Algengar spurningar

Hér er að finna algengar spurningar sem berast okkur í þjónustuver Árborgar.

Hvar finn ég upplýsingar um lausar lóðir í Árborg?

Á vef Árborgar undir "Íbúar" í valmynd er tengill í "Lausar lóðir" undir "Byggingamál og Framkvæmdir" lengst til hægri í valmyndinni. Einnig getur þú smellt hér til að komast á sama stað.
Á síðunni má finna tengil í lista yfir lausar lóðir, lóðarumsókn, reglur um úthlutun lóða í Árborg og gjaldskrá byggingaleyfis-þjónustugjalda

Hvar sæki ég frímiða á gámasvæðið?

Frímiði á gámasvæði, veitir þér eina ókeypis heimsókn með sorp á sorpmóttökustöðina okkar, miðinn er stafrænn og til notkunar í veskis-forriti á snjallsíma. Eins og stafræna ökuskírteinið! Þessi leið gerir okkur kleift að dreifa miðanum til íbúa með mun öruggari og hagkvæmari hætt, fylgjast með allri notkun og vera miklu umhverfisvænni!

Til að sækja og nota stafræna miðann þarftu veskis-forrit. Í iPhone er það Apple Wallet (kemur með símanum uppsett). En fyrir aðra síma (Android) þarf að nota/sækja íslenska forritið SmartWallet á Google Play.

Síðan opnar þú forritið á símanum þínum og skannar QR-Kóðann sem þú finnur á mínum síðum Árborgar með því að smella á textann "Rafrænn frímiði á gámasvæðið", þá birtist QR kóðinn. 

Hvar fæ ég sorptunnur?

Ef panta þarf nýja eða endurnýja þarf sorptunnu hafið vinsamlegast sækið um rafrænt inni á Mín Árborg.

Hvar get ég skoðað teikningar af byggingum?

Á vef Árborgar undir "Íbúar" í valmynd má finna tengil í Landupplýsingavef lengst til hægri undir "Byggingamál og Framkvæmdir" eða með því að smella hér

Til að sjá teikningar þarf að haka við valkostinn "Teikningar af byggingum" til hægri á kortinu.

Hvar finn ég upplýsingar um götur, stíga, lóðamörk og veitur hjá Árborg?

Á vef Árborgar undir "Íbúar" í valmynd má finna tengil í Landupplýsingavef lengst til hægri undir "Byggingamál og Framkvæmdir" eða með því að smella hér

Valkostir birtast til hægri á kortinu þar sem hægt er að haka við ýmsa valkosti sem bætast þá inná kortið.

Hvar finn ég upplýsingar um leiksvæði, útivistarsvæði og götugögn hjá Árborg?

Á vef Árborgar undir "Íbúar" í valmynd má finna tengil í Landupplýsingavef lengst til hægri undir "Byggingamál og Framkvæmdir" eða með því að smella hér

Valkostir birtast til hægri á kortinu þar sem hægt er að haka við ýmsa valkosti sem bætast þá inná kortið.

Hvar finn ég upplýsingar um sorphirðu í Árborg?

Á vef Árborgar undir "Íbúar" í valmynd má finna upplýsingar um sorphirðu undir dálkinum "Umhverfismál" eða með því að smella hér.

Hvar finn ég upplýsingar um opnunartíma sundlauga og annarrar þjónustu í Árborg?

Á vef Árborgar, forsíðu, er blár hnappur til vinstri á síðunni þar sem stendur "Opnunartímar", með því að smella á hann birtast upplýsingar um opnunartíma Ráðhúss, Gámasvæðis, Sundhallar Selfoss, Sundlaugar Stokkseyrar og Skipulags og byggingadeildar. 
Einnig má nálgast upplýsingar um opnunartíma ofangreindra sviða með því að nota valmyndina:
Opnunartími skrifstofu Ráðhúss er neðst á vef Árborgar undir "Hafðu samband".  
Opnunartíma gámasvæðis er undir sorphirðu í valmynd undir "Íbúar" dálki Umhverfismál.
Sundlaugar eru undir "Íbúar", dálki "Frístund og Sundlaugar".

Hvar finn ég upplýsingar um gjaldskrár Árborgar?

Á vef Árborgar undir "Stjórnsýsla" í valmynd er tengill í "Gjaldskrár" undir "Fjármál og Rekstur" miðja vegu í valmyndinni. Einnig getur þú smellt hér til að komast á sama stað. 

Hvar finn ég upplýsingar um leikskólapláss í Árborg?

Á vef Árborgar undir "Íbúar" í valmynd má finna tengilinn "Leikskólar" lengst til vinstri undir "Skólar og Daggæsla" eða með því að smella hér

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica