir strax næsta haust.
e. Unnið áfram með niðurstöður málþingsins.

Fræðslunefnd leggur til að vinnuhópurinn haldi áfram störfum sínum og skoði þær tillögur sem unnið hefur verið að.
Vinnuhópur um leikskólamál.9.5.2022.pdf
Málþing um leikskóla - greinargerð.pdf
5. 2204237 - Skólanámskrá Jötunheima 2022-2027
Skólanámskrá Jötunheima 2022-2027.
Fundargerð foreldraráðs frá 2. maí 2022.

Fræðslunefnd samþykkir þessa skólanámskrá.
Skólanámskrá Jötunheima 2022-2027- með myndum - LOKA eintak.pdf
Fundargerð foreldraráðs 2.5.2022.pdf
6. 2205126 - Erindi Strandheima um ósk um tilfærslu á starfsdögum vorið 2023
Fræðslunefnd samþykkir erindið.
Erindi til fræðslunefndar ósk um tilfærslu á skipulagsdögum vor 2023 (1).pdf
7. 2205100 - Starfsskýrsla Hulduheima
Fræðslunefnd staðfestir starfsskýrsluna.
Starfsskýrsla Hulduheima 2021-2022.pdf
8. 2204079 - Faghópur um leikskóla
Á 148. fundi bæjarráðs 5. maí 2022 samþykkti ráðið tillögu faghóps og leggur til við bæjarstjórn að hluti húsnæðisins við Stekkjaskóla verði aðlagað þannig að það nýtist sem 2-3 leikskóladeildir snemma árs 2023. Samhliða verði farið í að undirbúa hönnun og byggingu allt að 6 leikskóladeilda á auðri lóð við Jötunheima. Þannig verður leikskólinn Jötunheimar allt að 12 deildir fullbyggður.
Fræðslunefnd tekur undir tillögu faghópsins og samþykkt bæjarráðs. Fræðslunefnd fagnar þessum góðu tillögum um uppbyggingu leikskólarýma til framtíðar.
Fundargerð faghóps um leikskólamál - 2. maí 2022.pdf
MINNISBLAÐ faghóps 26.4.2022.pdf
9. 2204260 - Menntastefna Árborgar
Minnisblað frá Margréti Björk Brynhildardóttur, deildarstjóra skólaþjónustu, og Þorsteini Hjartarsyni, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, um endurskoðun menntastefnu Árborgar.
Fræðslunefnd leggur til að strax á haustmánuðum verði skipaður stýrihópur sem haldi utan um vinnu við gerð nýrrar menntastefnu. Jafnframt þarf að endurskoða læsisstefnu Árborgar. Fræðslunefnd leggur ríka áherslu að ný menntastefna verði unnin í miklu samráði við allt skólasamfélagið.
Minnisblað um endurskoðun menntastefnu Árborgar.pdf
Erindi til kynningar
10. 2205008 - Starfsdagur fjölskyldusviðs
Til kynningar.
Starfsdagur fjölskyldusviðs 1.4.2022 (1).pdf
11. 2205149 - Minnisblað um innritun og biðlista í leikskólum Árborgar
Til kynningar.
Minnisblað um innritun, biðlista o.fl. 11.5.2022.pdf
Nýtt minnisblað 17.5.2022.pdf
12. 2203150 - Móttaka - flóttafólk frá Úkraínu
Til kynningar.
Móttaka - flóttafólk frá Úkraínu.pdf
Stuðn. við sveitarf. v. móttöku barna frá Úkraínu 6.5.2022.pdf
13. 2201072 - Samstarfsfundir leikskólastjóra o.fl.
Fundargerð frá 3. maí 2022 til kynningar.
14. 2201130 - Samráðsfundir skólastjóra og sviðsstjóra
Fundargerð frá 19. apríl 2022 til kynningar.
15. 2202078 - Foreldraráð Goðheima
Fundargerð frá 29. apríl 2022 til kynningar.
Foreldraráð Goðheima 29.4.2022.pdf
16. 2201382 - Styrkir úr endurmenntunarsjóði grunnskóla skólaárið 2022-2023
Til kynningar.
Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2022.pdf
Formaður þakkar öllu nefndarfólki fyrir samstarfið í nefndinni á kjörtímabilinu. Einnig fyrir mikilvægt framlag til skólamálanna í Árborg.



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica