Héraðsskjalasafn Árnesinga var stofnað 15. nóvember 1985.

Héraðsskjalasafn Árnesinga var stofnað 15. nóvember 1985 og geymir í dag ómetanlegar heimildir um sögu héraðsins frá ofanverðri 19. öld og fram á þá 21.

Umdæmi safnsins er Árnessýsla og sveitarfélögin innan sýslunnar sem eru átta talsins: 

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus.

Í lok árs 2021 var búið að skanna 144.411 ljósmyndir, en 120.547 ljósmyndir voru þá aðgengilegar á miðlunarvef safnsins myndasetur.is.

Skjalasöfn félaga, fyrirtækja og ekki síst einstaklinga varpa ljósi á ýmsa þætti í sögu sýslunnar, en menningarlega hlutverk héraðsskjalasafnsins er að taka við einkaskjalasöfnum, skrá og tryggja aðgengi almennings að skjalasöfnunum um ókomna framtíð.

Héraðsskjalasafn Árnesinga er til húsa í ráðhúsi Árborgar Austurvegi 2, Selfossi.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica