Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Knarrarósviti - áhugaverð blanda af fúnkis og art nouveau stíl

Árið 1938 hófst vinna við að byggja upp Knarraóssvita og var hann tekinn í gagnið ári síðar, 31. ágúst 1939. Þjónaði vitinn gríðarlega miklu hlutverki fyrir sjávarútveginn á þessum tíma því innsiglingarnar voru hættulegar á þessu svæði.

Knarrarósviti

Knarrarósviti

Á Knarrarósvita, byggðan 1938 - 1939, var sett 3,4 m hátt sænskt ljósaker með eirþaki, 180° katadíoptrísk 500 mm linsa og gasljóstæki. Knarrarósviti var raflýstur með orku  frá ljósavélum árið 1959 og gas haft til vara. Straumur frá rafveitu var tekinn inn árið 1986 og ljósavél notuð til vara en auk hennar var gas haft til vara til ársins 1991 en þá var gasbúnaður fjarlægður. Radarvari var settur í vitann árið 1986.

KnarrarosvitiKnarrarósviti er ferstrendur steinsteyptur turn, 20,8 m hár, og stendur á 2 m háum stöpli með skásettum hliðum. Vitinn er tvískiptur, breiðari að neðan, 4,6 x 4,6 m, en mjókkar ofan við stall um miðjan turninn og þar er 4 x 4 m að utanmáli.

Á hverri hlið turnsins er innfellt dökkt lóðrétt band og í hverjum þeirra þrír gluggar með gangstéttargleri. Böndin eru misbreið, breiðari að neðan en ofan, og sömuleiðis er breidd glugga mismunandi. Yfir dyrum er steinsteypt hvelt skyggni og sinkhúðuð járnhurð fyrir þeim.

Á hinum hliðunum þremur eru gluggar í jarðhæð undir lóðréttu böndunum og í þeim skásett gangstéttargler. Efst á veggjunum er steinsteypt handrið með þremur ferhyrndum opum á hverri hlið. Hornstólpar eru í beinu framhaldi af hornum turnsins og þá milli þeirra eru tvær stoðir, jafnþykkar hornstólpum en sjónarmun lægri.

Stoðirnar stallast og þynnast til hliðanna og á milli þeirra er þunn steinsteypt slá en vatnsbretti er fyrir framan stoðirnar. 

Vitinn er sjö hæðir og steinsteyptur pallur er á hverri hæð og tréstigi á milli hæða. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi og hrafntinnu. Árið 1986 var hann kústaður með hvítu og svörtu þéttiefni og þá voru settar plastplötur fyrir glugga.

Staðsetning: 63°49,4ʻN 20°58,5ʻW
Ljóseinkenni: LFI W 30 s.
Sjónarlengd: 16 sjómílur
Ljóshæð yfir sjávarmáli: 30 m.
Vitahæð: 26,2 m.
Byggingarár: 1938 – 1939
Byggingarefni: Steinsteypa
Höfundur: Axel Sveinsson verkfræðingur
Annar útbúnaður: Radarsvari

Upplýsingar: Vitar á Íslandi - Leiðarljós á Landsins Ströndum 1878 - 2002 | Guðmundur Bernódusson - Guðmundur L Hafsteinsson - Kristján Sveinsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica