Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 128

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
21.10.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2108230 - Nafn á fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
Tillaga frá 27. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 18. október, liður 2. Nafn á fjölnota íþróttahús á Selfossvelli.

Fundagerðir nefndar um nafn á nýja íþróttahúsið á Selfossvelli lagðar fram til afgreiðslu.
Frístunda- og menningarnefnd fór ítarlega yfir tillögur nefndar um nafn á nýja íþróttahúsið á Selfossvelli og er sammála um niðurstöðuna sem verður kynnt við formlega opnun íþróttahússins í nóvember.

Lagt fram til kynningar.
2. 1904004 - Rekstur samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka
Tillaga frá 27. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 18. október, liður 4. Rekstur samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka.

Lagður fram viðauki við rekstrarsamning fyrir Stað á Eyrarbakka.
Nefndin lagði til við bæjarráð að viðauki við rekstrarsamning um samkomuhúsið Stað á Eyrarbakka yrði samþykktur. Kostnaður vegna ársins 2021 rúmast innan fjárhagsáætlunar en gera þarf ráð fyrir auknum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við samning.
3. 2108273 - Beiðni um upplýsingar vegna ársreiknings 2020 og fjárhagsáætlun 2021
Beiðni frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. október, um upplýsingar vegna ársreiknings 2020 og fjárhagsáætlun 2021.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.
Ársreikningur 2020 - fjárhagsáætlun 2021.pdf
Svar til EFS okt2021.pdf
4. 21041446 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2021
SASS þing 28. október.
Bæjarráð samþykkir að reglulegur fundur bæjarráðs þann 28. október falli niður vegna SASS þings. Næsti reglulegi fundur bæjarráðs verður því 4. nóvember.
Fundargerðir
5. 2110010F - Eigna- og veitunefnd - 51
51. fundur haldinn 13. október.
6. 2110007F - Fræðslunefnd - 37
37. fundur haldinn 13. október.
7. 2109017F - Frístunda- og menningarnefnd - 27
27. fundur haldinn 18. október.
8. 2110020F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 1
1. fundur haldinn 18. október.
Fundargerðir til kynningar
9. 21101336 - Fundargerðir Héraðsskjalasafns Árnesinga 2021
Fundur haldinn 6. október.
Lagt fram til kynningar.
Hér_Árn_AA_2021_10_06_Héraðsskjalasafn_Árnesinga_fundargerð_stjórnar.pdf
10. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
32. fundur haldinn 12. október.
Lagt fram til kynningar.
Bygginarnefnd (32) 12.10.2021.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica