Þuríðarbúð á Stokkseyri
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Er Þuríðarbúð tilgátuhús sem gefur góða innsýn í aðstæður vermanna á 19. öld.
Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001 undir stjórn Guðjóns Kristinssonar hleðslumeistara.
Þuríðarbúð er í umsjón Sveitarfélagsins Árborgar en Byggðasafn Árnesinga varðveitir muni hennar og sér um sýningarhald og kynningu.
Nánar um Þuríðarbúð á Stokkseyri