Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Ölfusárbrú

Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins, 423 m³/sek. að meðaltali á árs grundvelli.

Árið 1872 var fyrst talað um að brúa yfir Ölfusá af Hannesi Stehensen presti. Árið 1891 hófst sjálf brúarsmíðin. Gekk það í fyrstu með áföllum þar sem þeir misstu einn mann í ána. Síðar kom í ljós að stöplarnir undir brúni voru ekki nógu háir svo að klakabelti komust undir hana. Ölfusárbrú var vígð árið 1891.


Brúun fljótanna á Suðurlandi var risastórt framfaraskref

Ölfusárbrú var ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur varð hún til þess að nýr þjónustukjarni fór að myndast sunnan við brúna. Með tilkomu brúarinnar lögðust allir ferjustaðir af og flest allir sem áttu leið um sýsluna fóru fram hjá Tryggvaskála og yfir brúna.

Þann 6. september 1944 brast brúin þegar eystri burðarvírinn slitnaði

Brúin hafði á sínum tíma verið gerði fyrir gangandi umferð og hesta, ekki hinn sívaxandi umferðarþunga bíla frá Kaupfélaginu, mjólkurbúinu og hernámsliðinu. Til að tryggja samgöngur var brúnni lyft og hún notuð þannig í rúmt ár eða þar til að ný brú var tekin í notkun 21. desember 1945, en smíði hennar tók tæpt hálft ár. Þá er sú brú sem hér sést og stendur enn.

Við suðurenda brúarinnar er að finna upplýsingaskilti sem sýnir flóðahæð í þremur mestu flóðum Ölfusáar á 20. öld.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica