Hreyfing í heimahúsi | Hreyfirásin
Hreyfiæfingar framkvæmdar liggjandi í rúmi, sitjandi á stól, í standandi stöðu, öndunaræfingar, jafnvægisæfingar og slökun.
Ávinningur hreyfingar er margvíslegur, hreyfing bætir lífsgæði, dregur úr þreytu og verkjum frá stoðkerfi, kemur meltingunni af stað og styrkir ónæmiskerfið svo fátt eitt sé nefnt.
Mikilvægt er að reyna að viðhalda þeim styrk sem er til staðar og er þar reglubundin hreyfing lykilatriði.
Æfingar geta verið að ýmsu tagi og fer það eftir hverjum einstakling hvað hentar hverju sinni
Til að byrja með væri gott að gera æfingar í rúmi eða sitjandi á rúmstokk. Betra er þá að gera æfingar í stuttan tíma og oftar á dag með hvíld á milli. Svo í kjölfari má auka við sig þá bæði álag og tímalengd á æfingum.
Svo þegar fólk treystir sér til þá er gott að bæta inn æfingum í stól eða í standandi stöðu.
Æfingar í rúmi
Æfingar í standandi stöðu
Æfingar í stól
Öndunaræfingar
Jafnvægisæfingar
Slökun
Útgefandi: Hreyfirásin, fræðslu- og æfingarás sjúkraþjálfunar á Landspítala