Konubókastofa
Aðsetur: Túngötu 40, 820 Eyrarbakki
Sími: 862 0110
Netfang: konubokastofa@konubokastofa.is
Opnunartími
Eftir samkomulagi.
Safnið er staðsett á Eyrarbakka og hefur að geyma ritverk eftir íslenska kvenhöfunda
Markmið Konubókastofu er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina. Um leið er markmið safnsins að verk þess séu aðgengileg þannig að hver og einn geti komið og fræðst um þau og höfunda þeirra.
Hagsmunafélag Konubókastofu er með marga trausta félaga
Hagsmunafélagi Konubókastofu er ætlað að styðja við starfsemi stofunnar, t.d. með árgjaldinu. Einnig getur hver og einn stutt við starfsemina t.d. með bókasöfnun, kynningu, vinnuframlagi eða hverju sem til fellur í samráði við Konubókastofu.