Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 32

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
23.03.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri
Formaður leitar afbrigða að taka á dagskrá tillögur sveitarstjórnar um sérstök skilyrði vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023. Er það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2303147 - Styrkbeiðni - Konubókastofa bókmenntahátíðin Máttugar meyjar
Styrkbeiðni frá Konubókastofu, dags. 6. mars, þar sem óskað er eftir styrk upp á kr. 200.000,- vegna bókmenntahátíðarinnar "Máttugar meyjar" dagana 15. - 23. apríl í tilefni af 10 ára afmæli safnsins.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
Styrkbeiðni - Máttugar meyjar.pdf
2. 2303172 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2023
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fundurinn verður haldinn föstudaginn 31. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
Fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., 31. mars 2023 202303130854.pdf
3. 2203261 - Umsókn um stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022
Erindi frá Brynju leigufélagi, dags. 1. mars, þar sem fram koma upplýsingar um uppbyggingu eignasafnsins og stöðu stofnframlaga.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Brynju leigufélags.
Brynja leigufélag - upplýsingar um uppbyggingu eignasafnsins og stöðu stofnframlaga..pdf
4. 1901293 - Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun og sveitarfélögin
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars, um innleiðingu heimsmarkmiða hjá sveitarfélögum - könnun á stöðu vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna.
Sambandið vill eindregið hvetja þau sveitarfélög sem ekki hafa hafið markvissa innleiðingu markmiðanna að kynna sér þau og ávinning af innleiðingu.
Einnig eru upplýsingar um kynningarfund sem haldinn verður á netinu 29. mars nk.

Erindið er lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum - könnun á stöðu vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna - tölvupóstur.pdf
Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum - könnun á stöðu vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna.pdf
5. 2303218 - Miðbær Selfoss - Skilti við Brúarstræti
Erindi frá Sigtúni Þróunarfélagi, dags. 14. mars, þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélagsins á hugmynd um að setja upp skilti fremst í Brúarstræti.

Ef sveitarfélagið styður hugmyndina er einnig óskað eftir frekara samstarfi við hlutaðeigandi svið/starfsfólk sveitarfélagsins um hönnunarstaðla, hæða- og málsetningar á skilti og undirstöðusúlna.

Bæjarráði líst vel á að skoða hugmynd um skilti fremst í Brúarstræti. Mannvirkja og umhverfissviði er falið að hefja samtal við Sigtún Þróunarfélag um málið.
Erindi til Svf. Árborgar - Skilti við Brúarstræti.pdf
Velkomin Skilti Drög.pdf
6. 2303219 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2023
Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga, sem haldinn verður á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 30. mars kl. 13:30.
Bæjarráð tilnefnir Svein Ægi Birgisson, bæjarfulltrúa til að fara með atkvæði Svf. Árborgar á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga.
Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Árnesinga, 30. mars 2023.pdf
7. 2303256 - Árlegar upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga 2023
Upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga, dags. 16. mars, um nýtingaráætlun fyrir árin 2022-2026.
Lagt fram til kynningar.


8. 2303255 - Tillaga - bættar starfsaðstæður - kjörnir fulltrúar
Erindi frá innviðaráðherra og formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars, hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa
Lagt fram til kynningar. Bæjarritara falið að skoða mögulegar útfærslur.
Bréf - Hvatning vegna tillagna um bættar starfsaðstæður.pdf
Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinn fulltrúa nóv2022.pdf
9. 2106115 - Beiðni um niðurfellingu gatnagerðagjalda á lóð við Austurveg 69
Erindi frá Árfoss ehf, þar sem óskað var eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum vegna byggingar húss á Austurvegi 69a.
Á 117. fundi bæjarráðs kjörtímabilið 2018-2022, þann 10. júní 2021, var eftirfarandi bókað:
Bæjarráð samþykkti að fella niður gatnagerðargjöldin en þó skuli greiða, vegna húss á Austurvegi 69a, gjald vegna stofnlagna o.þ.h.
Mannvirkja- og umhverfissviði var falið að gera bæjarráði tillögu að rúmmetragjaldi vegna þessa.

Tillaga mannvirkja- og umhverfissviðs um útreikning á sérstöku tengigjaldi vegna Austurvegar 69.

Bæjarráð samþykkir tillögu í samræmi við bókun á 117. fundi bæjarráðs kjörtímabilið 2018-2022.



10. 2303284 - Þjónustusamningur - Sigurhæðir 2023-2025
Þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Sigurhæða.
Lagt fram til kynningar. Samningurinn er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2023.
11. 2303149 - Bættur vinnutími í dagvinnu í Stekkjaskóla
Tillaga frá vinnuhóp Stekkjaskóla um útfærslu á styttingu vinnutíma.
Bæjarráð samþykkir útfærslu vinnuhópsins fyrir skólaárið 2022-2023.
12. 2212150 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2022-2023
Tillögur Sveitarfélagsins Árborgar um sérstök skilyrði vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023
Sveitarfélagið Árborg hefur það að markmiði að úthlutaður byggðakvóti nýtist til vinnslu í sveitarfélaginu. Jafnframt vill sveitarfélagið auðvelda útgerðum að koma aflanum til vinnslu í sveitarfélaginu með því að heimila vinnslu hans ekki aðeins í þeirri byggð sem byggðakvótinn er tileinkaður, heldur einnig öðrum byggðum innan sveitarfélagsins.

Vinnslur hafa verið á Stokkseyri og Eyrarbakka og flestar mjög smáar. Ekki hefur verið um að ræða vinnslu á Selfossi undanfarin ár. Ef ekki mætti t.d. vinna afla Eyrbekkinga úr byggðakvóta á Stokkseyri þá væri útgerðarmönnum oft og tíðum gert mun erfiðara að koma afla til vinnslu en nú er. Byggðalögin eru náin frá fornu fari og eiga langa sögu sem sjávarþorp með útgerð.

Útgerðarmenn hafa þrýst á bæjaryfirvöld um að fá heimildir til að landa afla til vinnslu í gegnum fiskmarkað, án kvaðar um vinnslu hans í Sveitarfélaginu Árborg. Fiskverkendur hafa hinsvegar gagnstæð sjónarmið og telja í einhverjum tilfellum að byggðakvótinn sé forsenda fyrir uppbyggingu vinnslunnar sem nú standi yfir.

Það er mat bæjarráðs að nauðsynlegt sé að heimila löndun afla úr byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélags, en ekki aðeins umræddrar byggðar, til þess að minni hætta sé á að byggðakvótinn falli niður vegna vannýtingar.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Tillögur sveitarstjórnar um sérstök skilyrði vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023..pdf
Fundargerðir
13. 2303016F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 9
9. fundur haldinn 16. mars.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
14. 2205063 - Fundargerðir BÁ 2022
4. fundur haldinn 16. desember.
Lagt fram til kynningar.
04stjórn161222 undirrituð.pdf
15. 2303211 - Fundargerðir BÁ 2023
5. fundur haldinn 14. febrúar.
6. fundur haldinn 14. mars.

Lagt fram til kynningar.
05stjórn140223.pdf
06stjórn140323.pdf
16. 2301301 - Fundargerðir stjórnar SASS 2023
592. fundur haldinn 3. febrúar
593. fundur haldinn 3. mars

Lagt fram til kynningar.
593. fundur stj. SASS.pdf
592. fundur stj. SASS 1.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica