Rjómabúið á Baugsstöðum
Eina rjómabúið sem stendur eftir með öllum búnaði er rjómabúið á Baugsstöðum, skammt frá Stokkseyri. Það var stofnað árið 1904 af 48 bændum úr Stokkseyrarhreppi og nágrannahreppum og var búinu valinn staður við Þórðarker við Baugsstaðaá.
Rjómabúið á Baugsstöðum er opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst kl. 13:00 - 18:00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Tekið er á móti hópum með lágmark dags fyrirvara.
Allar nánari upplýsingar um rjómabúið gefur Lýður Pálsson safnstjóri í síma 891 7766. Uppl. einnig á skrifstofu Byggðasafns Árnesinga sími 483 1082.
Nánar um Rjómabúið á Baugsstöðum